Verkfall lækna skollið á Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 27. október 2014 05:00 Það horfir þunglega með að sættir takist í kjaradeilu lækna og ríkisins. Fyrsta af mörgum boðuðum verkföllum lækna á næstunni hófst á miðnætti. Visir/GVA vísir/gva „Þetta verður ófremdarástand og hefur í för með sér óþægindi fyrir ansi marga,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 læknar á heilsugæslustöðvum og á kvenna-, barna- og rannsóknasviði Landspítala hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknafélagið verður með skipulagða verkfallsgæslu á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvunum. Bráðaþjónustu verður sinnt í verkfallinu og hægt verður að leita til bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktarinnar eftir klukkan fimm. „Ef menn telja að það sé einhver vafi þá mun sjúklingurinn njóta vafans. Við viljum ekki að neinn sjúklingur beri skaða af verkfallinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Á heilsugæslunni í Lágmúla og í Salahverfi sem eru með þjónustusamning við ríkið verður haldið uppi óbreyttri starfsemi. Læknavaktin er líka með þjónustusamning og þar skerðist þjónustan ekki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar og þeir fara ekki í verkfall. 15 yfirlæknar á ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu sinna bráðatilfellum en öll önnur læknaþjónusta fellur niður á stöðvunum. Læknar munu til að mynda ekki skrifa upp á lyf nema þau séu talin lífsnauðsynleg. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sinnir um 160 þúsund manns. Á degi hverjum ætla menn að hún sinni hátt í fimm þúsund manns. Það má því ætla að nærri 10 þúsund manns bara á höfuðborgarsvæðinu verði fyrir óþægindum vegna verkfalls heimilislækna. Á landsbyggðinni fara læknar í verkfall á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þessum stöðum verður tryggt að yfirlæknar og sérfræðilæknar sinni bráðaþjónustu. Á þeim deildum Landspítalans þar sem verkfall verður, verða á þriðja tug lækna við störf. Verkfallið mun samt sem áður hafa veruleg áhrif á starfsemi deildanna. Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga, segir verkfall hið versta mál sem skapi óvissu á Landspítalanum. „Við munum veita neyðarþjónustu á spítalanum en það er ljóst að fólk verður fyrir truflunum. Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er með ýmsum hætti en það er varla hægt að undirbúa sig undir þetta,“ segir Ólafur. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilu lækna og ríkisins. Lausn sé ekki í sjónmáli. Læknar hafa ekki viljað gefa upp hvað þeir fara fram á í launahækkanir. „Við höfum ekki talið að það væri málinu til framdráttar að standa í hnútukasti í fjölmiðlum um tölur,“ segir Þorbjörn. Ríkið hefur boðið læknum 2,8 til 3 prósenta hækkun en læknar telja það allt of lítið. Gunnlaugur Sigurjónsson, yfirlæknir í Árbæ, segir að það verði að semja við lækna. „Það þarf eitthvað að gerast ef heilbrigðiskerfið á ekki að fara á hliðina, það er nú þegar komið á hnén. Maður er að kikna undan álaginu, það finnast engir nýir læknar og stundum finnst manni hreinlega eins og heilsugæslan sé að rúlla yfir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það verði að bæta kjör lækna svo þeir sjái möguleika á að koma til starfa hér á landi. Samningafundur í kjaradeilu lækna og ríkisins er boðaður dag, takist ekki samningar halda verkfallsaðgerðir afmarkaðra læknahópa áfram og standa fram í miðjan desember. Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
„Þetta verður ófremdarástand og hefur í för með sér óþægindi fyrir ansi marga,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Um 300 læknar á heilsugæslustöðvum og á kvenna-, barna- og rannsóknasviði Landspítala hófu tveggja sólarhringa verkfall á miðnætti. Læknafélagið verður með skipulagða verkfallsgæslu á Landspítalanum og á heilsugæslustöðvunum. Bráðaþjónustu verður sinnt í verkfallinu og hægt verður að leita til bráðamóttöku Landspítalans og Læknavaktarinnar eftir klukkan fimm. „Ef menn telja að það sé einhver vafi þá mun sjúklingurinn njóta vafans. Við viljum ekki að neinn sjúklingur beri skaða af verkfallinu,“ segir Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands. Á heilsugæslunni í Lágmúla og í Salahverfi sem eru með þjónustusamning við ríkið verður haldið uppi óbreyttri starfsemi. Læknavaktin er líka með þjónustusamning og þar skerðist þjónustan ekki. Á höfuðborgarsvæðinu eru 12 sjálfstætt starfandi heimilislæknar og þeir fara ekki í verkfall. 15 yfirlæknar á ríkisreknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu sinna bráðatilfellum en öll önnur læknaþjónusta fellur niður á stöðvunum. Læknar munu til að mynda ekki skrifa upp á lyf nema þau séu talin lífsnauðsynleg. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sinnir um 160 þúsund manns. Á degi hverjum ætla menn að hún sinni hátt í fimm þúsund manns. Það má því ætla að nærri 10 þúsund manns bara á höfuðborgarsvæðinu verði fyrir óþægindum vegna verkfalls heimilislækna. Á landsbyggðinni fara læknar í verkfall á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Á þessum stöðum verður tryggt að yfirlæknar og sérfræðilæknar sinni bráðaþjónustu. Á þeim deildum Landspítalans þar sem verkfall verður, verða á þriðja tug lækna við störf. Verkfallið mun samt sem áður hafa veruleg áhrif á starfsemi deildanna. Ólafur Baldursson, forstjóri lækninga, segir verkfall hið versta mál sem skapi óvissu á Landspítalanum. „Við munum veita neyðarþjónustu á spítalanum en það er ljóst að fólk verður fyrir truflunum. Við höfum undirbúið okkur eins vel og hægt er með ýmsum hætti en það er varla hægt að undirbúa sig undir þetta,“ segir Ólafur. Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands, segir að enn beri mikið í milli í kjaradeilu lækna og ríkisins. Lausn sé ekki í sjónmáli. Læknar hafa ekki viljað gefa upp hvað þeir fara fram á í launahækkanir. „Við höfum ekki talið að það væri málinu til framdráttar að standa í hnútukasti í fjölmiðlum um tölur,“ segir Þorbjörn. Ríkið hefur boðið læknum 2,8 til 3 prósenta hækkun en læknar telja það allt of lítið. Gunnlaugur Sigurjónsson, yfirlæknir í Árbæ, segir að það verði að semja við lækna. „Það þarf eitthvað að gerast ef heilbrigðiskerfið á ekki að fara á hliðina, það er nú þegar komið á hnén. Maður er að kikna undan álaginu, það finnast engir nýir læknar og stundum finnst manni hreinlega eins og heilsugæslan sé að rúlla yfir,“ segir Gunnlaugur og bætir við að það verði að bæta kjör lækna svo þeir sjái möguleika á að koma til starfa hér á landi. Samningafundur í kjaradeilu lækna og ríkisins er boðaður dag, takist ekki samningar halda verkfallsaðgerðir afmarkaðra læknahópa áfram og standa fram í miðjan desember.
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira