Áhyggjur vegna verkfalls í flugstöðinni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. maí 2015 23:20 Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. Um þrjátíu yfirmenn hafa heimild til að ganga í þeirra störf og ljóst að flugumferð mun því að mestu lamast. Hvorki Icelandair né Flugfélagið WOW hafa gripið til neinna ráðstafanna vegna yfirvofandi verkfalls í flugstöðinni. Farþegar hringja mikið í félagið og eru áhyggjufullir en Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, segir að vonast sé til þess að deilan leysist áður en til verkfalls kemur.Fólk kemst ekki leiðar sinnarKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist ekki eiga von á öðru miðað við hægaganginn í samningaviðræðunum en að til verkfallsins um mánaðarmótin komi. Nær allir sem komi að afgreiðslu flugvéla og innritun farþega, auk starfsmanna á söluskrifstofu, fara í verkfall. „Síminn stoppar ekki, eða tölvupósturinn,“ segir Kristján. „Fólk vill fá upplýsingar um það hvað þetta þýði. Það verður röskun á fluginu og það hefur þær afleiðingar að fólk kemst ekki leiðar sinnar. Það er alveg ljóst.“Farþegum fjölgar en launin standa í staðKristján minnir á að síðar, eða 4. og 5. júní, kemur til verkfalls þeirra sem afgreiða eldsneyti á flugvélarnar. „Síðast þegar ég vissi var það óheppilegt að vera á bensínlausum flugvélum í loftinu.“ Kristján segir að fólk sé bálreitt og það sýni gríðarleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall. Þrefalt fleiri en venjulega greiddu atkvæði og 97 prósent samþykktu verkfall. „Það er alveg sjóðandi hiti.“ „Þetta er það sem við verðum að gera,“ segir Berglind Sunna Bragadóttir, trúnaðarmaður hjá IGS. „Fólkið okkar er orðið langþreytt á því að álagið aukist með hverju árinu sem líður. Fleiri flugfélög vilja fljúga hingað, farþegafjöldinn margfaldast með hverju ári en launin okkar standa í stað.“ Verkfall 2016 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Um það bil fimm hundruð starfsmenn leggja niður störf í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um mánaðamótin ef ekki semst fyrir þann tíma. Um þrjátíu yfirmenn hafa heimild til að ganga í þeirra störf og ljóst að flugumferð mun því að mestu lamast. Hvorki Icelandair né Flugfélagið WOW hafa gripið til neinna ráðstafanna vegna yfirvofandi verkfalls í flugstöðinni. Farþegar hringja mikið í félagið og eru áhyggjufullir en Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða, segir að vonast sé til þess að deilan leysist áður en til verkfalls kemur.Fólk kemst ekki leiðar sinnarKristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segist ekki eiga von á öðru miðað við hægaganginn í samningaviðræðunum en að til verkfallsins um mánaðarmótin komi. Nær allir sem komi að afgreiðslu flugvéla og innritun farþega, auk starfsmanna á söluskrifstofu, fara í verkfall. „Síminn stoppar ekki, eða tölvupósturinn,“ segir Kristján. „Fólk vill fá upplýsingar um það hvað þetta þýði. Það verður röskun á fluginu og það hefur þær afleiðingar að fólk kemst ekki leiðar sinnar. Það er alveg ljóst.“Farþegum fjölgar en launin standa í staðKristján minnir á að síðar, eða 4. og 5. júní, kemur til verkfalls þeirra sem afgreiða eldsneyti á flugvélarnar. „Síðast þegar ég vissi var það óheppilegt að vera á bensínlausum flugvélum í loftinu.“ Kristján segir að fólk sé bálreitt og það sýni gríðarleg þátttaka í atkvæðagreiðslu um verkfall. Þrefalt fleiri en venjulega greiddu atkvæði og 97 prósent samþykktu verkfall. „Það er alveg sjóðandi hiti.“ „Þetta er það sem við verðum að gera,“ segir Berglind Sunna Bragadóttir, trúnaðarmaður hjá IGS. „Fólkið okkar er orðið langþreytt á því að álagið aukist með hverju árinu sem líður. Fleiri flugfélög vilja fljúga hingað, farþegafjöldinn margfaldast með hverju ári en launin okkar standa í stað.“
Verkfall 2016 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira