Mikil reiði vegna afgreiðslu frumvarps Höskuldar úr þingnefnd Birgir Olgeirsson skrifar 1. júní 2015 11:50 Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar hefur vakið hörð viðbrögð. Visir Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að flytja skipulagsvald flugvallarins í Vatnsmýri frá borginni til ríkis, var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og er mikill hiti í mönnum. Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín Júlíusdóttir hafa gagnrýnt afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skiplagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugið er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Monday, June 1, 2015Hundruð milljarða í bætur ef frumvarpið verður að lögum Reykjavíkurborg hefur gagnrýnt frumvarið harkalega og sagt það fela í sér verulegt inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sé einn af hornsteinum stjórnarskrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Segir Reykjavíkurborg í umsögn um frumvarpið að í því felist ekkert annað en eignarupptaka lands. Ef þetta frumvarp verður að lögum eigi borgin því rétt á bótum sem geta varðar tugum eða hundruðum milljarða króna.Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelBoðað verði til aukalandsfundar SÍS Halldór Halldórsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en einnig er hann formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að í stefnu sambandsins segi að skipulagsvaldið sé einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga og sú stefna hafi verið samþykkt á landsþingi sambandsins þar sem allir fulltrúar allra 74 sveitarfélaganna koma saman og samþykkja. Hann segir Sambandið ekki geta annað en lagst gegn því að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögum. „Alveg sama í hvaða tileflli það á við og fyrir því eru landsþingssamþykktir og eina sem getur breytt því er landsþingið sjálft,“ segir Halldór í samtali við Vísi og bætir við að ef einhverskonar viðhorfsbreyting er að verða til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga þá verði að boða til aukalandsfundar þar sem þetta málið verður tekið fyrir.Láta flugvöllinn í friði þar til framhaldið er ljóst Hann segir frumvarpið koma fram á þessum tími því mikill hiti sé í mönnum. „Því þeir sjá fyrir sér að það sé verið að loka fyrir hluta innanlandsflugsins og borgin ætli að loka innanlandsflugið úti í síðasta lagi árið 2024 eins og aðalskipulagið er í dag,“ segir Halldór. „Ég hef sagt í borgarstjórn alveg síðan ég kom hérna inn, og við höfum flutt um það tillögur, látið þennan flugvöll í friði þar til eitthvað er ljóst varðandi framhaldið. Ekki vera að hræra í þessu þegar Rögnu-nefndin hefur ekki skilað af sér og við vitum ekki hvort það er til annað flugvallarstæði eða ekki. Það er voða einfalt skilyrði finnst manni. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.“ Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Frumvarp Höskuldar Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um að flytja skipulagsvald flugvallarins í Vatnsmýri frá borginni til ríkis, var afgreitt úr umhverfis- og skipulagsnefnd Alþingis í morgun og er mikill hiti í mönnum. Þingmennirnir Svandís Svavarsdóttir, Róbert Marshall og Katrín Júlíusdóttir hafa gagnrýnt afgreiðslu frumvarpsins úr nefnd harkalega en þau segja það hafa farið gerbreytt úr nefndinni þannig að skiplagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugið er tekið af sveitarfélögum, þar með talin Akureyri og Egilsstaðir.Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar...Posted by Katrín Júlíusdóttir on Monday, June 1, 2015Hundruð milljarða í bætur ef frumvarpið verður að lögum Reykjavíkurborg hefur gagnrýnt frumvarið harkalega og sagt það fela í sér verulegt inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga sem sé einn af hornsteinum stjórnarskrárvarins sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga. Segir Reykjavíkurborg í umsögn um frumvarpið að í því felist ekkert annað en eignarupptaka lands. Ef þetta frumvarp verður að lögum eigi borgin því rétt á bótum sem geta varðar tugum eða hundruðum milljarða króna.Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðisflokks í borginni og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fréttablaðið/DaníelBoðað verði til aukalandsfundar SÍS Halldór Halldórsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins en einnig er hann formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hann segir að í stefnu sambandsins segi að skipulagsvaldið sé einn af hornsteinum sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga og sú stefna hafi verið samþykkt á landsþingi sambandsins þar sem allir fulltrúar allra 74 sveitarfélaganna koma saman og samþykkja. Hann segir Sambandið ekki geta annað en lagst gegn því að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögum. „Alveg sama í hvaða tileflli það á við og fyrir því eru landsþingssamþykktir og eina sem getur breytt því er landsþingið sjálft,“ segir Halldór í samtali við Vísi og bætir við að ef einhverskonar viðhorfsbreyting er að verða til sjálfstjórnarréttar sveitarfélaga þá verði að boða til aukalandsfundar þar sem þetta málið verður tekið fyrir.Láta flugvöllinn í friði þar til framhaldið er ljóst Hann segir frumvarpið koma fram á þessum tími því mikill hiti sé í mönnum. „Því þeir sjá fyrir sér að það sé verið að loka fyrir hluta innanlandsflugsins og borgin ætli að loka innanlandsflugið úti í síðasta lagi árið 2024 eins og aðalskipulagið er í dag,“ segir Halldór. „Ég hef sagt í borgarstjórn alveg síðan ég kom hérna inn, og við höfum flutt um það tillögur, látið þennan flugvöll í friði þar til eitthvað er ljóst varðandi framhaldið. Ekki vera að hræra í þessu þegar Rögnu-nefndin hefur ekki skilað af sér og við vitum ekki hvort það er til annað flugvallarstæði eða ekki. Það er voða einfalt skilyrði finnst manni. Ég er ennþá þeirrar skoðunar.“
Alþingi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira