Styrktu verkfallssjóði BHM um 15 milljónir Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2015 13:22 Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, afhenti Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM, styrkinn. Vísir/Vilhelm SFR, eða Stéttarfélag í almannaþjónustu, styrkti í dag verkfallssjóði Bandalags háskólamanna um 15 milljónir króna. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, afhenti Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM, styrkinn sem kemur úr Vinnudeilusjóði SFR á fjölmennum fundi félagsmanna BHM í dag. Með því sýndi SFR samstöðu með félagsmönnum BHM samkvæmt tilkynningu frá SFR. Árni Stefán las upp og afhenti síðan Þórunni Sveinbjarnardóttur formanni BHM bréf þar sem SFR lýsir yfir stuðningi við bandalagið í þeirri harkalegu kjarabaráttu sem nú stendur yfir. Nokkur hundruð félagsmenn BHM voru á fundinum og fögnuðu orðum Árna Stefáns ákaft og Þórunn þakkaði fyrir þann kærkomna peningastuðning sem þarna var veittur og þeim mikla samhug sem honum fylgir. Hér má sjá innihald bréfsins sem Árni Stefán las og afhenti Þórunni:Sú alvarlega staða sem komin er upp á vinnumarkaði kallar á ríka samstöðu stéttarfélaga og bandalaga. Ríkisvaldið og Samtök atvinnulífsins hafa sýnt af sér fádæma getuleysi í að koma fram með trúverðugum hætti í yfirstandandi kjaraviðræðum. Í þessari stöðu þarf launafólk að standa saman.SFR stéttarfélag í almannaþjónustu styður félaga sína innan BHM sem hafa staðið í harkalegri kjarabaráttu undanfarnar vikur.Eitt af meginhlutverkum stéttarfélaga er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna og nú er staðan sú í kjarasamningsviðræðum að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Kjör og réttindi launafólks eru í húfi. Í slíkum aðstæðum er samstaðan mikilvæg, ekki bara samstaða innan félaga og aðildarsamtaka heldur einnig milli stéttarfélaga sem standa í svipuðum sporum. Aðgerðum eins og þeim sem BHM stendur nú í fylgir mikill kostnaður auk álags og óvissu fyrir félagsmenn.SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu og Vinnudeilusjóður félagsins hefur í ljósi þessa ákveðið að færa BHM 15.000.000.- til að styrkja bandalagið í þeim hörðu átökum sem nú standa yfir.SFR vill með þessu sýna samhug sinn í verki og styðja þannig við félagsmenn BHM og þá kjarabaráttu sem þeir nú standa í. Verkfall 2016 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
SFR, eða Stéttarfélag í almannaþjónustu, styrkti í dag verkfallssjóði Bandalags háskólamanna um 15 milljónir króna. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, afhenti Þórunni Sveinbjarnardóttur, formanni BHM, styrkinn sem kemur úr Vinnudeilusjóði SFR á fjölmennum fundi félagsmanna BHM í dag. Með því sýndi SFR samstöðu með félagsmönnum BHM samkvæmt tilkynningu frá SFR. Árni Stefán las upp og afhenti síðan Þórunni Sveinbjarnardóttur formanni BHM bréf þar sem SFR lýsir yfir stuðningi við bandalagið í þeirri harkalegu kjarabaráttu sem nú stendur yfir. Nokkur hundruð félagsmenn BHM voru á fundinum og fögnuðu orðum Árna Stefáns ákaft og Þórunn þakkaði fyrir þann kærkomna peningastuðning sem þarna var veittur og þeim mikla samhug sem honum fylgir. Hér má sjá innihald bréfsins sem Árni Stefán las og afhenti Þórunni:Sú alvarlega staða sem komin er upp á vinnumarkaði kallar á ríka samstöðu stéttarfélaga og bandalaga. Ríkisvaldið og Samtök atvinnulífsins hafa sýnt af sér fádæma getuleysi í að koma fram með trúverðugum hætti í yfirstandandi kjaraviðræðum. Í þessari stöðu þarf launafólk að standa saman.SFR stéttarfélag í almannaþjónustu styður félaga sína innan BHM sem hafa staðið í harkalegri kjarabaráttu undanfarnar vikur.Eitt af meginhlutverkum stéttarfélaga er að standa vörð um hagsmuni félagsmanna sinna og nú er staðan sú í kjarasamningsviðræðum að nauðsynlegt hefur verið að grípa til aðgerða. Kjör og réttindi launafólks eru í húfi. Í slíkum aðstæðum er samstaðan mikilvæg, ekki bara samstaða innan félaga og aðildarsamtaka heldur einnig milli stéttarfélaga sem standa í svipuðum sporum. Aðgerðum eins og þeim sem BHM stendur nú í fylgir mikill kostnaður auk álags og óvissu fyrir félagsmenn.SFR - stéttarfélag í almannaþjónustu og Vinnudeilusjóður félagsins hefur í ljósi þessa ákveðið að færa BHM 15.000.000.- til að styrkja bandalagið í þeim hörðu átökum sem nú standa yfir.SFR vill með þessu sýna samhug sinn í verki og styðja þannig við félagsmenn BHM og þá kjarabaráttu sem þeir nú standa í.
Verkfall 2016 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira