Forsætisráðherra kvartar undan leka úr samráðshópi Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2015 19:27 Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að erfitt væri að miðla upplýsingum um áætlanir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta þegar trúnaðarupplýsingum af fundum samráðshóps þingflokka um málið væri lekið til fjölmiðla. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra um óheilindi vegna þessara ummmæla. Á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var forsætisráðherra spurður um aðgerðir um afnám gjaldeyrishafta. Hann var jafnframt gagnrýndur fyrir skort á upplýsingum til þingsins. Forsætisráðherra sagði bæði þing og kröfuhafa upplýst eins og hægt væri en gæta þyrfti að þjóðarhagsmunum. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata kvörtuðu bæði undan því á Alþingi í dag að fundir í samráðshópi stjórnvalda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afnám gjaldeyrishafta væru fátíðir. Sagði Guðmundur stjórnarandstöðuna helst fá misvísandi fréttir um málið í fjölmiðlum. Síðasti fundur samráðshópsins var hinn 8. desember en á landsþingi Framsóknar nýlega boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frumvarp um losun hafta með útgönguskatti fyrir þinglok. „Hins vegar dreg ég ekki dul á það að það setti töluvert strik í reikninginn þegar eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upplýsingum til fjölmiðla og farið í viðtöl jafnvel til að lýsa því sem gerðist á þessum fundi og raunar á margan hátt dregin upp röng mynd af því,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar brugðust margir illa við þessum ásökunum forsætisráðherra við leka. Vegna viðtala sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafði veitt eftir fundinn í desember töldu þingmenn forsætisráðherra vera að væna hann pesónulega um leka á trúnaðargögnum, en forsætisráðherra nefndi hann ekki á nafn. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG sagði upplýsingar um áætlanir stjórnvalda hafa birst dagana fyrir fund samráðsnefndarinnar í desember og þá aðallega í Morgunblaðinu. „Það komu engar nýjar upplýsingar fram í fjölmiðlum eftir þennan fund. Enga. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjölmiðla dagana á undan. Í einhverju geðvonskukasti einhvers starfsmanns í fjármálaráðuneytinu var sendur tölvupóstur um að þarna hefði átt sér stað eitthvað trúnaðarbrot sem er innistæðulaust með öllu,“ sagði Steingrímur. Foræstisráðherra sagði í fyrsta lagi óviðeigandi að tala með þessum hætti um embættismenn. „Í örðu lagi var þetta ekki einhver önugur embættismaður. Þetta var formaður nefndarinnar. Sem gerði fulltrúum flokkanna í nefndinni grein fyrir því, að í ljósi þess að það hefði orðið þessi alvarlegi trúnaðarbrestur sæi hann ekki ástæðu til að halda fleiri fundi fyrr en að úr þeim málum hefði verið leyst,“ sagði Sigmundur Davíð. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að erfitt væri að miðla upplýsingum um áætlanir stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta þegar trúnaðarupplýsingum af fundum samráðshóps þingflokka um málið væri lekið til fjölmiðla. Stjórnarandstaðan sakaði forsætisráðherra um óheilindi vegna þessara ummmæla. Á fyrirspurnartíma á Alþingi í dag var forsætisráðherra spurður um aðgerðir um afnám gjaldeyrishafta. Hann var jafnframt gagnrýndur fyrir skort á upplýsingum til þingsins. Forsætisráðherra sagði bæði þing og kröfuhafa upplýst eins og hægt væri en gæta þyrfti að þjóðarhagsmunum. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar og Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata kvörtuðu bæði undan því á Alþingi í dag að fundir í samráðshópi stjórnvalda með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna um afnám gjaldeyrishafta væru fátíðir. Sagði Guðmundur stjórnarandstöðuna helst fá misvísandi fréttir um málið í fjölmiðlum. Síðasti fundur samráðshópsins var hinn 8. desember en á landsþingi Framsóknar nýlega boðaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra frumvarp um losun hafta með útgönguskatti fyrir þinglok. „Hins vegar dreg ég ekki dul á það að það setti töluvert strik í reikninginn þegar eftir einn slíkan fund var farið að dreifa upplýsingum til fjölmiðla og farið í viðtöl jafnvel til að lýsa því sem gerðist á þessum fundi og raunar á margan hátt dregin upp röng mynd af því,“ sagði forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar brugðust margir illa við þessum ásökunum forsætisráðherra við leka. Vegna viðtala sem Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hafði veitt eftir fundinn í desember töldu þingmenn forsætisráðherra vera að væna hann pesónulega um leka á trúnaðargögnum, en forsætisráðherra nefndi hann ekki á nafn. Steingrímur J. Sigfússon þingmaður VG sagði upplýsingar um áætlanir stjórnvalda hafa birst dagana fyrir fund samráðsnefndarinnar í desember og þá aðallega í Morgunblaðinu. „Það komu engar nýjar upplýsingar fram í fjölmiðlum eftir þennan fund. Enga. Það er hægt að sanna með því að fara yfir umfjöllun fjölmiðla dagana á undan. Í einhverju geðvonskukasti einhvers starfsmanns í fjármálaráðuneytinu var sendur tölvupóstur um að þarna hefði átt sér stað eitthvað trúnaðarbrot sem er innistæðulaust með öllu,“ sagði Steingrímur. Foræstisráðherra sagði í fyrsta lagi óviðeigandi að tala með þessum hætti um embættismenn. „Í örðu lagi var þetta ekki einhver önugur embættismaður. Þetta var formaður nefndarinnar. Sem gerði fulltrúum flokkanna í nefndinni grein fyrir því, að í ljósi þess að það hefði orðið þessi alvarlegi trúnaðarbrestur sæi hann ekki ástæðu til að halda fleiri fundi fyrr en að úr þeim málum hefði verið leyst,“ sagði Sigmundur Davíð.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira