Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 5. október 2015 13:11 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. Kjarasamningar sjúkraliða, SFR-félaga hjá ríkinu og lögreglumanna hafa verið lausir síðan í maí. Kjaradeila þeirra og ríkisins var komin á borð ríkissáttasemjara í júní en lítið hefur þokast í samkomulagsátt síðan þá. Sjúkraliðar og SFR-félagar hafa því boðað til verkfalls sem hefst um miðja næst viku ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Alls taka á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna þátt í verkfallsaðgerðunum sem munu hafa hvað mest áhrif á Landspítalanum og hjá sýslumannsembættunum. Eftir vikuhlé hafa samninganefndirnar nú verið boðaðar aftur á fund í Karphúsinu. „Það er búið að boða fund. Hann er á morgun klukkan tvö og þá höfum við að vísu ekki fundað síðastliðna viku,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Árni vonast til að eitthvað nýtt komi fram á fundinum á morgun sem geti leitt til þess að nýjir samningar takist. „Ég bind töluverðar vonir við þennan fund, svona ég á von á því að við séum að setjast niður og virkilega fara að taka á þessu verkefni,“ segir Árni Hann segir undirbúning fyrir verkfallsaðgerðirnar langt kominn. „Við erum svona nokkur veginn að verða tilbúin með hvernig við ætlum að fara í þetta allt saman. Svo að við munum vera alveg klár þegar kemur að verkfallinu með allt sem þarf að vera tilbúið,“ segir Árni. Verkfall 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. Kjarasamningar sjúkraliða, SFR-félaga hjá ríkinu og lögreglumanna hafa verið lausir síðan í maí. Kjaradeila þeirra og ríkisins var komin á borð ríkissáttasemjara í júní en lítið hefur þokast í samkomulagsátt síðan þá. Sjúkraliðar og SFR-félagar hafa því boðað til verkfalls sem hefst um miðja næst viku ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Alls taka á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna þátt í verkfallsaðgerðunum sem munu hafa hvað mest áhrif á Landspítalanum og hjá sýslumannsembættunum. Eftir vikuhlé hafa samninganefndirnar nú verið boðaðar aftur á fund í Karphúsinu. „Það er búið að boða fund. Hann er á morgun klukkan tvö og þá höfum við að vísu ekki fundað síðastliðna viku,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu. Árni vonast til að eitthvað nýtt komi fram á fundinum á morgun sem geti leitt til þess að nýjir samningar takist. „Ég bind töluverðar vonir við þennan fund, svona ég á von á því að við séum að setjast niður og virkilega fara að taka á þessu verkefni,“ segir Árni Hann segir undirbúning fyrir verkfallsaðgerðirnar langt kominn. „Við erum svona nokkur veginn að verða tilbúin með hvernig við ætlum að fara í þetta allt saman. Svo að við munum vera alveg klár þegar kemur að verkfallinu með allt sem þarf að vera tilbúið,“ segir Árni.
Verkfall 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira