Suárez hetja Barcelona í El Clásico | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. mars 2015 00:01 Suárez skorar sigurmark Barcelona. Vísir/Getty Luis Suárez tryggði Barcelona sigur á Real Madrid í El Clásico á Nývangi í kvöld. Lokatölur 2-1, fyrir Börsunga sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Leikurinn var nokkuð harður en dómarinn Antonio Mateu lyfti gula spjaldinu alls 12 sinnum. Þó voru aðeins dæmdar 23 aukaspyrnur í leiknum. Real Madrid var sterkari aðilinn framan af leik og Ronaldo var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir þegar hann skaut í slá af stuttu færi eftir sendingu Karim Benzema á 12. mínútu. Það voru hins vegar Börsungar sem náðu forystunni á 19. mínútu þegar franski varnarmaðurinn Jeremy Mathieu skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Mathieu varð þar með áttundi Frakkinn sem skorar í El Clásico.Messi lagði upp fyrra mark Barcelona.vísir/gettyNeymar fékk gott færi eftir hornspyrnu á 29. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Ronaldo metin eftir frábæra sókn Real Madrid og sendingu Benzema. Þetta var 15. mark Ronaldo í El Clásico en aðeins Messi (21) og Alfredo Di Stéfano (18) hafa skorað fleiri. Madrídingar sóttu stíft að marki Barcelona það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að bæta við marki. Gareth Bale skoraði reyndar á 40. mínútu en markið var, að því er virtist ranglega, dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar átti Ronaldo þrumuskot sem Claudio Bravo varði vel. Bravo varði aftur vel frá Benzema í upphafi seinni hálfleiks en Börsungar tóku forystuna á ný á 56. mínútu. Dani Alves átti þá langa sendingu inn fyrir vörn gestanna, á Luis Suárez sem lagði boltann vel fyrir sig og setti hann svo framhjá Iker Casillas í markinu. Þetta var 14. mark Úrúgvæans fyrir Barcelona í vetur.Ronaldo skoraði en það dugði ekki til.vísir/gettyEftir mark Suárez höfðu Börsungar góð tök á leiknum og Neymar og Messi fengu góð færi til að auka forskotið. Bravo varð svo að taka á honum stóra sínum á 78. mínútu þegar hann varði skot Benzema, sem fór af varnarmanni, frábærlega. Jordi Alba fékk dauðafæri til að klára leikinn á 86. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn gestanna, en Casillas varði vel. Hann varði svo aftur frá Messi tveimur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Börsungar fögnuðu sigri sem gæti reynst afar dýrmætur í toppbaráttunni.Barcelona 1-0 Real Madrid Barcelona 1-1 Real Madrid Barcelona 2-1 Real Madrid Spænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Luis Suárez tryggði Barcelona sigur á Real Madrid í El Clásico á Nývangi í kvöld. Lokatölur 2-1, fyrir Börsunga sem eru komnir með fjögurra stiga forskot á Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan. Leikurinn var nokkuð harður en dómarinn Antonio Mateu lyfti gula spjaldinu alls 12 sinnum. Þó voru aðeins dæmdar 23 aukaspyrnur í leiknum. Real Madrid var sterkari aðilinn framan af leik og Ronaldo var nálægt því að koma Evrópumeisturunum yfir þegar hann skaut í slá af stuttu færi eftir sendingu Karim Benzema á 12. mínútu. Það voru hins vegar Börsungar sem náðu forystunni á 19. mínútu þegar franski varnarmaðurinn Jeremy Mathieu skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu Lionel Messi. Mathieu varð þar með áttundi Frakkinn sem skorar í El Clásico.Messi lagði upp fyrra mark Barcelona.vísir/gettyNeymar fékk gott færi eftir hornspyrnu á 29. mínútu en þremur mínútum síðar jafnaði Ronaldo metin eftir frábæra sókn Real Madrid og sendingu Benzema. Þetta var 15. mark Ronaldo í El Clásico en aðeins Messi (21) og Alfredo Di Stéfano (18) hafa skorað fleiri. Madrídingar sóttu stíft að marki Barcelona það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en náðu ekki að bæta við marki. Gareth Bale skoraði reyndar á 40. mínútu en markið var, að því er virtist ranglega, dæmt af vegna rangstöðu. Nokkrum mínútum síðar átti Ronaldo þrumuskot sem Claudio Bravo varði vel. Bravo varði aftur vel frá Benzema í upphafi seinni hálfleiks en Börsungar tóku forystuna á ný á 56. mínútu. Dani Alves átti þá langa sendingu inn fyrir vörn gestanna, á Luis Suárez sem lagði boltann vel fyrir sig og setti hann svo framhjá Iker Casillas í markinu. Þetta var 14. mark Úrúgvæans fyrir Barcelona í vetur.Ronaldo skoraði en það dugði ekki til.vísir/gettyEftir mark Suárez höfðu Börsungar góð tök á leiknum og Neymar og Messi fengu góð færi til að auka forskotið. Bravo varð svo að taka á honum stóra sínum á 78. mínútu þegar hann varði skot Benzema, sem fór af varnarmanni, frábærlega. Jordi Alba fékk dauðafæri til að klára leikinn á 86. mínútu, þegar hann komst inn fyrir vörn gestanna, en Casillas varði vel. Hann varði svo aftur frá Messi tveimur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin hins vegar ekki og Börsungar fögnuðu sigri sem gæti reynst afar dýrmætur í toppbaráttunni.Barcelona 1-0 Real Madrid Barcelona 1-1 Real Madrid Barcelona 2-1 Real Madrid
Spænski boltinn Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira