Að vera geislafræðingur Nellý Pétursdóttir skrifar 15. maí 2015 10:46 Ég er geislafræðingur og hef verið í níu ár. Á þessum níu árum hef ég upplifað ansi margt. Ég vinn hjá Geislavörnum ríkisins og er aðallega að vinna við eftirlit með tækjum sem nota röntgengeisla. Ég vann þar áður á Landspítalanum í næstum því átta ár í Fossvoginum og tók þar á móti ansi mörgum slysum, mörgum ljótum. Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki. Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn. Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja. Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni. Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni. Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig. Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum. Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ég er geislafræðingur og hef verið í níu ár. Á þessum níu árum hef ég upplifað ansi margt. Ég vinn hjá Geislavörnum ríkisins og er aðallega að vinna við eftirlit með tækjum sem nota röntgengeisla. Ég vann þar áður á Landspítalanum í næstum því átta ár í Fossvoginum og tók þar á móti ansi mörgum slysum, mörgum ljótum. Ég hef þurft að mynda vini og ættingja illa slasaða eða hugsanlega slasaða, þá þurfti ég heldur betur að bíta á jaxlinn. Það er nefnilega þannig að þegar þú ert á kvöldvakt eða næturvakt þá eru fáir í vinnu og þú getur ekki valið þér verkefni. Maður verður að mynda þá sem koma inn vegna slysa eða alvarlegra veikinda, hvort sem þú þekkir viðkomandi eða ekki. Þegar ég mætti til vinnu vissi ég aldrei hvernig dagurinn yrði, hvort það yrði mikið eða lítið að gera, hvort dagurinn yrði erfiður eða ekki, hvort maður þyrfti að setja upp harða skel eða ekki til að komast í gegnum verkefnið. Þannig hef ég ótal sinnum þurft að hlaupa til að bjarga mannslífum og oft þurft harða skel á meðan til að geta unnið mína vinnu. Það er nefnilega ekki auðvelt að fá illa slasaða manneskju í myndatöku og vita vart hvort manneskjan lifir eða ekki. Það er mikill hasar í kringum slíkar myndatökur og margir sem fylgja manneskjunni í myndatökuna. Við vinnum öll sem eitt og eina markmiðið er að bjarga manneskjunni sem liggur á bekknum nær dauða en lífi. Raunar er helsta markmið geislafræðings að hjálpa fólki. Maður gaf sig allan i það að hjálpa. Oft var maður svo þreyttur eftir vinnudaginn að maður gerði ekki meira þann daginn. Maður reyndi að skilja vinnuna eftir en oft gat maður ekki varist hugsunum um hvernig hafi farið hjá þeim sem maður myndaði til dæmis hvort að maðurinn með heilablæðinguna hafi lifað af, hvort barnið sem slasaðist illa við að detta af skiptiborði sé í lagi, hvort hægt sé að bjarga manninum sem greindist með heilakrabbamein, hvort þessi úr bílslysinu hafi lifað af, hvort maðurinn úr vinnuslysinu hafi haldið fótunum og svo mætti lengi telja. Svo hugsar maður stundum um þennan sem var svo ósamvinnuþýður að hann kýldi samstarfskonu manns eða þennan sem elti samstarfskonu manns þannig að hún varð að læsa sig inni. Oft var mér hugsað um þennan sem reis upp í miðju slysaskanni í tölvusneiðmyndatækinu og reif úr sér æðalegginn þannig að það var blóð út um allt eða þennan sem ældi yfir tölvusneiðmyndatækið eða þennan sem ældi inni i segulómtækinu. Oft hugsa ég enn um allt sem ég upplifði, sumt situr í manni. Já, ég og samstarfsfólk mitt höfum þurft að takast á við alls konar aðstæður og oft þurft að fara og skipta um föt vegna þess að það blæddi á okkur, það var ælt á okkur eða eitthvað annað helltist yfir okkur. En við reynum að gera þetta allt án þess að manneskjan sem við erum að mynda finni nokkurn tímann fyrir því að þetta sé erfitt fyrir okkur þar sem að okkar eina markmið er að hjálpa og reyna að láta viðkomandi finna fyrir öryggi og hlýju, sama í hvaða ástandi þú ert eða hvað er að hrjá þig. Það er afskaplega erfitt að vera í verkfalli, það var ekkert auðvelt að kjósa já við verkfalli. Það var heldur ekki gert í fljótræði. Ríkið hefur haft ár til að semja við okkur en ekkert hefur gengið. Það var neyðarúrræði að fara í verkfall til að fá viðsemjandann að samningaborðinu. Nú á sjöttu viku í verkfalli er loksins eins og það sé eitthvað að þokast i samningaviðræðum. Ég vona innilega að það verði samið sem fyrst svo spítalinn fái allt fólkið sitt til baka aftur og ástandinu þar ljúki sem fyrst.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar