Í Kaldalón eftir æfingar á Seyðisfirði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:45 Ásthildur, Kirstine Lindeman, Ilkka Heinonen, Noora Nenonen og Kirsi Ojala. Mynd/Renaud Cambuzat „Við erum fimm saman, einn dansari, tveir sem spila á alls konar flautur, einn sem leikur á jouhikko, þjóðlegt finnskt hljóðfæri sem líkist langspili, og svo ég á píanó. Þetta verður spennandi,“ segir Ásthildur Ákadóttir tónlistarkona um tónleikana Stretched Present // Teygt Nú sem verða í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn klukkan 14. Með þeirri hljóðfærasamsetningu sem Ásthildur lýsir ætlar hópurinn að flytja alls konar tónlist. „Það verður frumflutningur á þremur verkum,“ segir hún og lýsir sérstaklega einu þeirra sem allur hópurinn hefur samið og flytur með tilþrifum. „Rauði þráðurinn í því verki eru hljóð sem hreyfing skapar, eins og þegar maður nuddar höndunum saman eða þegar maður gengur, svo þróast þessi hugmynd út í hljóðfærin sem taka við. Nora er dansari og hún mun túlka samtalið milli tónlistarinnar og líkamans á ævintýralegan hátt.“ Ásthildur er á Seyðisfirði þegar þetta spjall fer fram. „Við höfum verið að semja og æfa í tónlistarskólanum á Seyðisfirði, það er mjög góður staður. Á morgun (í dag) ætlum við að halda tónleika í heimahúsum á Austfjörðum.“ Flytjendur á Stretched Present // Teygt Nú eru:Ásthildur Ákadóttir píanóleikari og hin danska Kirstine Lindemann flautuleikari skipa dúóið Hungry Dragon. Flutningur dúósins tekur mið af gjörningalist og spuna svo nýjar víddir koma í ljós.Kirsi Ojala, flautuleikari frá Finnlandi, og Kirstine mynda dúóið FluteMachine sem vinnur með nútímatónlist og spuna fyrir blokkflautur og norrænar þjóðlagaflautur.Ilkka Heinonen er þekktur sem uppátækjasamur hljóðfæraleikari, hann spilar á jouhikko og leiðir það á óvæntar slóðir. Noora Nenonen er dansari, spuna- og margmiðlunarlistamaður. Þau eru bæði finnsk. Menning Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við erum fimm saman, einn dansari, tveir sem spila á alls konar flautur, einn sem leikur á jouhikko, þjóðlegt finnskt hljóðfæri sem líkist langspili, og svo ég á píanó. Þetta verður spennandi,“ segir Ásthildur Ákadóttir tónlistarkona um tónleikana Stretched Present // Teygt Nú sem verða í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn klukkan 14. Með þeirri hljóðfærasamsetningu sem Ásthildur lýsir ætlar hópurinn að flytja alls konar tónlist. „Það verður frumflutningur á þremur verkum,“ segir hún og lýsir sérstaklega einu þeirra sem allur hópurinn hefur samið og flytur með tilþrifum. „Rauði þráðurinn í því verki eru hljóð sem hreyfing skapar, eins og þegar maður nuddar höndunum saman eða þegar maður gengur, svo þróast þessi hugmynd út í hljóðfærin sem taka við. Nora er dansari og hún mun túlka samtalið milli tónlistarinnar og líkamans á ævintýralegan hátt.“ Ásthildur er á Seyðisfirði þegar þetta spjall fer fram. „Við höfum verið að semja og æfa í tónlistarskólanum á Seyðisfirði, það er mjög góður staður. Á morgun (í dag) ætlum við að halda tónleika í heimahúsum á Austfjörðum.“ Flytjendur á Stretched Present // Teygt Nú eru:Ásthildur Ákadóttir píanóleikari og hin danska Kirstine Lindemann flautuleikari skipa dúóið Hungry Dragon. Flutningur dúósins tekur mið af gjörningalist og spuna svo nýjar víddir koma í ljós.Kirsi Ojala, flautuleikari frá Finnlandi, og Kirstine mynda dúóið FluteMachine sem vinnur með nútímatónlist og spuna fyrir blokkflautur og norrænar þjóðlagaflautur.Ilkka Heinonen er þekktur sem uppátækjasamur hljóðfæraleikari, hann spilar á jouhikko og leiðir það á óvæntar slóðir. Noora Nenonen er dansari, spuna- og margmiðlunarlistamaður. Þau eru bæði finnsk.
Menning Mest lesið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“