Sagðir stórgræða á olíusölu Samúel Karl Ólason skrifar 23. október 2015 14:15 Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu. Skjáskot Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu, sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Samtökin selja hráolíu frá olíulindum sem þeir stjórna í Sýrlandi og í Írak. Ekki hefur tekist að tortíma framleiðslunni þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ætlað sér það með loftárásum. Þó hafa ISIS þurft að breyta sölukerfi sínu verulega, vegna loftárásanna, en olíuhagnaðurinn er stærsta ástæða þess að samtökin hafa haldið yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Í byrjun mánaðarins voru birt skjöl sem virtust vera fjárhagsyfirlit héraðsstjórnar Íslamska ríkisins í Deir Ezzor í Sýrlandi. Þar mátti sjá að þjófnaður væri í raun stærsta tekjulind samtakanna. AP fréttaveitan segist hins vegar hafa komist yfir skjöl „fjárhagsráðuneytis“ Íslamska ríkisins sem sýnir að samtökin högnuðust um 46,7 milljónir dala í apríl. Þar mátti sjá reknar væru 253 olíulindir í Sýrlandi og að 161 af þeim væru enn nothæfar. 257 verkfræðingar starfa fyrir samtökin í Sýrlandi og 1.107 starfsmenn í heildina.Verkfræðingar frá Írak og Kúrdistan vinna fyrir ISIS Verkfræðingar frá Írak og sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Írak eru ráðnir tímabundið til að hjálpa ISIS við vinnsluna og sérfræðingar sem AP ræddi við segja þá fá gífurlega mikið borgað fyrir vinnu sína. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan írösku leyniþjónustunnar segja ISIS selja olíuna til smyglara á allt frá tíu til 35 dali fyrir tunnuna. Á alþjóðamörkuðum er verðið um 50 dalir. Smyglararnir selja olíuna til sölumanna í Tyrklandi. Í fyrstu var olían flutt í stórum bílalestum tankbíla, en því þurfti að hætta vegna loftárása. Nú er hún flutt í minni bílum sem ekki mynda bílalestir.Reyna að stöðva smygl Talið er að samtökin dæli um 30 þúsund tunnum af olíu úr jörðu í Sýrlandi á degi hverjum og um tíu til tuttugu þúsund tunnum í Írak. Þar eru helstu olíulindir samtakanna við borgina Mosul. Framleiðsla samtakanna í Írak er þó ekki seld, heldur unnin af samtökunum í Sýrlandi og notuð til eldsneytis. Í svari skrifstofu forsætisráðherra Tyrklands til AP segir að búið væri að gera ráðstafanir sem ættu nánast að stöðva smygl olíu yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá segir að til loka september hafi yfirvöld komið í veg fyrir smygl 3.319 sinnum og lagt hald á 5,5 milljón lítra af olíu. Ofan á þessar tekjur rændu vígamenn samtakanna útibú Seðlabanka Íraks í Mosul og aðra banka, þegar borgin féll í hendur þeirra í fyrra. Talið er að þá hafi samtökin rænt allt að milljarði dala.Vinna áfram að því að stöðva tekjuflæðið Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar árásir gegn olíuframleiðslu ISIS í Omar í Sýrlandi. Talið er að fjárhagslegt tjón samtakanna vegna árásanna verði frá 1,7 til 5,1 milljón dala á mánuði. Samtökin halda nú tæpum þriðjungi af Írak og Sýrlandi. Víða er barist gegn þeim og vinna öryggissveitir í Írak nú að því að reka vígamenn samtakanna úr Ramadi og Beiji, þar sem finna má stærstu olíulindir landsins. Aðgerðirnar eru studdar af loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra. Mið-Austurlönd Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki eru sögð hagnast um allt að fimmtíu milljónir dala á mánuði hverjum vegna olíusölu, sem samsvarar rúmum sex milljörðum króna. Samtökin selja hráolíu frá olíulindum sem þeir stjórna í Sýrlandi og í Írak. Ekki hefur tekist að tortíma framleiðslunni þrátt fyrir að Bandaríkin hafi ætlað sér það með loftárásum. Þó hafa ISIS þurft að breyta sölukerfi sínu verulega, vegna loftárásanna, en olíuhagnaðurinn er stærsta ástæða þess að samtökin hafa haldið yfirráðasvæði sínu í Sýrlandi og Írak. Í byrjun mánaðarins voru birt skjöl sem virtust vera fjárhagsyfirlit héraðsstjórnar Íslamska ríkisins í Deir Ezzor í Sýrlandi. Þar mátti sjá að þjófnaður væri í raun stærsta tekjulind samtakanna. AP fréttaveitan segist hins vegar hafa komist yfir skjöl „fjárhagsráðuneytis“ Íslamska ríkisins sem sýnir að samtökin högnuðust um 46,7 milljónir dala í apríl. Þar mátti sjá reknar væru 253 olíulindir í Sýrlandi og að 161 af þeim væru enn nothæfar. 257 verkfræðingar starfa fyrir samtökin í Sýrlandi og 1.107 starfsmenn í heildina.Verkfræðingar frá Írak og Kúrdistan vinna fyrir ISIS Verkfræðingar frá Írak og sjálfsstjórnarsvæði Kúrda í Írak eru ráðnir tímabundið til að hjálpa ISIS við vinnsluna og sérfræðingar sem AP ræddi við segja þá fá gífurlega mikið borgað fyrir vinnu sína. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar innan írösku leyniþjónustunnar segja ISIS selja olíuna til smyglara á allt frá tíu til 35 dali fyrir tunnuna. Á alþjóðamörkuðum er verðið um 50 dalir. Smyglararnir selja olíuna til sölumanna í Tyrklandi. Í fyrstu var olían flutt í stórum bílalestum tankbíla, en því þurfti að hætta vegna loftárása. Nú er hún flutt í minni bílum sem ekki mynda bílalestir.Reyna að stöðva smygl Talið er að samtökin dæli um 30 þúsund tunnum af olíu úr jörðu í Sýrlandi á degi hverjum og um tíu til tuttugu þúsund tunnum í Írak. Þar eru helstu olíulindir samtakanna við borgina Mosul. Framleiðsla samtakanna í Írak er þó ekki seld, heldur unnin af samtökunum í Sýrlandi og notuð til eldsneytis. Í svari skrifstofu forsætisráðherra Tyrklands til AP segir að búið væri að gera ráðstafanir sem ættu nánast að stöðva smygl olíu yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands. Þá segir að til loka september hafi yfirvöld komið í veg fyrir smygl 3.319 sinnum og lagt hald á 5,5 milljón lítra af olíu. Ofan á þessar tekjur rændu vígamenn samtakanna útibú Seðlabanka Íraks í Mosul og aðra banka, þegar borgin féll í hendur þeirra í fyrra. Talið er að þá hafi samtökin rænt allt að milljarði dala.Vinna áfram að því að stöðva tekjuflæðið Bandaríkin og bandamenn þeirra gerðu umfangsmiklar árásir gegn olíuframleiðslu ISIS í Omar í Sýrlandi. Talið er að fjárhagslegt tjón samtakanna vegna árásanna verði frá 1,7 til 5,1 milljón dala á mánuði. Samtökin halda nú tæpum þriðjungi af Írak og Sýrlandi. Víða er barist gegn þeim og vinna öryggissveitir í Írak nú að því að reka vígamenn samtakanna úr Ramadi og Beiji, þar sem finna má stærstu olíulindir landsins. Aðgerðirnar eru studdar af loftárásum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra.
Mið-Austurlönd Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira