Laun stjórnarmanna hækkuð um 33 prósent: „Það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. apríl 2015 16:18 Vilhjálmur skýtur föstum skotum á Samtök atvinnulífins. vísir/gva/anton brink „Hvað getur maður eiginlega sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent. Þar innandyra er stjórnarmaður sem er aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins,“ segir Vilhjálmur og á þar við Rannveigu Rist.Öskra á launafólk Vilhjálmur segir þetta vera mikla hræsni og reiti bara íslenskt verkafólk til reiði. „Það er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að þessir menn standa hér og öskra á launafólk en það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk. Svona verður auðvitað ekkert mætt nema bara með fullri hörku.“ Vilhjálmur skrifar í pistli á síðu Verkalýðsfélagsins að starfsmenn HB Granda séu æfir af reiði. „Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi áður sagt að þau séu ekki hrifin af krónutöluhækkunum og að samtökin vilji frekar sjá prósentuhækkanir.Myndi skila fiskvinnslufólki 80.000 króna hækkun „Gott og vel, ef að fiskvinnslufólki í HB Granda stendur til boða 33% launahækkun við undirskrift, þá er Verkalýðsfélag Akraness til í það, bara koma með samningsdrögin og það verður skrifað undir einn, tveir og þrír. Enda myndi slík prósentuhækkun skila fiskvinnslufólki HB Granda um 80.000 kr. launahækkun á mánuði. Ef að þetta er nálgun sem Samtök atvinnulífsins vilja klára samningana á, ekki krónutöluhækkun heldur sama prósentuhækkun og stjórnarmenn HB Granda fengu síðastliðinn föstudaginn, þá ítrekar VLFA að það yrði samþykkt.“ Aðalfundur HB Granda samþykkti á föstudaginn að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. Arðurinn verður greiddur út í lok þessa mánaðar en þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns HB Granda á aðalfundi. HB Grandi hagnaðist um rúmar 36 milljónir evra á síðasta ári, eða um rúma fimm milljarða króna, en félagið gerir upp í evrum. Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
„Hvað getur maður eiginlega sagt,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við Vísi. Laun stjórnarmanna HB Granda voru hækkuð um 33,3 prósent á síðasta aðalfundi og fara úr 150 þúsund krónum á mánuði upp í 200 þúsund. Formaður stjórnar fær tvöfaldan hlut. „Þetta er með ólíkindum sérstaklega í ljósi þess að Samtök atvinnulífsins standa hér á öskrum og segja ef menn fylgja ekki einhverjum 3,3 prósenta hækkun þá muni stöðuleikinn hér fara í rúst. En á sama tíma koma stjórnarmenn í svona stóru og öflugu fyrirtæki eins og HB Granda og samþykkja launahækkun uppá 33,3 prósent. Þar innandyra er stjórnarmaður sem er aðalmaður í stjórn Samtaka atvinnulífsins,“ segir Vilhjálmur og á þar við Rannveigu Rist.Öskra á launafólk Vilhjálmur segir þetta vera mikla hræsni og reiti bara íslenskt verkafólk til reiði. „Það er svo mikilvægt að fólk átti sig á því að þessir menn standa hér og öskra á launafólk en það gilda bara allt önnur lögmál um þetta fólk. Svona verður auðvitað ekkert mætt nema bara með fullri hörku.“ Vilhjálmur skrifar í pistli á síðu Verkalýðsfélagsins að starfsmenn HB Granda séu æfir af reiði. „Á sama tíma og það stefnir í ein hörðustu verkfallsátök á íslenskum vinnumarkaði hjá verkafólki þá dúndrar stjórn HB Granda blautri tusku framan í starfsmenn með 33% launahækkun til handa stjórnarmönnum og þetta er að gerast þegar fiskvinnslufólkinu er einungis boðið að fá 3,3% í launahækkun,“ skrifar Vilhjálmur. Hann segir að Samtök atvinnulífsins hafi áður sagt að þau séu ekki hrifin af krónutöluhækkunum og að samtökin vilji frekar sjá prósentuhækkanir.Myndi skila fiskvinnslufólki 80.000 króna hækkun „Gott og vel, ef að fiskvinnslufólki í HB Granda stendur til boða 33% launahækkun við undirskrift, þá er Verkalýðsfélag Akraness til í það, bara koma með samningsdrögin og það verður skrifað undir einn, tveir og þrír. Enda myndi slík prósentuhækkun skila fiskvinnslufólki HB Granda um 80.000 kr. launahækkun á mánuði. Ef að þetta er nálgun sem Samtök atvinnulífsins vilja klára samningana á, ekki krónutöluhækkun heldur sama prósentuhækkun og stjórnarmenn HB Granda fengu síðastliðinn föstudaginn, þá ítrekar VLFA að það yrði samþykkt.“ Aðalfundur HB Granda samþykkti á föstudaginn að greiða hluthöfum rúma 2,7 milljarða króna í arð. Arðurinn verður greiddur út í lok þessa mánaðar en þetta kom fram í ræðu stjórnarformanns HB Granda á aðalfundi. HB Grandi hagnaðist um rúmar 36 milljónir evra á síðasta ári, eða um rúma fimm milljarða króna, en félagið gerir upp í evrum.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira