Hægt að stytta umsóknartíma hjá Útlendingastofnun um helming ingvar haraldsson skrifar 5. febrúar 2015 11:56 Meðalumsóknartíma um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun gæti styst um helming verði verklagi breytt segir iðnaðarverkfræðingurinn Klemenz Hrafn Kristjánsson. vísir/stefán Hægt væri að stytta meðalumsóknartíma um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun um ríflega helming, úr 47 dögum í 22. Það er niðurstaða nýútkominnar lokaritgerðar iðnaðarverkfræðingsins Klemenzar Hrafns Kristjánssonar. Klemenz telur að stytta mætti umsóknartímann með breyttu verklagi innan Útlendingastofnunar, einfaldara umsóknarferli og betri upplýsingagjöf milli Útlendingastofnunar og annarra opinberra stofnanna. „Hefðbundin umsókn þarfnast athygli starfsmanna í eina til fjórar klukkustundir. Því er raunveruleg vinnsla er einungis brotabrot af þeim tíma sem umsóknin er inni hjá stofnuninni,“ segir Klemenz.Einfaldari eyðublöð myndu breyta miklu Klemenz telur að með því að einfalda umsóknareyðublöð mætti koma í veg fyrir að endursenda þyrfti stóran hluta umsókna. „Í núverandi mynd er það þannig að það fylla allir út sama eyðublaðið, óháð því hver tilgangur dvalar er. Þannig þarf námsmaður sem sækir um framlengingu á milli haustannar og vorannar í háskóla að fylla út sama eyðublað og nýr umsækjandi sem sækir hér um dvalarleyfi á forsendum mannúðarástæðna, en þetta eyðublað er langt frá því að vera einfalt,“ segir Klemenz. Meðal annars vegna þess hve flókið eyðublaðið er þarf að endursenda þriðjung um umsókna því þær teljist ófullnægjandi. „Það getur verið verið svo lítið sem að undirskrift umsækjanda vanti á umsóknin,“ segir Klemenz.Sjá einnig: Þriggja barna móðir beðið í tvö ár eftir svörum Að sögn Klemenzar tefur það umsóknarferlið verulega að endursenda þurfi umsóknir. „Mikill tími fer í það að útbúa bréfin til að kalla eftir gögnum, auk þess sem þær umsóknir minnka yfirsýn starfsmanna yfir verkefni. Eftir ákveðinn tíma fara umsækjendur að forvitnast um stöðu sinnar umsóknar, hringja eða mæta á svæðið til að athuga hvort að það vanti einhver frekari gögn, hvað sé langt þar til þeir megi búast við niðurstöðu o.s.frv. en mikill tími og vinna fer í að svara slíkum fyrirspurnum,“ segir hann. Yrði þetta lagað mætti stytta umsóknarferlið verulega til hagsbóta fyrir umsækjendur.Klemenz segir mikinn tíma fara í að svara fyrirspurnum og sinna heimsóknum sem hægt væri að koma í veg fyrir með einfaldari umsóknareyðublöðumvísir/stefánMikið álag á starfsfólki Klemenz segir ríkisborgara utan EES og EFTA þurfa að sækja um dvalarleyfi hér á landi ætli þeir að dvelja hér á landi lengur en 3 mánuði. Hinsvegar hafir ritgerðin ekki tekið til flóttamanna eða hælisleitenda. En markmið hafi verið sett síðastliðið sumar að stytta umsóknartíma í 90 daga fyrir flóttamenn og hælisleitendur en umsóknir þeirra hafa oft verið tvö til þrjú ár til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Sjá einnig: Biðin reynist erfiðust fyrir hælisleitendur Hann segir þó ekki endilega við starfsmenn Útlendingastofnunar að sakast. Þeir séu allir af vilja gerðir til að hjálpa til að klára umsóknir sem fyrst. Hinsvegar sé mikið álag á starfsmönnunum sem gæti valdið því að lítill tími til að skoða hvernig hægt væri að bæta verklag til þess að stytta umsóknartíma. Flóttamenn Tengdar fréttir Biðin reynist erfiðust fyrir hælisleitendur Hælisleitendur á Íslandi upplifa mikið vonleysi vegna iðjuleysis og slæmrar aðstöðu. Í nýrri rannsókn kemur fram að valdleysið yfir eigin lífi reynist þeim þungbært. Eiga erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vita ekki hvað taki við. 29. janúar 2015 07:00 Þriggja barna móðir hefur beðið í tvö ár eftir svörum Hælisleitendur mótmæltu löngum málsmeðferðartíma. Hafa beðið í marga mánuði í óvissu um hvað taki við. Blaðamaður frá Alsír með þrjú ung börn kom hingað fyrir um tveimur árum og bíður enn eftir svörum frá ráðuneytinu. Hún vonast eftir að fá hæli hér fyrir 3. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Hægt væri að stytta meðalumsóknartíma um dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun um ríflega helming, úr 47 dögum í 22. Það er niðurstaða nýútkominnar lokaritgerðar iðnaðarverkfræðingsins Klemenzar Hrafns Kristjánssonar. Klemenz telur að stytta mætti umsóknartímann með breyttu verklagi innan Útlendingastofnunar, einfaldara umsóknarferli og betri upplýsingagjöf milli Útlendingastofnunar og annarra opinberra stofnanna. „Hefðbundin umsókn þarfnast athygli starfsmanna í eina til fjórar klukkustundir. Því er raunveruleg vinnsla er einungis brotabrot af þeim tíma sem umsóknin er inni hjá stofnuninni,“ segir Klemenz.Einfaldari eyðublöð myndu breyta miklu Klemenz telur að með því að einfalda umsóknareyðublöð mætti koma í veg fyrir að endursenda þyrfti stóran hluta umsókna. „Í núverandi mynd er það þannig að það fylla allir út sama eyðublaðið, óháð því hver tilgangur dvalar er. Þannig þarf námsmaður sem sækir um framlengingu á milli haustannar og vorannar í háskóla að fylla út sama eyðublað og nýr umsækjandi sem sækir hér um dvalarleyfi á forsendum mannúðarástæðna, en þetta eyðublað er langt frá því að vera einfalt,“ segir Klemenz. Meðal annars vegna þess hve flókið eyðublaðið er þarf að endursenda þriðjung um umsókna því þær teljist ófullnægjandi. „Það getur verið verið svo lítið sem að undirskrift umsækjanda vanti á umsóknin,“ segir Klemenz.Sjá einnig: Þriggja barna móðir beðið í tvö ár eftir svörum Að sögn Klemenzar tefur það umsóknarferlið verulega að endursenda þurfi umsóknir. „Mikill tími fer í það að útbúa bréfin til að kalla eftir gögnum, auk þess sem þær umsóknir minnka yfirsýn starfsmanna yfir verkefni. Eftir ákveðinn tíma fara umsækjendur að forvitnast um stöðu sinnar umsóknar, hringja eða mæta á svæðið til að athuga hvort að það vanti einhver frekari gögn, hvað sé langt þar til þeir megi búast við niðurstöðu o.s.frv. en mikill tími og vinna fer í að svara slíkum fyrirspurnum,“ segir hann. Yrði þetta lagað mætti stytta umsóknarferlið verulega til hagsbóta fyrir umsækjendur.Klemenz segir mikinn tíma fara í að svara fyrirspurnum og sinna heimsóknum sem hægt væri að koma í veg fyrir með einfaldari umsóknareyðublöðumvísir/stefánMikið álag á starfsfólki Klemenz segir ríkisborgara utan EES og EFTA þurfa að sækja um dvalarleyfi hér á landi ætli þeir að dvelja hér á landi lengur en 3 mánuði. Hinsvegar hafir ritgerðin ekki tekið til flóttamanna eða hælisleitenda. En markmið hafi verið sett síðastliðið sumar að stytta umsóknartíma í 90 daga fyrir flóttamenn og hælisleitendur en umsóknir þeirra hafa oft verið tvö til þrjú ár til meðferðar hjá Útlendingastofnun. Sjá einnig: Biðin reynist erfiðust fyrir hælisleitendur Hann segir þó ekki endilega við starfsmenn Útlendingastofnunar að sakast. Þeir séu allir af vilja gerðir til að hjálpa til að klára umsóknir sem fyrst. Hinsvegar sé mikið álag á starfsmönnunum sem gæti valdið því að lítill tími til að skoða hvernig hægt væri að bæta verklag til þess að stytta umsóknartíma.
Flóttamenn Tengdar fréttir Biðin reynist erfiðust fyrir hælisleitendur Hælisleitendur á Íslandi upplifa mikið vonleysi vegna iðjuleysis og slæmrar aðstöðu. Í nýrri rannsókn kemur fram að valdleysið yfir eigin lífi reynist þeim þungbært. Eiga erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vita ekki hvað taki við. 29. janúar 2015 07:00 Þriggja barna móðir hefur beðið í tvö ár eftir svörum Hælisleitendur mótmæltu löngum málsmeðferðartíma. Hafa beðið í marga mánuði í óvissu um hvað taki við. Blaðamaður frá Alsír með þrjú ung börn kom hingað fyrir um tveimur árum og bíður enn eftir svörum frá ráðuneytinu. Hún vonast eftir að fá hæli hér fyrir 3. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Biðin reynist erfiðust fyrir hælisleitendur Hælisleitendur á Íslandi upplifa mikið vonleysi vegna iðjuleysis og slæmrar aðstöðu. Í nýrri rannsókn kemur fram að valdleysið yfir eigin lífi reynist þeim þungbært. Eiga erfitt með að hugsa til framtíðar þar sem þeir vita ekki hvað taki við. 29. janúar 2015 07:00
Þriggja barna móðir hefur beðið í tvö ár eftir svörum Hælisleitendur mótmæltu löngum málsmeðferðartíma. Hafa beðið í marga mánuði í óvissu um hvað taki við. Blaðamaður frá Alsír með þrjú ung börn kom hingað fyrir um tveimur árum og bíður enn eftir svörum frá ráðuneytinu. Hún vonast eftir að fá hæli hér fyrir 3. febrúar 2015 07:00