Stóra ryksugubannið 16. ágúst 2014 07:00 Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraftmiklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evrópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjarsamgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimilisvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn.Afl og orkunotkunÞegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn framleitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að takmarka. Að kveikja á 2.200W ryksugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsilegum virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þessar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stóriðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við framleiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma.Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orkukaupendur, þ.e. álver og ryksugur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurnar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að takmarka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur af risaraforkukerfi eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundur 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins allir hinir áttu í blokkinni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélagið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Mörgum svelgdist eflaust á þegar þeir heyrðu um fyrirhugað bann á kraftmiklar ryksugur sem ganga á í garð um næstu mánaðamót. Íslendingar eru oft lítið hrifnir af evrópskri forræðishyggju og hafa einnig sérstaka ást á krafti, enda eru örugglega til breyttar ofurryksugur á einhverjum heimilum sem auðveldlega geta gleypt meðalgæludýr án þess að hósta. Annað eins höfum við nú gert með saklausa jeppa sem breytt hefur verið í fjallaófreskjur sem illa passa við eðlilegar innanbæjarsamgöngur. Þessar nýju evrópsku reglur eiga að tryggja neytendum betri ryksugur sem eru hljóðlátari, þéttari og orkunýtnari. Þrátt fyrir að hafa ryksugað í áratugi hef ég lítið vit á gæðum þessara heimilisvina en starfs míns vegna vil ég aðeins koma inn á orkuþáttinn.Afl og orkunotkunÞegar orkusparandi kröfur á vörur lenda á Íslandsströndum koma ævinlega upp efasemdaraddir um gagnsemi slíkrar forræðishyggju. Íslendingar búa jú við þá einstöku aðstæður að allt rafmagn framleitt hér á landi er bæði ódýrt og umhverfisvænt. Auk þess býst ég við að margir telji að orkunotkun sem brúkuð er á tæki sem nýtt er í tiltölulegan stuttan tíma í senn skipti varla sköpum. Hér skiptir orkumagnið reyndar minna máli en aflið sem markmiðið er að takmarka. Að kveikja á 2.200W ryksugu krefst nefnilega sama afls og ræsing á 200 sparperum. Við Íslendingar eigum nóg af glæsilegum virkjunum sem geta framleitt óhemju magn af rafmagni. Þessar sameiginlegu eignir okkar eru dýrar í byggingu og arður okkar af þeim byggist að verulegu leyti á því að nýtingin sé góð. Stóriðjan er í því tilfelli mjög heppilegur kaupandi þar sem hún tekur við framleiðslunni nánast 24 tíma á dag allan ársins hring. Ryksuga er hins vegar slæmur kaupandi raforku því hún heimtar mikið afl en í mjög skamman tíma.Sett í samhengi Búðarhálsvirkjun er nýjasta stórvirkjun Íslendinga en hún er með uppsett afl upp á 95 MW og framleiðslugetu upp á 585 GWst. Ef Búðarhálsvirkjun væri ótengd dreifikerfi og myndi selja beint til notenda þá væri áhugavert að bera saman tvo mögulega orkukaupendur, þ.e. álver og ryksugur. Gerum ráð fyrir hefðbundnu álveri og ryksugum, 2.200W, sem keyrðar væri einu sinni í viku, 20 mínútur í senn. Á einu ári myndi álverið kaupa og nota allar 585 gígavattstundirnar en ryksugurnar myndu aðeins kaupa 1,6 GWst. Báðir notendur þyrftu samt sem áður 95 MW virkjun. Það er því talsvert fengið með því að takmarka afl tækja svo framarlega sem ekki er gengið á gæðin. Þegar við erum sameiginlegir notendur af risaraforkukerfi eigum við oft erfitt með skilja áhrif hvers og eins á kerfið. Ef við værum hins vegar íbúar í blokkinni Sótlundur 56 sem væri ótengd raforkukerfinu og dísilrafstöð mallaði í sameigninni þá væri dæmið augljósara. Þegar Auðbjörg gamla í kjallaranum ákvað að kaupa 2.200 W ryksugu, eins allir hinir áttu í blokkinni, þá sló rafmagninu alltaf út á stórhátíðum. Hvort ætti húsfélagið að kaupa aðra dísilrafstöð til að anna nýjum afltoppi eða hreinlega gefa Auðbjörgu glæsilega 1.400W ryksugu sem virkar alveg jafnvel eða betur? Það er spurning.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun