Verða framhaldsskólar í landsbyggðunum? Árni Páll Árnason skrifar 15. október 2014 07:00 Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyjum og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þessara skóla og sérstaklega þeir minni munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heimabyggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni menntastofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kennara í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkisráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnarorð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnarstefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólar á landsbyggðinni eru skornir sérstaklega niður í nýju fjárlagafrumvarpi: Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Menntaskólinn á Tröllaskaga, nýjar og framsæknar menntastofnanir, fá fyrirmæli um fækkun nemendaígilda svo nemur nærri 20%. Sama má segja um Menntaskólann á Egilsstöðum. Skólarnir á Sauðárkróki, í Borgarbyggð, á Laugum, í Vestmannaeyjum og á Húsavík bera allir skarðan hlut frá borði. Erfitt er að sjá hvernig margir þessara skóla og sérstaklega þeir minni munu lifa þennan niðurskurð af. Fjölbreyttir framhaldsskólar á landsbyggðinni eru lífæð hennar. Þeir eru forsenda þess að fólk geti fengið framhaldsmenntun í heimabyggð, en þurfi ekki að flytja burt. Því fleiri og fjölbreyttari sem þeir eru, því betra. Þeir hafa á síðustu árum þróað mikilvægt dreifnám sem nýst hefur nemendum á smærri stöðum til að taka fyrstu ár framhaldsskólans í heimabyggð og auðveldað þannig nemendum enn á barnsaldri að vera áfram í heimabyggð samhliða námi. Dreifnámið hefur líka stutt við rekstrargrunn þessara minni menntastofnana, því kennarar þeirra sinna þá fleirum en þeim sem eru í staðarnámi. Allri þessari fjölbreytni á nú að fórna. Niðurskurðurinn kallar á fækkun kennara í framhaldsskólum á landsbyggðinni. Framhaldsskólakennarar eru í dag hryggjarstykkið í opinberri þjónustu og oft mikilvægustu og best menntuðu opinberu starfsmennirnir í hinum dreifðu byggðum. Þeir munu ekki hafa að neinu öðru að hverfa. Til viðbótar þessu standa innanríkisráðherrann og heilbrigðisráðherrann þessar vikurnar að stærstu einstöku niðurlagningaraðgerð í opinberri þjónustu í landsbyggðunum með sameiningu sýslumannsembætta, lögreglustjóraembætta og heilbrigðisstofnana. Í tilviki heilbrigðisstofnananna er verið að færa þjónustu fjær fólki og á Akureyri stendur heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins fyrir allsherjarríkisvæðingu nærþjónustu við íbúana. Aukin miðstýring, meiri einhæfni og minni fjölbreytni virðast vera einkunnarorð sjálfstæðisráðherra. Ríkisstjórnin vegur að lífæð byggðanna og leggur niður mikilvæg opinber störf í þjónustu við fólk. Það þarf aðra stjórnarstefnu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun