Sýslumaður á Norðurlandi eystra skorar á meðlimi trúfélagsins Zuism að gefa sig fram Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2015 13:54 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra er með aðsetur á Húsavík. Vísir/GVA „Það hefur enginn gefið sig fram,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur skorað á þá sem telja sig veita trúfélaginu Zuism forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir sléttri viku og var meðlimum trúfélagsins gefinn tveggja vikna frestur til að verða við þessari áskorun. Um síðustu áramót voru þrír skráðir í félagið en nú stendur til að taka félagið af skrá og þarf að tilkynna afskráninguna til forstöðumannsins. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins sem tók gildi í fyrra þarf að lágmarki 25 meðlimi svo heimilt sé að skrá trúfélag eða lífskoðunarfélag. „Þetta er almenn aðferð sem er farin ef þarf að birta einhverjum eitthvað. Í þessu tilviki höfðum við tilkynningu um hver var forstöðumaður en hann telur sig ekki vera það lengur og ekki svara fyrir félagið. Þá verðum við að óska eftir því að forstöðumaðurinn gefi sig fram,“ segir Halldór Þormar í samtali við Vísi um málið. Hann á ekki mikla von á því að einhver gefi sig fram úr þessu. „Án þess að ég geti sagt eitthvað til um það fyrir fram.“Stundinfjallaði um trúfélagið fyrr í mánuðinum en þar kom fram að Ólafur Helgi Þorgrímsson hefði verið forstöðumaður Zuism. Hann sagði við Stundina að hann hefði einungis verið nokkra mánuði í félaginu og viti lítið um starfsemi þess í dag. Zuismi voru trúarbrögð þeirra sem byggðu Súmer, landsvæði í Efratdalnum í Mesópótamíu en þar þróaðist blómleg menning um 3.500 árum fyrir Krist. Þar var því trúað að heiminum væri stjórnað af ódauðlegum verum sem höfðu mennska ásýnd en bjuggu yfir ofurmannlegum kröftum. Trúmál Zuism Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
„Það hefur enginn gefið sig fram,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur skorað á þá sem telja sig veita trúfélaginu Zuism forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir sléttri viku og var meðlimum trúfélagsins gefinn tveggja vikna frestur til að verða við þessari áskorun. Um síðustu áramót voru þrír skráðir í félagið en nú stendur til að taka félagið af skrá og þarf að tilkynna afskráninguna til forstöðumannsins. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins sem tók gildi í fyrra þarf að lágmarki 25 meðlimi svo heimilt sé að skrá trúfélag eða lífskoðunarfélag. „Þetta er almenn aðferð sem er farin ef þarf að birta einhverjum eitthvað. Í þessu tilviki höfðum við tilkynningu um hver var forstöðumaður en hann telur sig ekki vera það lengur og ekki svara fyrir félagið. Þá verðum við að óska eftir því að forstöðumaðurinn gefi sig fram,“ segir Halldór Þormar í samtali við Vísi um málið. Hann á ekki mikla von á því að einhver gefi sig fram úr þessu. „Án þess að ég geti sagt eitthvað til um það fyrir fram.“Stundinfjallaði um trúfélagið fyrr í mánuðinum en þar kom fram að Ólafur Helgi Þorgrímsson hefði verið forstöðumaður Zuism. Hann sagði við Stundina að hann hefði einungis verið nokkra mánuði í félaginu og viti lítið um starfsemi þess í dag. Zuismi voru trúarbrögð þeirra sem byggðu Súmer, landsvæði í Efratdalnum í Mesópótamíu en þar þróaðist blómleg menning um 3.500 árum fyrir Krist. Þar var því trúað að heiminum væri stjórnað af ódauðlegum verum sem höfðu mennska ásýnd en bjuggu yfir ofurmannlegum kröftum.
Trúmál Zuism Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira