Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - FH 3-2 | Meistararnir töpuðu á Flórídanavellinum Guðmundur Marinó Ingvarsson á Fylkisvelli skrifar 3. október 2015 00:01 Steven Lennon er í baráttunni um skó. vísir/ernir Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. Mikið meiri ákefð var í liði Fylkis sem ætlaði ekki að gefa FH neitt í leiknum. Heimamenn voru mikið sprækari og unnu verðskuldaðan sigur. FH-ingar fögnuðu titlinum um síðustu helgi og virtist fögnuðurinn enn sitja í liðinu. Leikur liðsins var hægur og fáir leikmenn liðsins sem voru nállægt því að sýna sitt rétta andlit. Fylkir komst snemma yfir og þegar FH jafnaði skoraði Fylkir aftur strax tveimur mínútum síðar. Fylkir var 2-1 yfir í hálfleik og náði Heimir Guðjónsson þjálfari FH ekki að kveikja í sínum mönnum í hálfleik því Fylkir var mun betra liðið á vellinum bæði fyrir og eftir leikhlé. Fylkir komst í 3-1 og þó FH hafi minnkað muninn þegar 18 mínútur voru til leiksloka var Fylkir alltaf líklegra til að bæta við mörkum en FH að jafna. Fylkir fékk öll bestu færi leiksins og fyrir utan mörkin tvö náði FH lítið sem ekkert að ógna mark heimamanna sem náðu í 7 stig í þremur síðustu leikjum sínum í sumar en liðið hafnaði í 8. sæti með 29 stig, sæti á eftir ÍA á markamun. Hermann: Mikilvægt að enda velHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis horfði á lið sitt úr stúkunni í dag og var býsna ánægður með það sem hann sá. „Þetta var frábær leikurinn hjá strákunum. Menn voru afslappaðir og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Hermann. „Við settum pressu á þá hátt á vellinum. Við vorum grimmir og okkur langaði að enda þetta með stæl. Það sýndi sig.“ Fylkir endaði tímabilið vel og náði í sjö stig í þremur síðustu leikjum sínum á leiktíðinni. „Við erum að stíga í rétta átt. Þrír síðustu leikir hafa verið mjög öflugir. Við endum á tveimur sigurleikjum á heimavelli sem kom ekki of oft fyrir í sumar. „Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er gott að enda þetta vel. Það er mikilvægt að enda vel,“ sagði Hermann. Heimir: Annað liðið vildi vinna og hitt ekki„Hér voru tvö lið sem höfðu ekki að miklu að keppa og annað liðið hafði áhuga á að vinna leikinn og hitt ekki og úrslitin voru eftir því,“ sagði Heimir Guðjónsson ósáttur þjálfari FH í leikslok. „Hugarfarið var ekki nógu gott. Það þarf að vinna ákveðna grunnvinnu í fótbolta og hún var ekki til staðar hjá okkur.“ FH tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn um síðustu helgi og fagnaði honum innilega eins og vera ber. Liðið náði ekki að kveikja hungrið á ný fyrir leikinn í dag. „Ég hélt að við myndum vilja klára tímabilið á góðum nótum en svo var ekki. FH hefur áður klárað titilinn fyrir síðustu umferð og verið klárir í næsta leik.“ Heimir á ár eftir af samningi sínum við FH en engu að síður mun hana fara yfir stöðuna með forráðamönnum FH áður en lengra verður haldið. „Ég hef sagt það áður að ég verð að öllum líkindum áfram með liðið en við setjumst niður nú þegar tímabilið er búið og ræðum framhaldið,“ sagði Heimir. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Íslandsmeistarar FH töpuðu 3-2 fyrir Fylki á útivelli í síðustu umferð Pepsí deildar karla í fótbolta í sumar. FH hafði fyrir leikinn tryggt sér titilinn og sást það á leik liðsins. Mikið meiri ákefð var í liði Fylkis sem ætlaði ekki að gefa FH neitt í leiknum. Heimamenn voru mikið sprækari og unnu verðskuldaðan sigur. FH-ingar fögnuðu titlinum um síðustu helgi og virtist fögnuðurinn enn sitja í liðinu. Leikur liðsins var hægur og fáir leikmenn liðsins sem voru nállægt því að sýna sitt rétta andlit. Fylkir komst snemma yfir og þegar FH jafnaði skoraði Fylkir aftur strax tveimur mínútum síðar. Fylkir var 2-1 yfir í hálfleik og náði Heimir Guðjónsson þjálfari FH ekki að kveikja í sínum mönnum í hálfleik því Fylkir var mun betra liðið á vellinum bæði fyrir og eftir leikhlé. Fylkir komst í 3-1 og þó FH hafi minnkað muninn þegar 18 mínútur voru til leiksloka var Fylkir alltaf líklegra til að bæta við mörkum en FH að jafna. Fylkir fékk öll bestu færi leiksins og fyrir utan mörkin tvö náði FH lítið sem ekkert að ógna mark heimamanna sem náðu í 7 stig í þremur síðustu leikjum sínum í sumar en liðið hafnaði í 8. sæti með 29 stig, sæti á eftir ÍA á markamun. Hermann: Mikilvægt að enda velHermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis horfði á lið sitt úr stúkunni í dag og var býsna ánægður með það sem hann sá. „Þetta var frábær leikurinn hjá strákunum. Menn voru afslappaðir og sköpuðum fullt af færum,“ sagði Hermann. „Við settum pressu á þá hátt á vellinum. Við vorum grimmir og okkur langaði að enda þetta með stæl. Það sýndi sig.“ Fylkir endaði tímabilið vel og náði í sjö stig í þremur síðustu leikjum sínum á leiktíðinni. „Við erum að stíga í rétta átt. Þrír síðustu leikir hafa verið mjög öflugir. Við endum á tveimur sigurleikjum á heimavelli sem kom ekki of oft fyrir í sumar. „Þetta er eitthvað til að byggja á. Það er gott að enda þetta vel. Það er mikilvægt að enda vel,“ sagði Hermann. Heimir: Annað liðið vildi vinna og hitt ekki„Hér voru tvö lið sem höfðu ekki að miklu að keppa og annað liðið hafði áhuga á að vinna leikinn og hitt ekki og úrslitin voru eftir því,“ sagði Heimir Guðjónsson ósáttur þjálfari FH í leikslok. „Hugarfarið var ekki nógu gott. Það þarf að vinna ákveðna grunnvinnu í fótbolta og hún var ekki til staðar hjá okkur.“ FH tryggði sér Íslandsmeistarartitilinn um síðustu helgi og fagnaði honum innilega eins og vera ber. Liðið náði ekki að kveikja hungrið á ný fyrir leikinn í dag. „Ég hélt að við myndum vilja klára tímabilið á góðum nótum en svo var ekki. FH hefur áður klárað titilinn fyrir síðustu umferð og verið klárir í næsta leik.“ Heimir á ár eftir af samningi sínum við FH en engu að síður mun hana fara yfir stöðuna með forráðamönnum FH áður en lengra verður haldið. „Ég hef sagt það áður að ég verð að öllum líkindum áfram með liðið en við setjumst niður nú þegar tímabilið er búið og ræðum framhaldið,“ sagði Heimir.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Í beinni: Inter - Barcelona | Mögnuð skemmtun áfram? Fótbolti Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Fótbolti Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn