Aðgerðaleysi ekki valkostur Snærós Sindradóttir skrifar 19. júlí 2014 07:00 „Það flaug dróni þrjá metra fyrir ofan höfuðið á mér,“ skrifaði Facebook-vinkona mín sem er búsett í Jerúsalem á vegginn sinn í vikunni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur sjaldan verið jafn alvarlegt og nú. Bandaríkin hafa sagst virða rétt Ísraela til að verja land sitt fyrir árásum Hamas-samtakanna. Hamas-liðar eru engin lömb en hingað til hafa heimatilbúin flugskeyti þeirra orðið völd að dauða eins manns. Á meðan hafa Ísraelsmenn stráfellt hundruð almennra borgara í viðleitni sinni til „sjálfsvarnar“. Börn, unglingar, konur og karlar hafa látið lífið. Það undirstrikar fáránleikann að Ísraelar skuli gera fimm klukkustunda hlé á loftárásum og öðrum hernaði svo Palestínumenn geti orðið sér úti um nauðþurftir og gert tilraun til að sameina fjölskylduna í nýjum kjallara. Þessu svipar til hryllingsmyndar þar sem sadískur morðingi leyfir fórnarlambi sínu að fá aðeins meira forskot. Hlaupa aðeins lengra áður en morðinginn heldur eftirförinni áfram án þess að blása úr nös. Í tilfelli Palestínumanna er þó ekkert hægt að hlaupa. Þjóðin hefur búið á bak við múr svo árum skiptir og ferðafrelsi þeirra er skert verulega. Það er vonlaust að ímynda sér hvernig það er að hafa dróna fljúgandi yfir höfði sér eins og máva niðri við tjörn. Það er erfitt að setja sig í þau spor að mega ekki fara hvert sem okkur lystir eða hafa ekki aðgang að hreinu vatni allan ársins hring. Þegar ég bölvaði götusóparanum frá Reykjavíkurborg sem vakti mig á ókristilegum tíma í gærmorgun varð mér hugsað til þeirra sem vakna við skriðdreka fyrir utan gluggann sinn eða heyra sprengjugný í næstu götu. Það sem á sér stað í Palestínu núna eru ekki átök eða deilur jafnvígra aðila. Þarna eiga sér stað öfgahefndir fyrir tilbúnar sakir. Allir eru látnir gjalda fyrir sakir fárra og sprengjur Ísraelsmanna fara ekki í manngreinarálit. Við og hin 133 löndin sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki hljótum að geta lagt okkar af mörkum til að bæta ástandið. Alþjóðasamfélagið verður að bregðast við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór
„Það flaug dróni þrjá metra fyrir ofan höfuðið á mér,“ skrifaði Facebook-vinkona mín sem er búsett í Jerúsalem á vegginn sinn í vikunni. Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs hefur sjaldan verið jafn alvarlegt og nú. Bandaríkin hafa sagst virða rétt Ísraela til að verja land sitt fyrir árásum Hamas-samtakanna. Hamas-liðar eru engin lömb en hingað til hafa heimatilbúin flugskeyti þeirra orðið völd að dauða eins manns. Á meðan hafa Ísraelsmenn stráfellt hundruð almennra borgara í viðleitni sinni til „sjálfsvarnar“. Börn, unglingar, konur og karlar hafa látið lífið. Það undirstrikar fáránleikann að Ísraelar skuli gera fimm klukkustunda hlé á loftárásum og öðrum hernaði svo Palestínumenn geti orðið sér úti um nauðþurftir og gert tilraun til að sameina fjölskylduna í nýjum kjallara. Þessu svipar til hryllingsmyndar þar sem sadískur morðingi leyfir fórnarlambi sínu að fá aðeins meira forskot. Hlaupa aðeins lengra áður en morðinginn heldur eftirförinni áfram án þess að blása úr nös. Í tilfelli Palestínumanna er þó ekkert hægt að hlaupa. Þjóðin hefur búið á bak við múr svo árum skiptir og ferðafrelsi þeirra er skert verulega. Það er vonlaust að ímynda sér hvernig það er að hafa dróna fljúgandi yfir höfði sér eins og máva niðri við tjörn. Það er erfitt að setja sig í þau spor að mega ekki fara hvert sem okkur lystir eða hafa ekki aðgang að hreinu vatni allan ársins hring. Þegar ég bölvaði götusóparanum frá Reykjavíkurborg sem vakti mig á ókristilegum tíma í gærmorgun varð mér hugsað til þeirra sem vakna við skriðdreka fyrir utan gluggann sinn eða heyra sprengjugný í næstu götu. Það sem á sér stað í Palestínu núna eru ekki átök eða deilur jafnvígra aðila. Þarna eiga sér stað öfgahefndir fyrir tilbúnar sakir. Allir eru látnir gjalda fyrir sakir fárra og sprengjur Ísraelsmanna fara ekki í manngreinarálit. Við og hin 133 löndin sem hafa viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki hljótum að geta lagt okkar af mörkum til að bæta ástandið. Alþjóðasamfélagið verður að bregðast við.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun