Þungar áhyggjur á Landspítalanum af yfirvofandi verkföllum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. september 2015 19:01 Mikill meirihluti sjúkraliða og SFR félaga samþykkti í dag að fara í verkfall. Á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum og segir forstjórinn ljóst að eitthvað sé að kerfi sem leiði til sífelldra verkfalla á heilbrigðisstofnunum.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Niðurstaðan mjög afgerandi Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa síðan í vor staðið í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Deilan er í algjörum hnút og lítið hefur þokast í samkomulagsátt. Í dag kynntu forsvarsmenn félaganna þriggja niðurstöðu úr kosningu sjúkraliða og SFR félaga um verkfallsboðun en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Ríflega 90 prósent sjúkraliða samþykktu að fara í verkfall og 85 prósent SFR félaga. Kosningaþáttaka var á bilinu 64-70 prósent. „Niðurstaðan er mjög afgerandi í þessum kosningum. Það er mikill mikill meirihluti félagsmanna okkar sem vilja fara í þessar aðgerðir og ná þeim ávinningi sem við höfum lagt upp með,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Það eru rúmlega níutíu, níutíu og eitt prósent, sem segja já við því að fara í verkfall. Meira getur maður ekki beðið um upp á að vera ljóst hvað fólk vill. Í raun og veru má segja að maður finni bara fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar maður horfir á þessar tölur og hvað í vændum er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnEnn eitt verkfallið sem skaðar Landspítalann Verkfallsaðgerðirnar hefjast 15. október ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Þær ná til ríflega 1.100 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og hátt í 3.700 félagsmanna SFR en undanþágulistar verða þó á nokkrum stofnunum. Um styttri verkföll er að ræða til að byrja með hjá sumum hópum en allsherjarverkfall hefst strax 15. október á fjórum stofnunum. „Það eru Landspítalinn, ríkisskattstjóri, það er tollstjóri og það eru sýslumannsembættin á landinu,“ segir Árni Stefán. Verði af verkfallsaðgerðunum er þetta enn eitt verkfallið sem hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans á tæpu ári. Ríflega 1.600 starfsmenn spítalans eru í stéttarfélögunum tveimur. „Ég verð að segja það að við höfum þungar áhyggjur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Nú bætast enn við ný verkföll og það er varla að þeim síðustu sé lokið með þeim uppsögnum sem í kjölfarið fylgdu. Þannig að ég hef áhyggjur af áhrifunum, á Landspítalann og okkar starfsfólk og þó fyrst og fremst á sjúklinga, af þessum sífelldu skærum sem hafa nú staðið í næstum því ár.“ Páll segir endurtekin verkföll starfsfólks á heilbrigðisstofnunum taka á. „Það er alveg ljóst að það er eitthvað að kerfi sem að leiðir til þessara verkfalla,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Ég er að tala um kerfið í heild og ég bendi nú á að ríkissáttasemjari hefur nú verið að tala fyrir öðruvísi samráði og öðruvísi kerfi í kringum kjaradeilur sem dregur úr líkunum að til verkfalls leiði.“ Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn fyrir viku og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Mikill meirihluti sjúkraliða og SFR félaga samþykkti í dag að fara í verkfall. Á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna leggja niður störf eftir rúmar tvær vikur ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Stór hluti þeirra starfar á Landspítalanum og segir forstjórinn ljóst að eitthvað sé að kerfi sem leiði til sífelldra verkfalla á heilbrigðisstofnunum.Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.Niðurstaðan mjög afgerandi Sjúkraliðafélag Íslands, SFR-stéttarfélag í almannaþjónustu og Landssamband lögreglumanna hafa síðan í vor staðið í sameiginlegum kjaraviðræðum við ríkið. Deilan er í algjörum hnút og lítið hefur þokast í samkomulagsátt. Í dag kynntu forsvarsmenn félaganna þriggja niðurstöðu úr kosningu sjúkraliða og SFR félaga um verkfallsboðun en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt. Ríflega 90 prósent sjúkraliða samþykktu að fara í verkfall og 85 prósent SFR félaga. Kosningaþáttaka var á bilinu 64-70 prósent. „Niðurstaðan er mjög afgerandi í þessum kosningum. Það er mikill mikill meirihluti félagsmanna okkar sem vilja fara í þessar aðgerðir og ná þeim ávinningi sem við höfum lagt upp með,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR. „Það eru rúmlega níutíu, níutíu og eitt prósent, sem segja já við því að fara í verkfall. Meira getur maður ekki beðið um upp á að vera ljóst hvað fólk vill. Í raun og veru má segja að maður finni bara fyrir mikilli ábyrgðartilfinningu þegar maður horfir á þessar tölur og hvað í vændum er,“ segir Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands.Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.Mynd/LandspítalinnEnn eitt verkfallið sem skaðar Landspítalann Verkfallsaðgerðirnar hefjast 15. október ef ekki nást kjarasamningar fyrir þann tíma. Þær ná til ríflega 1.100 sjúkraliða sem starfa hjá ríkinu og hátt í 3.700 félagsmanna SFR en undanþágulistar verða þó á nokkrum stofnunum. Um styttri verkföll er að ræða til að byrja með hjá sumum hópum en allsherjarverkfall hefst strax 15. október á fjórum stofnunum. „Það eru Landspítalinn, ríkisskattstjóri, það er tollstjóri og það eru sýslumannsembættin á landinu,“ segir Árni Stefán. Verði af verkfallsaðgerðunum er þetta enn eitt verkfallið sem hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans á tæpu ári. Ríflega 1.600 starfsmenn spítalans eru í stéttarfélögunum tveimur. „Ég verð að segja það að við höfum þungar áhyggjur,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. „Nú bætast enn við ný verkföll og það er varla að þeim síðustu sé lokið með þeim uppsögnum sem í kjölfarið fylgdu. Þannig að ég hef áhyggjur af áhrifunum, á Landspítalann og okkar starfsfólk og þó fyrst og fremst á sjúklinga, af þessum sífelldu skærum sem hafa nú staðið í næstum því ár.“ Páll segir endurtekin verkföll starfsfólks á heilbrigðisstofnunum taka á. „Það er alveg ljóst að það er eitthvað að kerfi sem að leiðir til þessara verkfalla,“ segir hann. „Ég er ekki að segja að fólk eigi ekki að hafa verkfallsrétt. Ég er að tala um kerfið í heild og ég bendi nú á að ríkissáttasemjari hefur nú verið að tala fyrir öðruvísi samráði og öðruvísi kerfi í kringum kjaradeilur sem dregur úr líkunum að til verkfalls leiði.“ Síðasti samningafundur deiluaðila var haldinn fyrir viku og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45