Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2015 20:30 Robin van Persie og félagar eru úr leik. Vísir/Getty Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. Hollendingar pressuðu mikið í lokin en tókst ekki að jafna leikinn sem hefði þó aðeins hjálpað Íslendingum en ekki þeim því Tyrkir unnu Ísland á sama tíma. Tékkar komust í 3-0 í leiknum þar af kom þriðja markið eftir að þeir voru búnir að missa mann af velli. Hollendingar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum og Tékkar voru komnir í 2-0 eftir aðeins 35 mínútur. Bakvörðurinn Pavel Kaderábek skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir sendingu Jirí Skalák og ellefu mínútum síðar kom Josef Sural Tékkum tveimur mörkum yfir. Danny Blind tók Jairo Riedewald af velli á 39. mínútu og setti inná völlinn reynsluboltann Robin van Persie. Robin van Persie lífgaði strax upp á sóknarleik Hollendinga en þeir urðu síðan manni fleiri á 43. mínútu þegar Marek Suchý fékk beint rautt spjald fyrir brot á Memphis Depay. Robin van Persie tókst ekki að koma boltanum í mark Tékka en hann fann leiðina í eigið mark. Van Persie varð nefnilega fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark á 66. mínútu eftir aukaspyrnu frá hægri. Klaas-Jan Huntelaar minnkaði muninn fjórum mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu Wesley Sneijder. Robin van Persie skoraði síðan í rétt mark á 83. mínútu og gaf hollenska liðinu smá von. Þeir þurftu hinsvegar tvö mörk og þau komu ekki auk þess að sigur Tyrkja á Íslendingum þýddi að Holland átti aldrei möguleika á því að komast á HM. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. Hollendingar pressuðu mikið í lokin en tókst ekki að jafna leikinn sem hefði þó aðeins hjálpað Íslendingum en ekki þeim því Tyrkir unnu Ísland á sama tíma. Tékkar komust í 3-0 í leiknum þar af kom þriðja markið eftir að þeir voru búnir að missa mann af velli. Hollendingar voru í miklum vandræðum í fyrri hálfleiknum og Tékkar voru komnir í 2-0 eftir aðeins 35 mínútur. Bakvörðurinn Pavel Kaderábek skoraði fyrra markið á 24. mínútu eftir sendingu Jirí Skalák og ellefu mínútum síðar kom Josef Sural Tékkum tveimur mörkum yfir. Danny Blind tók Jairo Riedewald af velli á 39. mínútu og setti inná völlinn reynsluboltann Robin van Persie. Robin van Persie lífgaði strax upp á sóknarleik Hollendinga en þeir urðu síðan manni fleiri á 43. mínútu þegar Marek Suchý fékk beint rautt spjald fyrir brot á Memphis Depay. Robin van Persie tókst ekki að koma boltanum í mark Tékka en hann fann leiðina í eigið mark. Van Persie varð nefnilega fyrir því óláni að skalla boltann í eigið mark á 66. mínútu eftir aukaspyrnu frá hægri. Klaas-Jan Huntelaar minnkaði muninn fjórum mínútum síðar með skalla eftir aukaspyrnu Wesley Sneijder. Robin van Persie skoraði síðan í rétt mark á 83. mínútu og gaf hollenska liðinu smá von. Þeir þurftu hinsvegar tvö mörk og þau komu ekki auk þess að sigur Tyrkja á Íslendingum þýddi að Holland átti aldrei möguleika á því að komast á HM.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira