Hollendingar líka í riðli með Íslandi þegar þeir komust síðast ekki á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 13:00 Ruud Gullit skoraði á móti Íslandi í undankeppni EM 1984. Vísir/Getty Hollenska landsliðið verður ekki með þeirra 24 þjóða sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en liðið náði aðeins fjórða sætinu í A-riðli okkar Íslendinga. Tékkland, Ísland og Tyrkland komust öll á EM en Hollendingar missa af sínu fyrsta Evrópumóti í 32 ár eða síðan að keppnin fór fram síðast í Frakklandi árið 1984. Það komust aðeins átta þjóðir í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 1984 en það verða sextán fleiri lið með næsta sumar. Fjarvera Hollendinga er því enn athyglisverðari í því samhengi enda ein stærsta knattspyrnuþjóð Evrópu í gegnum tíðina. Hollenska liðið hefur ekki átt í miklum vandræðum með að komast í gegnum síðustu undankeppnir en eftir 2-0 tap fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmu ári síðan var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Hollendinga að þessu sinni. Holland átti samt góða möguleika á því að tryggja sér sæti í umspilinu þegar Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlímánuði. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum á lokasprettinum, fyrsti leikurinn tapaðist á heimavelli á móti Íslandi og liðið náði aðeins í þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.Hollendingar voru líka í riðli með Íslendingum þegar þeir misstu síðast af úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir 32 árum. Holland endaði í öðru sæti í sjöunda riðli í undankeppni EM 1984. Hollendingar fengu jafnmörg stig og Spánverjar en Spánverjar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum eftir að hafa unnið 12-1 sigur á Möltu í lokaleik riðilsins. Hollendingar töpuðu bara stigum í tveimur leikjum í þessari undankeppni, þeir töpuðu 1-0 á útivelli á móti Spáni og gerðu síðan 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslenska landsliðið fékk bara þrjú stig í riðlinum en hin tvö stigin komu í sigurleik á móti Möltu á Laugardalsvellinum. Kees Rijvers þjálfaði Hollendinga í þessari undankeppni en þar voru leikmenn eins og Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronald Koeman og Marco van Basten að stíga sín fyrstu sport með landsliðinu.Ruud Gullit og Ronald Koeman skoruðu báðir í 3-0 sigri á Íslandi í seinni leik þjóðanna í Hollandi en þar spilaði Marco van Basten sinn fyrsta landsleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik sem og leiknum á Laugardalsvellinum. Hollendingar komu sterkir til baka á næsta Evrópumót en þeir urðu Evrópumeistarar í Vestur-Þýskalandi 1988. Hollenska liðið fór síðan í undanúrslit á EM 1992, EM 2000 og EM 2004 en sat hinsvegar eftir í riðlinum á síðasta EM 2012. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Hollenska landsliðið verður ekki með þeirra 24 þjóða sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar en liðið náði aðeins fjórða sætinu í A-riðli okkar Íslendinga. Tékkland, Ísland og Tyrkland komust öll á EM en Hollendingar missa af sínu fyrsta Evrópumóti í 32 ár eða síðan að keppnin fór fram síðast í Frakklandi árið 1984. Það komust aðeins átta þjóðir í úrslitakeppni Evrópumótsins sumarið 1984 en það verða sextán fleiri lið með næsta sumar. Fjarvera Hollendinga er því enn athyglisverðari í því samhengi enda ein stærsta knattspyrnuþjóð Evrópu í gegnum tíðina. Hollenska liðið hefur ekki átt í miklum vandræðum með að komast í gegnum síðustu undankeppnir en eftir 2-0 tap fyrir Íslandi á Laugardalsvellinum fyrir rúmu ári síðan var ljóst að það yrði á brattann að sækja fyrir Hollendinga að þessu sinni. Holland átti samt góða möguleika á því að tryggja sér sæti í umspilinu þegar Danny Blind tók við af Guus Hiddink í júlímánuði. Það gekk hinsvegar allt á afturfótunum á lokasprettinum, fyrsti leikurinn tapaðist á heimavelli á móti Íslandi og liðið náði aðeins í þrjú stig út úr síðustu fjórum leikjum sínum.Hollendingar voru líka í riðli með Íslendingum þegar þeir misstu síðast af úrslitakeppni Evrópumótsins fyrir 32 árum. Holland endaði í öðru sæti í sjöunda riðli í undankeppni EM 1984. Hollendingar fengu jafnmörg stig og Spánverjar en Spánverjar komust áfram á fleiri mörkum skoruðum eftir að hafa unnið 12-1 sigur á Möltu í lokaleik riðilsins. Hollendingar töpuðu bara stigum í tveimur leikjum í þessari undankeppni, þeir töpuðu 1-0 á útivelli á móti Spáni og gerðu síðan 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum í fyrsta leik sínum í riðlinum. Íslenska landsliðið fékk bara þrjú stig í riðlinum en hin tvö stigin komu í sigurleik á móti Möltu á Laugardalsvellinum. Kees Rijvers þjálfaði Hollendinga í þessari undankeppni en þar voru leikmenn eins og Ruud Gullit, Frank Rijkaard, Ronald Koeman og Marco van Basten að stíga sín fyrstu sport með landsliðinu.Ruud Gullit og Ronald Koeman skoruðu báðir í 3-0 sigri á Íslandi í seinni leik þjóðanna í Hollandi en þar spilaði Marco van Basten sinn fyrsta landsleik. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þeim leik sem og leiknum á Laugardalsvellinum. Hollendingar komu sterkir til baka á næsta Evrópumót en þeir urðu Evrópumeistarar í Vestur-Þýskalandi 1988. Hollenska liðið fór síðan í undanúrslit á EM 1992, EM 2000 og EM 2004 en sat hinsvegar eftir í riðlinum á síðasta EM 2012.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55 Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13 Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30 Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Tyrkir og Króatar bættust í EM-hópinn í kvöld | Þjóðirnar átta í umspilinu Tyrkland og Króatía tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. 20 af 24 sætum í keppninni eru því skipuð. 13. október 2015 20:55
Fullkomið kvöld fyrir Belga | Á toppnum á þremur stöðum Belgíumenn tryggðu sér í kvöld sigur í B-riðli undankeppni EM eftir öruggan heimasigur á Ísrael en þeir voru eins og Íslendingar búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í Frakklandi fyrir lokaleikina í riðlinum. 13. október 2015 22:13
Hollendingar töpuðu fyrir Tékkum á heimavelli og fara ekki á EM Tékkar tryggðu sér sigur í A-riðlinum með því að vinna 3-2 sigur á Hollendingum á Amsterdam ArenA í kvöld. Tékkar enda með 22 stig eða tveimur stigum meira en Íslendingar sem urðu að sætta sig við annað sætið. 13. október 2015 20:30
Blind hótar því að halda áfram með hollenska liðið Danny Blind ætlar ekki að hætta að þjálfa hollenska landsliðið í fótbolta þótt að hollenska liðinu hafi klúðrað undankeppni Evrópumótsins. 14. október 2015 11:00
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti