Víða lokaðar dyr vegna verkfalls: „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. október 2015 18:30 Stofnanir eru víða lokaðar og skilaboð þessa efnis á læstum hurðum. MYND/Einar Árnason Verkföll á sjötta þúsund ríkisstarfsmanna hafa lamað starfsemi á annað hundrað stofana í dag. Eldri borgarar hafa lent í erfiðleikum með að fá lyf sín endurnýjuð og skólar verið lokaðir vegna verkfallsaðgerðanna. Verkföll SFR og sjúkraliða hófust á fimmtudaginn í síðustu viku. Um allsherjarverkfall er að ræða á Landspítalanum, hjá Tollstjóranum, hjá Sýslumannsembættum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Skemmri verkföll eru síðan hjá starfsmönnum ríflega hundrað og fimmtíu stofnana til viðbótar og hófst önnur lota þeirra á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld. Verkfallsaðgerðirnar hafa víða veruleg áhrif. Meðal annars á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins. Þar var sumum til dæmis vísað frá í dag sem þurftu að fá skrifað upp á lyf sín. „Ég þarf að taka alltaf meðul dags daglega og nú fer mig að vanta inn í og þetta er ekkert létt fyrir mann,“ segir Sigríður Eyjólfsdóttir sem mætti á heilsugæslustöð sína í dag til að fá skrifað upp á lyf. Henni var vísað frá og bent á að fara á Læknavaktina á Smáratorgi. „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir að þurfa að fara að þvælast upp á Smáratorg. Sko ég bý nú í Grafarvoginum og þetta er ansi langt hjá manni að fara,“ segir Sigríður. Víða kom fólk að lokuðum dyrum í dag. Þeir sem sjá um móttöku á stofnunum eru í verkfalli og þá var heldur ekki svarað í síma hjá mörgum stofnunum. Meirihluti þeirra sem starfa í þjónustumiðstöð Tryggingarstofnunar eru félagar í SFR sem eru í verkfalli. „Það eru margir sem að bíða eftir að komast á greiðslur og það tefst vegna þess að læknaritararnir uppi á réttindasviði eru líka í verkfalli. Þannig að okkar langi biðtími hann mun lengjast enn frekar,“ segir Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs Tryggingarstofnunar. Kennsla féll niður að mestu leyti í Háskóla Íslands í dag og í nokkrum framhaldsskólum vegna verkfallsaðgerðanna. Meðal annars Menntaskólanum við Reykjavík. Þar sjá SFR félagar um ræstingar en þeir eru í verkfalli. „Staðan er bara skelfileg. Því miður þá þurftum við að loka í dag og það var fyrst og fremst vegna ástands á salernum sem að var í rauninni ekki boðlegt að mínu mati,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Verkföll á sjötta þúsund ríkisstarfsmanna hafa lamað starfsemi á annað hundrað stofana í dag. Eldri borgarar hafa lent í erfiðleikum með að fá lyf sín endurnýjuð og skólar verið lokaðir vegna verkfallsaðgerðanna. Verkföll SFR og sjúkraliða hófust á fimmtudaginn í síðustu viku. Um allsherjarverkfall er að ræða á Landspítalanum, hjá Tollstjóranum, hjá Sýslumannsembættum um allt land og hjá Ríkisskattstjóra. Skemmri verkföll eru síðan hjá starfsmönnum ríflega hundrað og fimmtíu stofnana til viðbótar og hófst önnur lota þeirra á miðnætti og stendur til miðnættis annað kvöld. Verkfallsaðgerðirnar hafa víða veruleg áhrif. Meðal annars á heilsugæslustöðvar höfuðborgarsvæðisins. Þar var sumum til dæmis vísað frá í dag sem þurftu að fá skrifað upp á lyf sín. „Ég þarf að taka alltaf meðul dags daglega og nú fer mig að vanta inn í og þetta er ekkert létt fyrir mann,“ segir Sigríður Eyjólfsdóttir sem mætti á heilsugæslustöð sína í dag til að fá skrifað upp á lyf. Henni var vísað frá og bent á að fara á Læknavaktina á Smáratorgi. „Gömlu fólki er gert afskaplega erfitt fyrir að þurfa að fara að þvælast upp á Smáratorg. Sko ég bý nú í Grafarvoginum og þetta er ansi langt hjá manni að fara,“ segir Sigríður. Víða kom fólk að lokuðum dyrum í dag. Þeir sem sjá um móttöku á stofnunum eru í verkfalli og þá var heldur ekki svarað í síma hjá mörgum stofnunum. Meirihluti þeirra sem starfa í þjónustumiðstöð Tryggingarstofnunar eru félagar í SFR sem eru í verkfalli. „Það eru margir sem að bíða eftir að komast á greiðslur og það tefst vegna þess að læknaritararnir uppi á réttindasviði eru líka í verkfalli. Þannig að okkar langi biðtími hann mun lengjast enn frekar,“ segir Sólveig Hjaltadóttir framkvæmdastjóri samskiptasviðs Tryggingarstofnunar. Kennsla féll niður að mestu leyti í Háskóla Íslands í dag og í nokkrum framhaldsskólum vegna verkfallsaðgerðanna. Meðal annars Menntaskólanum við Reykjavík. Þar sjá SFR félagar um ræstingar en þeir eru í verkfalli. „Staðan er bara skelfileg. Því miður þá þurftum við að loka í dag og það var fyrst og fremst vegna ástands á salernum sem að var í rauninni ekki boðlegt að mínu mati,“ segir Yngvi Pétursson, rektor MR.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Bjarni vill tryggja að svona verkfallshrina geti ekki skollið á aftur Fjármálaráðherra segir að ekki sé til umræðu að setja lög á verkföll. 16. október 2015 19:30
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Nokkuð um verkfallsbrot í dag: Dæmi um að hjúkrunarfræðingar gangi í störf sjúkraliða Verkfallsverðir á vegum SFR og Sjúkraliðafélags Íslands hafa í nægu að snúast. 16. október 2015 14:04