Kynna list barokktímans í sjötta sinn Friðrika Benónýsdóttir skrifar 25. júní 2014 13:30 Hátíðin hefst í hádeginu á morgun með tónleikum kammersveitarinnar Reykjavík barokk. mynd/úr einkasafni Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26. til 29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans svo það helsta sé nefnt. Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni og einn stjórnarmeðlima hennar, Pétur Halldórsson, er beðinn að útskýra hvaða félagsskapur það sé. „Þetta er menningarfélag sem vill auka áhuga Íslendinga á list barokktímans,“ segir hann. „Félagið var stofnað 2009 og þá héldum við fyrstu hátíðina sem hefur verið árlegur viðburður síðan.“ Þetta er heljarinnar hátíð, þétt dagskrá í fjóra daga og Pétur segir að hún hafi vaxið ár frá ári. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist sennilega af komu Peters Hanson sem bæði mun kenna og stjórna hljómsveit hátíðarinnar,“ segir hann. En hvaðan kemur þessi áhugi á barokktímanum? „Þetta er bara svo dásamlegur tími og hefur í raun alltof lítið verið sinnt á Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tímabil miðast við árin frá 1600 og fram til sirka 1750 sem var mjög skemmtilegur tími í öllum listum, ekki síst tónlist og byggingarlist.“ Pétur segir vel við hæfi að halda hátíð sem þessa á Hólum þar sem barokkmenning hafi sennilega staðið með hvað mestum blóma á Íslandi. „Það eru ekki til margar barokkbyggingar á Íslandi en Hóladómkirkja var teiknuð á barokktímanum þótt hún hafi ekki verið reist fyrr en honum var um það bil lokið. Þarna er mikil saga og á meðal fyrirlestra á hátíðinni er fyrirlestur Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, þar sem hún fer yfir það hvað Hólarannsóknin segir okkur um barokktímann á Hólum, hin mikla fornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Hólum frá aldamótum.“ Hátíðin hefst eins og áður segir með hádegistónleikum Reykjavík barokk á morgun og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag þegar Barokksveit Hólastiftis heldur lokatónleika undir stjórn Peters Hanson. Allar upplýsingar um viðburði og listamenn á hátíðinni má nálgast á heimasíðunni barokksmidjan.com. Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Barokkhátíðin á Hólum í Hjaltadal verður haldin í sjötta sinn dagana 26. til 29. júní. Aðalgestur hátíðarinnar að þessu sinni er breski fiðluleikarinn og prófessorinn Peter Hanson sem heldur námskeið og stýrir Barokksveit Hólastiftis á lokatónleikum hátíðarinnar sunnudaginn 29. júní klukkan 14. Þrír fyrirlestrar verða haldnir á hátíðinni, þrennir hádegistónleikar, kammersveitin Reykjavík barokk heldur tónleika, Jón Þorsteinsson heldur söngnámskeið og Ingibjörg Björnsdóttir kennir barokkdans svo það helsta sé nefnt. Það er Barokksmiðja Hólastiftis sem stendur fyrir hátíðinni og einn stjórnarmeðlima hennar, Pétur Halldórsson, er beðinn að útskýra hvaða félagsskapur það sé. „Þetta er menningarfélag sem vill auka áhuga Íslendinga á list barokktímans,“ segir hann. „Félagið var stofnað 2009 og þá héldum við fyrstu hátíðina sem hefur verið árlegur viðburður síðan.“ Þetta er heljarinnar hátíð, þétt dagskrá í fjóra daga og Pétur segir að hún hafi vaxið ár frá ári. „Þátttakan hefur aldrei verið meiri en í ár sem skýrist sennilega af komu Peters Hanson sem bæði mun kenna og stjórna hljómsveit hátíðarinnar,“ segir hann. En hvaðan kemur þessi áhugi á barokktímanum? „Þetta er bara svo dásamlegur tími og hefur í raun alltof lítið verið sinnt á Íslandi,“ segir Pétur. „Þetta tímabil miðast við árin frá 1600 og fram til sirka 1750 sem var mjög skemmtilegur tími í öllum listum, ekki síst tónlist og byggingarlist.“ Pétur segir vel við hæfi að halda hátíð sem þessa á Hólum þar sem barokkmenning hafi sennilega staðið með hvað mestum blóma á Íslandi. „Það eru ekki til margar barokkbyggingar á Íslandi en Hóladómkirkja var teiknuð á barokktímanum þótt hún hafi ekki verið reist fyrr en honum var um það bil lokið. Þarna er mikil saga og á meðal fyrirlestra á hátíðinni er fyrirlestur Ragnheiðar Traustadóttur fornleifafræðings, þar sem hún fer yfir það hvað Hólarannsóknin segir okkur um barokktímann á Hólum, hin mikla fornleifarannsókn sem gerð hefur verið á Hólum frá aldamótum.“ Hátíðin hefst eins og áður segir með hádegistónleikum Reykjavík barokk á morgun og síðan rekur hver viðburðurinn annan fram á sunnudag þegar Barokksveit Hólastiftis heldur lokatónleika undir stjórn Peters Hanson. Allar upplýsingar um viðburði og listamenn á hátíðinni má nálgast á heimasíðunni barokksmidjan.com.
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“