Starfsgreining sendiherra Ásta Bjarnadóttir skrifar 5. ágúst 2014 07:00 Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði. Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954. Í umræðu um skipun sendiherra á dögunum sagðist fyrrverandi utanríkisráðherra ekki vera þeirrar skoðunar að auglýsa ætti stöður sendiherra því „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli er að gera vandaða starfsgreiningu. Starfsgreining skiptist almennt í starfslýsingu, þ.e. lýsingu á þeim verkefnum sem unnin eru í starfinu, vinnuaðstæðum og umgjörð starfsins annars vegar, og starfskröfulýsingu, þ.e. lýsingu á þeim kröfum sem starfið gerir til starfsmanna, hins vegar. Starfskröfulýsingin er notuð til að draga fram þá eiginleika sem leita þarf eftir hjá umsækjendum um störfin. Við gerð starfskröfulýsingar er oft stuðst við fjórþættan ramma, þar sem skilgreind eru starfsþekking, færni, geta og aðrir persónulegir eiginleikar. Sendiherrastörf fela í sér margvísleg verkefni og ábyrgðarsvið sem ekki verður farið nánar út í hér og ekki verður hér heldur gerð tilraun til að lýsa umgjörð starfsins eða vinnuaðstæðum sendiherra. Eftirfarandi eru hins vegar drög að starfskröfulýsingu sendiherrastarfsins. Þetta er sá hluti starfsgreiningar sem almennt er notaður til að undirbyggja annars vegar auglýsingu um starfið og hins vegar það matsferli sem sett er upp til að meta umsækjendur í kjölfarið. Starfskröfulýsingin skiptist í fjóra hluta samkvæmt ofangreindu kerfi. Kröfulýsing sendiherrastarfsins Starfsþekking sem sendiherrar þurfa að hafa: Þekking á alþjóðasamskiptum og alþjóðastofnunum. Þekking á íslensku lagaumhverfi. Þekking á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Þekking á uppbyggingu íslensku stjórnsýslunnar. Þekking á íslenskri menningu og sögu. Þekking á alþjóðaviðskiptum, fjármálum og þjóðhagfræði. Færni sem sendiherrar þurfa að hafa: Færni í að skilja, tala og skrifa 2-3 erlend tungumál. Færni í íslensku, bæði talaðri og ritaðri. Færni í samningatækni og sáttamiðlun. Leikni í samtölum við ókunnugt fólk. Færni í að semja og flytja ræður, jafnt skrifaðar sem blaðlaust. Hæfni í notkun helstu tölvuforrita og samskiptatækja. Færni í stjórnun starfsmanna og rekstri. Geta sem sendiherrar þurfa að hafa: Mikil hugræn geta, þ.e. greiningarhæfni, gagnrýnin hugsun og dómgreind. Geta til að læra hratt nýja hluti, þ.e. tileinka sér skriflegar eða munnlegar upplýsingar. Geta til að draga ályktanir, sjá samhengi hlutanna og finna lausnir á flóknum vandamálum. Geta til að tjá sig á skýran hátt og góð framsögn. Líkamleg geta til að standa í ferðalögum og vinna langan vinnudag. Aðrir persónulegir eiginleikar sem sendiherrar þurfa að hafa: Lipurð í samskiptum og virðuleg en hlýleg framkoma. Þjónustuvilji, þ.e. áhugi á að aðstoða fólk og fyrirtæki. Leiðtogahæfileikar, þ.e. hæfni til sannfæringar og til að hrífa fólk með sér. Áhugi á ólíkum menningarheimum, þjóðum og fólki. Frumkvæði og hugmyndaauðgi. Tekið skal fram að ofangreint er einungis fyrstu drög og næsta skref væri að útfæra þessa starfsgreiningu betur, með viðtölum við nokkra sendiherra og yfirmenn þeirra, þ.e. ráðuneytisstjóra og ráðherra. Ef utanríkisráðherra óskar eftir að nota þessi drög til að auglýsa í fyrsta sinn í sögunni starf sendiherra þá er ég ekki í vafa um að margir myndu fagna því og margir hæfir sækja um, bæði karlar og konur. Hvað gera ráðherra og Alþingi? Ekki ber að skilja grein þessa sem svo að höfundur telji nýráðna sendiherra ekki starfinu vaxna, öðru nær. Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast. Þó að það sé kannski ekki einfalt mál að velja góðan sendiherra, og þó að menn geti verið ósammála þeirri greiningu á starfinu sem hér að ofan er birt, þá fer því fjarri að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli. Vonandi er þess ekki langt að bíða að utanríkisráðherra taki sig til og auglýsi sendiherrastöðu, eða að löggjafarsamkundan afnemi illa rökstudda undanþágu utanríkisráðuneytisins frá auglýsingaskyldunni og þar með faglegu ráðningarferli. Margir munu taka ofan fyrir þeim stjórnmálamanni sem hefur frumkvæði að því að eyða þeirri tortryggni sem ítrekað kemur upp við skipanir sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sendiherrar í þjónustu íslenska ríkisins teljast til embættismanna samkvæmt lögum nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Samkvæmt þeim lögum skal auglýsa öll embætti í Lögbirtingablaði. Með breytingu á lögum um utanríkisþjónustu Íslands árið 1997 var sett inn heimild til að víkja frá auglýsingaskylduákvæðinu þegar ráða skyldi ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis og sendiherra. Þessi heimild kom inn samkvæmt tillögu efnahags- og viðskiptanefndar og rökin voru einungis þau að öll störf í utanríkisþjónustunni hefðu verið undanþegin auglýsingaskyldu í starfsmannalögum ríkisins frá árinu 1954. Í umræðu um skipun sendiherra á dögunum sagðist fyrrverandi utanríkisráðherra ekki vera þeirrar skoðunar að auglýsa ætti stöður sendiherra því „erfitt sé að velja menn með þá eiginleika sem til þurfi að hafa með því að auglýsa starfið laust til umsóknar“. Þessi fullyrðing stenst ekki skoðun. Fyrsta skrefið í faglegu ráðningarferli er að gera vandaða starfsgreiningu. Starfsgreining skiptist almennt í starfslýsingu, þ.e. lýsingu á þeim verkefnum sem unnin eru í starfinu, vinnuaðstæðum og umgjörð starfsins annars vegar, og starfskröfulýsingu, þ.e. lýsingu á þeim kröfum sem starfið gerir til starfsmanna, hins vegar. Starfskröfulýsingin er notuð til að draga fram þá eiginleika sem leita þarf eftir hjá umsækjendum um störfin. Við gerð starfskröfulýsingar er oft stuðst við fjórþættan ramma, þar sem skilgreind eru starfsþekking, færni, geta og aðrir persónulegir eiginleikar. Sendiherrastörf fela í sér margvísleg verkefni og ábyrgðarsvið sem ekki verður farið nánar út í hér og ekki verður hér heldur gerð tilraun til að lýsa umgjörð starfsins eða vinnuaðstæðum sendiherra. Eftirfarandi eru hins vegar drög að starfskröfulýsingu sendiherrastarfsins. Þetta er sá hluti starfsgreiningar sem almennt er notaður til að undirbyggja annars vegar auglýsingu um starfið og hins vegar það matsferli sem sett er upp til að meta umsækjendur í kjölfarið. Starfskröfulýsingin skiptist í fjóra hluta samkvæmt ofangreindu kerfi. Kröfulýsing sendiherrastarfsins Starfsþekking sem sendiherrar þurfa að hafa: Þekking á alþjóðasamskiptum og alþjóðastofnunum. Þekking á íslensku lagaumhverfi. Þekking á alþjóðlegum skuldbindingum Íslands. Þekking á uppbyggingu íslensku stjórnsýslunnar. Þekking á íslenskri menningu og sögu. Þekking á alþjóðaviðskiptum, fjármálum og þjóðhagfræði. Færni sem sendiherrar þurfa að hafa: Færni í að skilja, tala og skrifa 2-3 erlend tungumál. Færni í íslensku, bæði talaðri og ritaðri. Færni í samningatækni og sáttamiðlun. Leikni í samtölum við ókunnugt fólk. Færni í að semja og flytja ræður, jafnt skrifaðar sem blaðlaust. Hæfni í notkun helstu tölvuforrita og samskiptatækja. Færni í stjórnun starfsmanna og rekstri. Geta sem sendiherrar þurfa að hafa: Mikil hugræn geta, þ.e. greiningarhæfni, gagnrýnin hugsun og dómgreind. Geta til að læra hratt nýja hluti, þ.e. tileinka sér skriflegar eða munnlegar upplýsingar. Geta til að draga ályktanir, sjá samhengi hlutanna og finna lausnir á flóknum vandamálum. Geta til að tjá sig á skýran hátt og góð framsögn. Líkamleg geta til að standa í ferðalögum og vinna langan vinnudag. Aðrir persónulegir eiginleikar sem sendiherrar þurfa að hafa: Lipurð í samskiptum og virðuleg en hlýleg framkoma. Þjónustuvilji, þ.e. áhugi á að aðstoða fólk og fyrirtæki. Leiðtogahæfileikar, þ.e. hæfni til sannfæringar og til að hrífa fólk með sér. Áhugi á ólíkum menningarheimum, þjóðum og fólki. Frumkvæði og hugmyndaauðgi. Tekið skal fram að ofangreint er einungis fyrstu drög og næsta skref væri að útfæra þessa starfsgreiningu betur, með viðtölum við nokkra sendiherra og yfirmenn þeirra, þ.e. ráðuneytisstjóra og ráðherra. Ef utanríkisráðherra óskar eftir að nota þessi drög til að auglýsa í fyrsta sinn í sögunni starf sendiherra þá er ég ekki í vafa um að margir myndu fagna því og margir hæfir sækja um, bæði karlar og konur. Hvað gera ráðherra og Alþingi? Ekki ber að skilja grein þessa sem svo að höfundur telji nýráðna sendiherra ekki starfinu vaxna, öðru nær. Það er hins vegar ljóst að til lengri tíma þurfum við að standa faglega að vali á fulltrúum Íslands á alþjóðavettvangi, enda hefur reynslan af faglegu mati við ráðningar að mestu verið góð þau 100 ár eða svo sem sú aðferðafræði hefur verið að þróast. Þó að það sé kannski ekki einfalt mál að velja góðan sendiherra, og þó að menn geti verið ósammála þeirri greiningu á starfinu sem hér að ofan er birt, þá fer því fjarri að lausnin sé að nota ófaglegt og jafnvel geðþóttamiðað ráðningarferli. Vonandi er þess ekki langt að bíða að utanríkisráðherra taki sig til og auglýsi sendiherrastöðu, eða að löggjafarsamkundan afnemi illa rökstudda undanþágu utanríkisráðuneytisins frá auglýsingaskyldunni og þar með faglegu ráðningarferli. Margir munu taka ofan fyrir þeim stjórnmálamanni sem hefur frumkvæði að því að eyða þeirri tortryggni sem ítrekað kemur upp við skipanir sendiherra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar