Samtalið mætti vera öflugra og meira Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 11. maí 2015 21:40 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur enn ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu í þeim málum sem eru á hans borði. Of mikið beri á milli deiluaðila um grundvallaratriði. Þetta kom fram í Umræðunni í kvöld. Þar lýsti ríkissáttasemjari þungum áhyggjum yfir boðuðum verkföllum í lok þessa mánaðar. „Ég held að það verði ekki mjög mikil þolinmæði eftir í landinu þegar svona stórir hópar eru komnir í verkfall,” segir Magnús. Magnús sagði bæði launþega og launagreiðendur hafa unnið vel saman eftir hrun, sem hafi ekki verið sjálfsagt, en í samningum 2013 og 2014 hafi verið farið að hrikta í þeim stoðum. „Það lá ljóst fyrir 2013 og 2014 að það voru ekki allir á eitt sáttir.” Aðspurður um traust milli deiluaðila og aðkomu ríkisvaldsins að samningum sagði Magnús langa hefð vera fyrir því að ríkið komi að kjarasamningum og að samtalið sé milli þessara þriggja aðila, launþega, launagreiðenda og ríkisins. Magnús sagði ríkið hafa tvíþætt hlutverk annars vegar sem vinnuveitandi en líka „sem leiðandi aðili í landinu fyrir afkomu fólks. Þar hefur ríkið mest að segja.“ Jafnframt sagði hann okkur ekki vera komin á þann stað að ríkið geti dregið sitt út úr kjarasamningum. „Ég held að ríkið eigi að vera þátttakandi í kjarasamningum,” segir hann. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að ríkisvaldið legði ekki spilin á borðið áður en aðrir hefðu sýnt á sín spil: „Ríkið byrjar ekki að leggja á borðið án þess að vita hvað hinir ætla sér eða áforma. Þannig að þetta hangir saman. Ég held að þetta sé þriggja aðila samtal sem mætti vera öflugra og meira.”Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari telur enn ekki tímabært að leggja fram miðlunartillögu í þeim málum sem eru á hans borði. Of mikið beri á milli deiluaðila um grundvallaratriði. Þetta kom fram í Umræðunni í kvöld. Þar lýsti ríkissáttasemjari þungum áhyggjum yfir boðuðum verkföllum í lok þessa mánaðar. „Ég held að það verði ekki mjög mikil þolinmæði eftir í landinu þegar svona stórir hópar eru komnir í verkfall,” segir Magnús. Magnús sagði bæði launþega og launagreiðendur hafa unnið vel saman eftir hrun, sem hafi ekki verið sjálfsagt, en í samningum 2013 og 2014 hafi verið farið að hrikta í þeim stoðum. „Það lá ljóst fyrir 2013 og 2014 að það voru ekki allir á eitt sáttir.” Aðspurður um traust milli deiluaðila og aðkomu ríkisvaldsins að samningum sagði Magnús langa hefð vera fyrir því að ríkið komi að kjarasamningum og að samtalið sé milli þessara þriggja aðila, launþega, launagreiðenda og ríkisins. Magnús sagði ríkið hafa tvíþætt hlutverk annars vegar sem vinnuveitandi en líka „sem leiðandi aðili í landinu fyrir afkomu fólks. Þar hefur ríkið mest að segja.“ Jafnframt sagði hann okkur ekki vera komin á þann stað að ríkið geti dregið sitt út úr kjarasamningum. „Ég held að ríkið eigi að vera þátttakandi í kjarasamningum,” segir hann. Hann sagðist hins vegar hafa skilning á því að ríkisvaldið legði ekki spilin á borðið áður en aðrir hefðu sýnt á sín spil: „Ríkið byrjar ekki að leggja á borðið án þess að vita hvað hinir ætla sér eða áforma. Þannig að þetta hangir saman. Ég held að þetta sé þriggja aðila samtal sem mætti vera öflugra og meira.”Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Umræðan Verkfall 2016 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira