Hanaa Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Skruðningar berast úr símanum sem liggur á borðinu fyrir framan mig í vinnunni. „Átakalínan færist stöðugt til.“ Í símanum er yfirmaður UNICEF í Sýrlandi, Hanaa Singer. Hún er alvörugefin. Lýsir hörðum bardögum. Að utan berst umferðarniður, strætó keyrir að Suðurlandsbraut. Röddin í Damaskus bergmálar á línunni. Segir frá því að einungis þriðja hvert sjúkrahús í Sýrlandi sé í dag starfhæft. Skólasókn í landinu hafi hríðfallið. „Tveggja áratuga árangur í menntamálum hefur glatast,“ segir Hanaa. Sýrland var áður millitekjuríki og nær öll börn fóru í skóla. Hanaa bendir á að í dag sé fjórði hver skóli ónýtur eða notaður sem neyðarskýli fyrir fólk á flótta. Kennarar hafi flúið, það vanti skólabækur, skólatöskur. Vanti allt. Ég fæ kökk í hálsinn. Röddin í Damaskus ætlar hins vegar ekki að gefast upp. Útskýrir hvernig námsgögnum verður á næstu vikum og mánuðum dreift til meira en einnar milljónar nemenda, hvernig gert verður við 600 skóla og heimanámi komið til 500.000 barna sem eru á átakasvæðum og komast ekki í skóla. Það verður að halda börnunum virkum, þau mega ekki detta úr námi í mörg ár. Hættan á týndri kynslóð er raunveruleg.Börn í stórhættu í Aleppo Úr símtækinu berst lýsing á skelfilegum aðstæðum í Aleppo. Þar sem áður var iðandi mannlíf í fallegri stórborg eru í dag rústir einar. Fornar og stórmerkilegar menningarminjar hafa verið eyðilagðar. Vatnsskortur í borginni er gríðarlegur. Grafalvarlegur. Óhreinlæti hefur aukist, sjúkdómahætta sömuleiðis. Sjúkdómar koma alltaf verst niður á ungum börnum. 80% minna vatn er að fá í Aleppo nú en fyrir stríðið. Börn þurfa að fara í gegnum vegatálma og yfir átakalínur með vatnsbrúsa til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar. Rogast til baka með fulla brúsa af vatni. Það er auðveldara fyrir börn en fullorðna að komast í gegnum vegatálmana, þess vegna fara þau. Enginn kemst af án vatns. Hanaa lýsir því hvernig börnin eru við þetta í stórhættu. Hvernig UNICEF keyrir hreint vatn í tankbílum til 1,2 milljóna manna á hverjum einasta degi til að bregðast við. Síðan titrar röddin: „Við getum bara fjármagnað þetta í þrjár vikur í viðbót.“xxxxVeturinn er alvörumál Nístandi staðreyndir halda áfram að berast úr símtækinu. „Svo er það veturinn í Sýrlandi … Hann er alvörumál.“ Í nóvember byrjar að kólna verulega. Í desember og janúar fer hitastigið niður í tvær til fimm gráður og sums staðar undir frostmark. Frá Damaskus berst döpur rödd sem lýsir börnum í Sýrlandi sem dóu í fyrra úr kulda. En hún gefst ekki upp. Ætlar að hita skólastofur vítt og breitt um landið og setja upp færanlegar heilsugæslur til að fylgjast með heilsu barna, þau eru fljót að veikjast í kuldanum. Ætlar að dreifa vetrarfötum til nærri einnar milljónar barna. Fatnaðurinn er búinn til innanlands í Sýrlandi því það veitir konum atvinnutækifæri, styrkir efnahaginn og kemur í veg fyrir sendingarkostnað. Staðreyndirnar að utan verða yfirþyrmandi. Líka neyðaraðgerðirnar. Stríðið er búið að standa svo lengi, umfang aðgerðanna er svo gríðarlegt. Í fyrra náði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, til dæmis að veita meira en einni milljón barna frá Sýrlandi sálrænan stuðning. Börnin voru í áfalli. Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa gert. Það er yndislegt að svona mörg börn hafi fengið hjálp – en um leið skuggalegt að svo mörg hafi þurft á henni að halda. Frá því að stríðið hófst hefur UNICEF veitt milljónum og aftur milljónum barna neyðarhjálp. Starfsfólk UNICEF í Aleppo, Damaskus, Homs, Tartous og Hasakah leggur sig í mikla hættu á hverjum einasta degi við að koma til hjálpar. Sumir þurfa að forða sér undan skothríð úr sprengjuvörpum.Sýrland móttökuríki Hanaa bendir á að Sýrland hafi tekið á móti miklum fjölda flóttamanna fyrir stríðið. Fólki í örvæntingarfullri leit að skjóli frá stríði í nágrannaríkinu Írak. Og staðreynd málsins: Sýrland tók við þrisvar sinnum fleiri flóttamönnum þá en hafa leitað til Evrópu nú. Ég skil ekki hvernig þessi magnaða kona kemst í gegnum daginn og hvernig hún fer að því að vinna vinnuna sína. Fólk eins og hún hefur staðið vaktina frá því að stríðið hófst. Verður þar áfram. Gefst ekki upp við að berjast fyrir réttindum allra barna – alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Skruðningar berast úr símanum sem liggur á borðinu fyrir framan mig í vinnunni. „Átakalínan færist stöðugt til.“ Í símanum er yfirmaður UNICEF í Sýrlandi, Hanaa Singer. Hún er alvörugefin. Lýsir hörðum bardögum. Að utan berst umferðarniður, strætó keyrir að Suðurlandsbraut. Röddin í Damaskus bergmálar á línunni. Segir frá því að einungis þriðja hvert sjúkrahús í Sýrlandi sé í dag starfhæft. Skólasókn í landinu hafi hríðfallið. „Tveggja áratuga árangur í menntamálum hefur glatast,“ segir Hanaa. Sýrland var áður millitekjuríki og nær öll börn fóru í skóla. Hanaa bendir á að í dag sé fjórði hver skóli ónýtur eða notaður sem neyðarskýli fyrir fólk á flótta. Kennarar hafi flúið, það vanti skólabækur, skólatöskur. Vanti allt. Ég fæ kökk í hálsinn. Röddin í Damaskus ætlar hins vegar ekki að gefast upp. Útskýrir hvernig námsgögnum verður á næstu vikum og mánuðum dreift til meira en einnar milljónar nemenda, hvernig gert verður við 600 skóla og heimanámi komið til 500.000 barna sem eru á átakasvæðum og komast ekki í skóla. Það verður að halda börnunum virkum, þau mega ekki detta úr námi í mörg ár. Hættan á týndri kynslóð er raunveruleg.Börn í stórhættu í Aleppo Úr símtækinu berst lýsing á skelfilegum aðstæðum í Aleppo. Þar sem áður var iðandi mannlíf í fallegri stórborg eru í dag rústir einar. Fornar og stórmerkilegar menningarminjar hafa verið eyðilagðar. Vatnsskortur í borginni er gríðarlegur. Grafalvarlegur. Óhreinlæti hefur aukist, sjúkdómahætta sömuleiðis. Sjúkdómar koma alltaf verst niður á ungum börnum. 80% minna vatn er að fá í Aleppo nú en fyrir stríðið. Börn þurfa að fara í gegnum vegatálma og yfir átakalínur með vatnsbrúsa til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar. Rogast til baka með fulla brúsa af vatni. Það er auðveldara fyrir börn en fullorðna að komast í gegnum vegatálmana, þess vegna fara þau. Enginn kemst af án vatns. Hanaa lýsir því hvernig börnin eru við þetta í stórhættu. Hvernig UNICEF keyrir hreint vatn í tankbílum til 1,2 milljóna manna á hverjum einasta degi til að bregðast við. Síðan titrar röddin: „Við getum bara fjármagnað þetta í þrjár vikur í viðbót.“xxxxVeturinn er alvörumál Nístandi staðreyndir halda áfram að berast úr símtækinu. „Svo er það veturinn í Sýrlandi … Hann er alvörumál.“ Í nóvember byrjar að kólna verulega. Í desember og janúar fer hitastigið niður í tvær til fimm gráður og sums staðar undir frostmark. Frá Damaskus berst döpur rödd sem lýsir börnum í Sýrlandi sem dóu í fyrra úr kulda. En hún gefst ekki upp. Ætlar að hita skólastofur vítt og breitt um landið og setja upp færanlegar heilsugæslur til að fylgjast með heilsu barna, þau eru fljót að veikjast í kuldanum. Ætlar að dreifa vetrarfötum til nærri einnar milljónar barna. Fatnaðurinn er búinn til innanlands í Sýrlandi því það veitir konum atvinnutækifæri, styrkir efnahaginn og kemur í veg fyrir sendingarkostnað. Staðreyndirnar að utan verða yfirþyrmandi. Líka neyðaraðgerðirnar. Stríðið er búið að standa svo lengi, umfang aðgerðanna er svo gríðarlegt. Í fyrra náði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, til dæmis að veita meira en einni milljón barna frá Sýrlandi sálrænan stuðning. Börnin voru í áfalli. Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa gert. Það er yndislegt að svona mörg börn hafi fengið hjálp – en um leið skuggalegt að svo mörg hafi þurft á henni að halda. Frá því að stríðið hófst hefur UNICEF veitt milljónum og aftur milljónum barna neyðarhjálp. Starfsfólk UNICEF í Aleppo, Damaskus, Homs, Tartous og Hasakah leggur sig í mikla hættu á hverjum einasta degi við að koma til hjálpar. Sumir þurfa að forða sér undan skothríð úr sprengjuvörpum.Sýrland móttökuríki Hanaa bendir á að Sýrland hafi tekið á móti miklum fjölda flóttamanna fyrir stríðið. Fólki í örvæntingarfullri leit að skjóli frá stríði í nágrannaríkinu Írak. Og staðreynd málsins: Sýrland tók við þrisvar sinnum fleiri flóttamönnum þá en hafa leitað til Evrópu nú. Ég skil ekki hvernig þessi magnaða kona kemst í gegnum daginn og hvernig hún fer að því að vinna vinnuna sína. Fólk eins og hún hefur staðið vaktina frá því að stríðið hófst. Verður þar áfram. Gefst ekki upp við að berjast fyrir réttindum allra barna – alltaf.
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar