Kolbeinn: Ég er hundrað prósent klár Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 14:30 Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á að geta spilað frá fyrstu mínútu er Ísland mætir Kasakstan í Astana á laugardaginn. Kolbeinn er nýbyrjaður að spila með liði sínu, Ajax í Hollandi, eftir langvarandi meiðsli. „Þetta lítur þokkalega út hjá mér,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég spilaði í 90 mínútur um síðustu helgi og fann mig vel í þeim leik. Þó svo að ég sé ekki í miklu leikformi þá gekk mér vel. Ég held að ég sé hundrað prósent klár fyrir helgina.“ „Það tók langan tíma að jafna sig á þessum meiðslum en ég spilaði allan landsleikinn gegn Tékklandi í nóvember. Það passar því vel að vera orðinn klár aftur fyrir þennan leik og góðs viti fyrir mig að geta komið aftur ferskur inn í liðið.“ Ísland er í öðru sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig af tólf mögulegum. Kasakar eru hins vegar í neðsta sæti með eitt stig. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni. Það er klárt mál að þetta er erfiður útivöllur og þó svo að þeir séu bara með eitt stig höfum við ekki efni á að vanmeta þá. Við verðum að koma vel gíraðir inn í leikinn.“ Hann segir að hingað til hafi tíminn farið í að greina það sem fór úrskeðis í 2-1 tapinu gegn Tékklandi. „Við vitum sjálfir hvað við gerðum rangt í þeim leik. Það voru nokkrir hlutir sem er vel hægt að laga og vonandi náum við að fínpússa það fyrir þennan mikilvæga leik.“ „Seinna í vikunni förum við yfir leikinn gegn Kasökunum. Þá veit ég kannski meira um það hvernig hann mun þróast. Ég býst bara við erfiðum leik sem við þurfum að vinna.“ Hann vildi þó lítið segja um hvað hafi klikkað í leiknum í Plzen. „Það er betra að halda því innan hópsins þó að það sé greinilegt hvað var að. Það er allt í góðu með það og við munum fara vel yfir málin.“ „Það er ekkert að stöðunni okkar í riðlinum. Við töpuðum á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Við áttum möguleika á að ná í stig úr þeim leik. Það sýnir viss gæði að hafa verið nálægt því þó svo að við áttum ekki okkar besta leik.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson er bjartsýnn á að geta spilað frá fyrstu mínútu er Ísland mætir Kasakstan í Astana á laugardaginn. Kolbeinn er nýbyrjaður að spila með liði sínu, Ajax í Hollandi, eftir langvarandi meiðsli. „Þetta lítur þokkalega út hjá mér,“ sagði Kolbeinn í samtali við Vísi í dag. „Ég spilaði í 90 mínútur um síðustu helgi og fann mig vel í þeim leik. Þó svo að ég sé ekki í miklu leikformi þá gekk mér vel. Ég held að ég sé hundrað prósent klár fyrir helgina.“ „Það tók langan tíma að jafna sig á þessum meiðslum en ég spilaði allan landsleikinn gegn Tékklandi í nóvember. Það passar því vel að vera orðinn klár aftur fyrir þennan leik og góðs viti fyrir mig að geta komið aftur ferskur inn í liðið.“ Ísland er í öðru sæti A-riðils undankeppni EM 2016 með níu stig af tólf mögulegum. Kasakar eru hins vegar í neðsta sæti með eitt stig. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur ef við ætlum að halda okkur í toppbaráttunni. Það er klárt mál að þetta er erfiður útivöllur og þó svo að þeir séu bara með eitt stig höfum við ekki efni á að vanmeta þá. Við verðum að koma vel gíraðir inn í leikinn.“ Hann segir að hingað til hafi tíminn farið í að greina það sem fór úrskeðis í 2-1 tapinu gegn Tékklandi. „Við vitum sjálfir hvað við gerðum rangt í þeim leik. Það voru nokkrir hlutir sem er vel hægt að laga og vonandi náum við að fínpússa það fyrir þennan mikilvæga leik.“ „Seinna í vikunni förum við yfir leikinn gegn Kasökunum. Þá veit ég kannski meira um það hvernig hann mun þróast. Ég býst bara við erfiðum leik sem við þurfum að vinna.“ Hann vildi þó lítið segja um hvað hafi klikkað í leiknum í Plzen. „Það er betra að halda því innan hópsins þó að það sé greinilegt hvað var að. Það er allt í góðu með það og við munum fara vel yfir málin.“ „Það er ekkert að stöðunni okkar í riðlinum. Við töpuðum á erfiðum útivelli á móti góðu liði. Við áttum möguleika á að ná í stig úr þeim leik. Það sýnir viss gæði að hafa verið nálægt því þó svo að við áttum ekki okkar besta leik.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira