Birkir: Gaman að stuðningsmennirnir söknuðu mín Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. júní 2015 11:40 Birkir Bjarnason á æfingu í dag. vísir/ernir Birkir Bjarnason, leikmaður Pescara á Ítalíu og íslenska landsliðsins í fótbolta, gat ekki tekið þátt í mikilvægum leik síns félagsliðs í gær. Íslenska landsliðið kallaði hann heim svo hann missti af seinni umspilsleik Pescara gegn Bologna um sæti í A-deildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fór 1-1 á heimavelli Bologna og komst Bologna þannig áfram. "Ég horfði bara á leikinn í tölvunni á streymi," sagði Birkir léttur við Vísi á æfingu landsliðsins í morgun. "Þetta var spennandi leikur, en þó hann hafi ekki farið eins og við vonuðum þá var þetta fínt tímabil fyrir okkur."Ánægður að vera á Íslandi Ástæða þess að Bologna komst áfram á jafntefli eftir tvo leiki er sú að liðið hafnaði ofar í deildinni, en mið er tekið af því í stað þess að fara í framlengingu og vítaspyrnukeppni. "Ég skil þetta alveg. Þeir voru fyrir ofan okkur í deildinni þannig það er skiljanlegt að þeir njóti góðs af því.," segir Birkir, en hvernig var að geta ekki spilað þennan leik? "Það var allt í lagi. Það var lítið sem ég gat gert því landsliðið átti rétt á að kalla mig heim og gerði það. Ég er bara ánægður að vera hérna á Íslandi og spila þennan leik á föstudaginn."Stuðningsmennirnir Blóðheitir Stuðningsmenn Pescara voru brjálaðir og létu Knattspyrnusambands Íslands heyra það á Facebook í gærkvöldi þar sem sambandinu var meðal annars líkt við hryðjuverkasamtökin ISIS. "Þeir eru blóðheitir og láta heyra í sér. Það er bara fínt að vita að þeir söknuðu mín," sagði Birkir og brosti, en hann spilaði vel á tímabilinu og skoraði mikið af mörkum. "Mér gekk mjög vel eftir jól og skoraði ellefu mörk. Í heildina var þetta mjög gott tímabil," sagði hann. Birkir er samningslaus hjá Pescara og óvíst er hvað verður um hann í sumar. "Ég veit ekki hvað gerist, við verðum bara að sjá til. Ég skoða hvað kemur upp í sumar og svo gerist það sem gerist," sagði Birkir, en kemur til greina að yfirgefa Ítalíu? "Ég skoða hvað sem er og svo sjáum við til. Ég hef það fínt á Ítalíu en ég get alveg fært mig eitthvað annað."Náðu að stoppa okkar spil Ísland mætir Tékklandi á föstudaginn í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016, en sigur hjá okkar strákum yrði risastórt skref í átt að Frakklandi. En hvað var það sem Tékkarnir gerðu svona vel þegar liðin mættust síðast? "Þeir spiluðu mjög góðan og taktískan leik síðast á móti okkur. Við reynum að læra af því hvernig þeir náðu að stoppa okkar spil. Við erum búnir að fara í gegnum það mjög vel og gerum það áfram fram að leik," sagði Birkir. Hann fagnar því að lykilmenn liðsins séu allir í góðu formi og mæta til leiks eftir flott tímabil í sínum deildum. "Það eru flestallir að spila í sínum liðum. Það eru allir í góðu formi og að spila vel þannig þetta lítur vel út," sagði Birkir Bjarnason. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00 Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Birkir Bjarnason, leikmaður Pescara á Ítalíu og íslenska landsliðsins í fótbolta, gat ekki tekið þátt í mikilvægum leik síns félagsliðs í gær. Íslenska landsliðið kallaði hann heim svo hann missti af seinni umspilsleik Pescara gegn Bologna um sæti í A-deildinni á næstu leiktíð. Leikurinn fór 1-1 á heimavelli Bologna og komst Bologna þannig áfram. "Ég horfði bara á leikinn í tölvunni á streymi," sagði Birkir léttur við Vísi á æfingu landsliðsins í morgun. "Þetta var spennandi leikur, en þó hann hafi ekki farið eins og við vonuðum þá var þetta fínt tímabil fyrir okkur."Ánægður að vera á Íslandi Ástæða þess að Bologna komst áfram á jafntefli eftir tvo leiki er sú að liðið hafnaði ofar í deildinni, en mið er tekið af því í stað þess að fara í framlengingu og vítaspyrnukeppni. "Ég skil þetta alveg. Þeir voru fyrir ofan okkur í deildinni þannig það er skiljanlegt að þeir njóti góðs af því.," segir Birkir, en hvernig var að geta ekki spilað þennan leik? "Það var allt í lagi. Það var lítið sem ég gat gert því landsliðið átti rétt á að kalla mig heim og gerði það. Ég er bara ánægður að vera hérna á Íslandi og spila þennan leik á föstudaginn."Stuðningsmennirnir Blóðheitir Stuðningsmenn Pescara voru brjálaðir og létu Knattspyrnusambands Íslands heyra það á Facebook í gærkvöldi þar sem sambandinu var meðal annars líkt við hryðjuverkasamtökin ISIS. "Þeir eru blóðheitir og láta heyra í sér. Það er bara fínt að vita að þeir söknuðu mín," sagði Birkir og brosti, en hann spilaði vel á tímabilinu og skoraði mikið af mörkum. "Mér gekk mjög vel eftir jól og skoraði ellefu mörk. Í heildina var þetta mjög gott tímabil," sagði hann. Birkir er samningslaus hjá Pescara og óvíst er hvað verður um hann í sumar. "Ég veit ekki hvað gerist, við verðum bara að sjá til. Ég skoða hvað kemur upp í sumar og svo gerist það sem gerist," sagði Birkir, en kemur til greina að yfirgefa Ítalíu? "Ég skoða hvað sem er og svo sjáum við til. Ég hef það fínt á Ítalíu en ég get alveg fært mig eitthvað annað."Náðu að stoppa okkar spil Ísland mætir Tékklandi á föstudaginn í mikilvægum leik í undankeppni EM 2016, en sigur hjá okkar strákum yrði risastórt skref í átt að Frakklandi. En hvað var það sem Tékkarnir gerðu svona vel þegar liðin mættust síðast? "Þeir spiluðu mjög góðan og taktískan leik síðast á móti okkur. Við reynum að læra af því hvernig þeir náðu að stoppa okkar spil. Við erum búnir að fara í gegnum það mjög vel og gerum það áfram fram að leik," sagði Birkir. Hann fagnar því að lykilmenn liðsins séu allir í góðu formi og mæta til leiks eftir flott tímabil í sínum deildum. "Það eru flestallir að spila í sínum liðum. Það eru allir í góðu formi og að spila vel þannig þetta lítur vel út," sagði Birkir Bjarnason.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00 Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28 Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Sjá meira
Alfreð: Ár sem mun gefa mér rosalega mikið Alfreð Finnbogason vill vera áfram hjá Real Sociedad þrátt fyrir lítinn spilatíma á sinni fyrstu leiktíð á Spáni. Honum fannst leiktíðin skemmtileg þótt erfitt hafi verið að sitja jafnmikið á bekknum og raun bar vitni. 10. júní 2015 06:00
Kolbeinn: Kominn tími til að fara frá Ajax Landsliðsframherjinn spilaði ekki mikið með hollenska liðinu á tímabilinu og skoðar sig um í sumar. 10. júní 2015 11:28
Aron Einar: Komið á óvart hversu frábær pabbi ég er Landsliðsfyrirliðinn í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, slær varla feilnótu hvort sem það er innan eða utan vallar þessa mánuðina. 10. júní 2015 06:30