Þjálfari Rosenborg: Íslenskur fótbolti er á flugi Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 13:30 Alexander Söderlund, fyrrv. framherji FH, og Hólmar Örn Eyjólfsson, á æfingu Rosenborg í gærkvöldi. vísir/valli Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var léttur og kátur í sólinni á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Vísir ræddi við hann eftir æfingu norska stórliðsins. Ingebrigtsen, sem er fyrrverandi leikmaður Rosenborg og goðsögn í Þrándheimi, tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir dapra byrjun og skilaði því í annað sætið.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Rosenborg er, undir hans stjórn, aftur orðið besta liðið í Noregi. Það er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri að fyrsta Noregsmeistaratitlinum síðan 2010 og þeim 23. í sögunni. Næsta verkefni er leikur gegn KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19.15. Ingebrigtsen ætlar sér auðvitað áfram en ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Við vitum að KR er gott lið. Við sáum báða leikina gegn Cork og þeir sögðu okkur mikið. KR-liðið er gott og spilar góðan fótbolta. Þetta verður jafn leikur en vonandi, ef við spilum okkar besta leik, náum við að vinna,“ sagði Ingebrigtsen við Vísi.Kåre Ingebrigtsen tók við Rosenborg í fyrra og er að gera góða hluti.vísir/gettyLáta okkur vita að við erum ekki meistarar Rosenborg er að spila vel heima fyrir þar sem liðið er í efsta sætinu og skorar mikið af mörkum. „Við leggjum mikið á okkur en auðvitað erum við líka með góða leikmenn,“ sagði Ingebrigtsen um velgengni Þrándheimsliðsins í Noregi í ár. „Við erum að fara þetta á liðsheildinni og allir í liðinu vita þeirra hlutverk. Okkar styrkleiki er liðsheildin en ekki einstaklingar þó við séum með góða einstaklinga líka.“ Rosenborg hefur þurft að sjá á eftir Noregsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár ár til Molde og Strömsgodset. Það er langur tími í Þrándheimi. „Fólkið er ekkert of þolinmótt í Þrándheimi þannig það lætur okkur alveg vita við hvert tækifæri að við erum ekki meistarar. Vonandi getum við þaggað niður í þeim bráðlega. Mótið er hálfnað og við erum að toppnum en það er löng leið að titlinum ennþá,“ sagði þjálfarinn.Ísland skilar alltaf að sér góðum leikmönnum Ingebrigtsen segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta. Hann hefur á löngum ferli komist í kynni við marga íslenska leikmenn og fylgist ágætlega með því sem hér er að gerast. „Ég hef séð marga leiki undanfarin ár og svo ég var í Viking áður þar sem ég þjálfaði 4-5 íslenska leikmenn. Ég veit að hér eru margir góðir leikmenn. Íslenskur fótbolti skilar alltaf af sér góðum, ungum leikmönnum,“ sagði Ingebrigtsen. „Maður sér bara hvað er að gerast hjá landsliðinu. Íslenskur fótbolti er á flugi. Vonandi heldur landsliðið ykkar bara áfram að fljúga hátt en við náum á móti að stöðva þetta flug aðeins með því að vinna KR,“ sagði Kåre Ingebrigtsen brosandi að lokum. Evrópudeild UEFA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Kåre Ingebrigtsen, þjálfari Rosenborg, var léttur og kátur í sólinni á Alvogen-vellinum í Vesturbænum í gærkvöldi þegar Vísir ræddi við hann eftir æfingu norska stórliðsins. Ingebrigtsen, sem er fyrrverandi leikmaður Rosenborg og goðsögn í Þrándheimi, tók við liðinu á síðustu leiktíð eftir dapra byrjun og skilaði því í annað sætið.Sjá einnig:Loksins kominn í lið sem vinnur fleiri leiki en það tapar Rosenborg er, undir hans stjórn, aftur orðið besta liðið í Noregi. Það er í efsta sæti norsku úrvalsdeildarinnar og stefnir hraðbyri að fyrsta Noregsmeistaratitlinum síðan 2010 og þeim 23. í sögunni. Næsta verkefni er leikur gegn KR í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld klukkan 19.15. Ingebrigtsen ætlar sér auðvitað áfram en ber virðingu fyrir íslenska liðinu. „Við vitum að KR er gott lið. Við sáum báða leikina gegn Cork og þeir sögðu okkur mikið. KR-liðið er gott og spilar góðan fótbolta. Þetta verður jafn leikur en vonandi, ef við spilum okkar besta leik, náum við að vinna,“ sagði Ingebrigtsen við Vísi.Kåre Ingebrigtsen tók við Rosenborg í fyrra og er að gera góða hluti.vísir/gettyLáta okkur vita að við erum ekki meistarar Rosenborg er að spila vel heima fyrir þar sem liðið er í efsta sætinu og skorar mikið af mörkum. „Við leggjum mikið á okkur en auðvitað erum við líka með góða leikmenn,“ sagði Ingebrigtsen um velgengni Þrándheimsliðsins í Noregi í ár. „Við erum að fara þetta á liðsheildinni og allir í liðinu vita þeirra hlutverk. Okkar styrkleiki er liðsheildin en ekki einstaklingar þó við séum með góða einstaklinga líka.“ Rosenborg hefur þurft að sjá á eftir Noregsmeistaratitlinum undanfarin fjögur ár ár til Molde og Strömsgodset. Það er langur tími í Þrándheimi. „Fólkið er ekkert of þolinmótt í Þrándheimi þannig það lætur okkur alveg vita við hvert tækifæri að við erum ekki meistarar. Vonandi getum við þaggað niður í þeim bráðlega. Mótið er hálfnað og við erum að toppnum en það er löng leið að titlinum ennþá,“ sagði þjálfarinn.Ísland skilar alltaf að sér góðum leikmönnum Ingebrigtsen segist bera mikla virðingu fyrir íslenskum fótbolta. Hann hefur á löngum ferli komist í kynni við marga íslenska leikmenn og fylgist ágætlega með því sem hér er að gerast. „Ég hef séð marga leiki undanfarin ár og svo ég var í Viking áður þar sem ég þjálfaði 4-5 íslenska leikmenn. Ég veit að hér eru margir góðir leikmenn. Íslenskur fótbolti skilar alltaf af sér góðum, ungum leikmönnum,“ sagði Ingebrigtsen. „Maður sér bara hvað er að gerast hjá landsliðinu. Íslenskur fótbolti er á flugi. Vonandi heldur landsliðið ykkar bara áfram að fljúga hátt en við náum á móti að stöðva þetta flug aðeins með því að vinna KR,“ sagði Kåre Ingebrigtsen brosandi að lokum.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira