Lars: Þurfum að gera betur en gegn Kasakstan Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. október 2015 23:30 Lars Lagerbäck ræðir við strákana á æfingu Íslands. vísir/vilhelm Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, segir ekkert annað en sigur koma til greina í síðustu tveimur leikjum strákanna okkar í undankeppni EM 2016. Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn og Tyrkjum ytra á þriðjudaginn, en Ísland á möguleika á að vinna sinn riðil í fyrsta skipti í sögunni. „Við lítum á leikinn gegn Lettum sem mjög mikilvægan leik sem við ætlum okkur að vinna og þannig undirbúum við liðið,“ sagði Lars við vísi í dag. Ísland vann Letta tiltölulega auðveldlega, 3-0, í fyrri leik liðanna á síðasta ári, en hafa Lettarnir breyst síðan þá? „Þeir eru mun betri en síðast. Lettneska liðið breytti hugarfarinu eftir tapið gegn Hollandi. Liðið verst mjög vel, er skipulagt og beitir öflugum skyndisóknum,“ sagði Lars, en hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu? „Það sem við undirstrikum er sóknarþriðjungurinn. Við vorum ekki nógu góðir að sækja gegn Kasakstan. Við stýrðum leiknum vel og ég skil að leikmennirnir vildu halda boltanum því úrslitin skiptu mestu máli.“ „Við þurfum að komast aftur fyrir Lettana og ná góðum fyrirgjöfum. Ef við ætlum að skora þurfum við að gera betur en gegn Kasakstan,“ sagði Lars. Ísland vill komast upp í þriðja styrkeleikaflokk fyrir dráttinn til riðlakeppni EM sem gæti skipt sköpum þegar á mótið er komið. Hvað þarf að gerast svo þannig fari? Það fer eftir því hvaða lið komast en við þurfum held ég alltaf að vinna bæði Lettland og Tyrkland. Þessa stundina erum við í fjórða styrkleikaflokki en við eigum möguleika að komast ofar,“ sagði Lars Lagerbäck. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir mikinn mun á því að spila fyrir Krasnodar og landsliðið. 8. október 2015 14:30 Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið Miðjumaður karlalandsliðsins í fótbolta fer frábærlega af stað með svissnesku meisturunum í Basel. 8. október 2015 14:00 Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Landsliðsmaðurinn hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi liðsins í ensku B-deildinni síðustu vikurnar og segir hlutina geta breyst fljótt. 8. október 2015 15:15 Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, segir ekkert annað en sigur koma til greina í síðustu tveimur leikjum strákanna okkar í undankeppni EM 2016. Ísland mætir Lettlandi á laugardaginn og Tyrkjum ytra á þriðjudaginn, en Ísland á möguleika á að vinna sinn riðil í fyrsta skipti í sögunni. „Við lítum á leikinn gegn Lettum sem mjög mikilvægan leik sem við ætlum okkur að vinna og þannig undirbúum við liðið,“ sagði Lars við vísi í dag. Ísland vann Letta tiltölulega auðveldlega, 3-0, í fyrri leik liðanna á síðasta ári, en hafa Lettarnir breyst síðan þá? „Þeir eru mun betri en síðast. Lettneska liðið breytti hugarfarinu eftir tapið gegn Hollandi. Liðið verst mjög vel, er skipulagt og beitir öflugum skyndisóknum,“ sagði Lars, en hvað vill hann sjá frá íslenska liðinu? „Það sem við undirstrikum er sóknarþriðjungurinn. Við vorum ekki nógu góðir að sækja gegn Kasakstan. Við stýrðum leiknum vel og ég skil að leikmennirnir vildu halda boltanum því úrslitin skiptu mestu máli.“ „Við þurfum að komast aftur fyrir Lettana og ná góðum fyrirgjöfum. Ef við ætlum að skora þurfum við að gera betur en gegn Kasakstan,“ sagði Lars. Ísland vill komast upp í þriðja styrkeleikaflokk fyrir dráttinn til riðlakeppni EM sem gæti skipt sköpum þegar á mótið er komið. Hvað þarf að gerast svo þannig fari? Það fer eftir því hvaða lið komast en við þurfum held ég alltaf að vinna bæði Lettland og Tyrkland. Þessa stundina erum við í fjórða styrkleikaflokki en við eigum möguleika að komast ofar,“ sagði Lars Lagerbäck.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35 Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir mikinn mun á því að spila fyrir Krasnodar og landsliðið. 8. október 2015 14:30 Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið Miðjumaður karlalandsliðsins í fótbolta fer frábærlega af stað með svissnesku meisturunum í Basel. 8. október 2015 14:00 Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Landsliðsmaðurinn hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi liðsins í ensku B-deildinni síðustu vikurnar og segir hlutina geta breyst fljótt. 8. október 2015 15:15 Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Sjá meira
Jón Daði æfði ekki í dag vegna meiðsla Jón Daði Böðvarsson, framherji íslenska karlalandsliðsins, er að glíma við meiðsli og það er því ekki öruggt að hann geti spilað með íslenska landsliðinu á móti Lettum á laugardaginn. 8. október 2015 11:35
Ragnar: Tekur mig hálftíma að lesa eina grein í rússnesku blöðunum Miðvörður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta segir mikinn mun á því að spila fyrir Krasnodar og landsliðið. 8. október 2015 14:30
Birkir: Ekki saknað Ítalíu mikið undanfarið Miðjumaður karlalandsliðsins í fótbolta fer frábærlega af stað með svissnesku meisturunum í Basel. 8. október 2015 14:00
Jóhann Berg: Sé ekki eftir að hafa samið við Charlton Landsliðsmaðurinn hefur ekki áhyggjur af slæmu gengi liðsins í ensku B-deildinni síðustu vikurnar og segir hlutina geta breyst fljótt. 8. október 2015 15:15
Eiður: Ræði ekki nýjan samning fyrr en eftir tímabilið í Kína Segir að það gæti hentað undirbúningi sínum fyrir EM næsta sumar vel að spila áfram í Kína. 8. október 2015 11:59