Stofnar Atvinnuleikhús á Snæfellsnesi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. maí 2014 10:30 Kári Viðarsson: "Ég var að vinna hérna í fiski þegar ég var fjórtán ára en ég verð að segja að það er ólíkt skemmtilegra að vinna hérna núna.“ Mynd/Drífa Þetta verður náttúrulega ekki eins stórt og dýrt og Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið en ég held það sé alveg grundvöllur fyrir því að reka atvinnuleikhús á Snæfellsnesi,“ segir Kári Viðarsson leikari sem fest hefur kaup á gömlu frystihúsi á Rifi og hyggst reka þar leikhús, menningarmiðstöð og farfuglaheimili. „Ég hef í huga ýmsar erlendar fyrirmyndir, til dæmis leikhús sem túra með sýningar og meiningin er að gera það í og með.“ Fyrsta frumsýningin í nýja leikhúsinu verður eftir rúma viku þegar Kári tekur aftur upp einleik sinn, Hetju, sem frumsýndur var við góðan orðstír árið 2010. „Ég ætla að sýna hann til skiptis á íslensku og ensku í sumar,“ segir hann, „og reyna þannig að höfða bæði til íslenskra og erlendra ferðamanna sem nóg er af hér á Nesinu yfir sumartímann. Farfuglaheimilið verður líka opnað í sumar og svo er ég að vinna í tveimur leiksýningum sem verða frumsýndar annars vegar í haust og hins vegar eftir áramótin.“Ekki getur einn maður verið heilt atvinnuleikhús, eða hvað? „Nei, nei, nei, enda hef ég aldrei verið aleinn hérna,“ segir Kári. „Ég er alltaf með gott fólk sem vinnur með mér. Ég er búinn að gera fjórar sýningar hérna í Frystiklefanum og það kemur auðvitað fleira fólk inn í þetta og vinnur með mér að verkefnunum. Auk þess koma hér aðrir listamenn og vinna að sínum verkefnum og þannig verður þetta áfram.“ Kári er uppalinn á Hellisandi og vann sem unglingur í frystihúsinu á Rifi sem hann nú rekur leikhúsið í. Eftir leiklistarnám í London segist hann hafa langað að gera sýningu til að koma sjálfum sér á kortið og þá hafi legið beint við að fara í heimabæinn til þess. „Ég reyndar bý ekki hér heldur í Reykjavík þar sem ég vinn á veturna,“ segir hann. „En Hetja er byggð á sögu Bárðar Snæfellsáss og þegar ég fór að setja hana upp fékk ég leyfi til að nota frystiklefann hér í gamla frystihúsinu sem ég á núna. Eftir þá sýningu fór boltinn að rúlla og ég fékk þá hugmynd að það gæti verið gaman að gera meira með þetta hús og reyna að auka menningarflóruna á Snæfellsnesi. Svo kom að því að ég þurfti að taka ákvörðun um það hvort ég ætlaði að halda áfram að vera bara með eina sýningu á ári, eða hvort ég vildi fara lengra með þetta verkefni og það varð sem sagt niðurstaðan að starfrækja hér menningarmiðstöð og atvinnuleikhús.“ Húsnæðið er 600 m2 og inniheldur aðstöðu fyrir farfuglaheimili, rúmgóðan almenning og þrjá sýningarsali, þar á meðal tónleikasal sem getur tekið 4-500 áhorfendur. Kári er mjög spenntur fyrir verkefninu og vinnur myrkranna á milli til að koma húsinu í það stand sem þarf til að fá öll tilskilin leyfi fyrir reksturinn. „Ég er bara á haus hérna við að setja upp öryggisbúnað, smíða og brjóta niður veggi og allt sem því fylgir. Ég var að vinna hérna í fiski þegar ég var fjórtán ára en ég verð að segja að það er ólíkt skemmtilegra að vinna hérna núna.“ Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Þetta verður náttúrulega ekki eins stórt og dýrt og Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið en ég held það sé alveg grundvöllur fyrir því að reka atvinnuleikhús á Snæfellsnesi,“ segir Kári Viðarsson leikari sem fest hefur kaup á gömlu frystihúsi á Rifi og hyggst reka þar leikhús, menningarmiðstöð og farfuglaheimili. „Ég hef í huga ýmsar erlendar fyrirmyndir, til dæmis leikhús sem túra með sýningar og meiningin er að gera það í og með.“ Fyrsta frumsýningin í nýja leikhúsinu verður eftir rúma viku þegar Kári tekur aftur upp einleik sinn, Hetju, sem frumsýndur var við góðan orðstír árið 2010. „Ég ætla að sýna hann til skiptis á íslensku og ensku í sumar,“ segir hann, „og reyna þannig að höfða bæði til íslenskra og erlendra ferðamanna sem nóg er af hér á Nesinu yfir sumartímann. Farfuglaheimilið verður líka opnað í sumar og svo er ég að vinna í tveimur leiksýningum sem verða frumsýndar annars vegar í haust og hins vegar eftir áramótin.“Ekki getur einn maður verið heilt atvinnuleikhús, eða hvað? „Nei, nei, nei, enda hef ég aldrei verið aleinn hérna,“ segir Kári. „Ég er alltaf með gott fólk sem vinnur með mér. Ég er búinn að gera fjórar sýningar hérna í Frystiklefanum og það kemur auðvitað fleira fólk inn í þetta og vinnur með mér að verkefnunum. Auk þess koma hér aðrir listamenn og vinna að sínum verkefnum og þannig verður þetta áfram.“ Kári er uppalinn á Hellisandi og vann sem unglingur í frystihúsinu á Rifi sem hann nú rekur leikhúsið í. Eftir leiklistarnám í London segist hann hafa langað að gera sýningu til að koma sjálfum sér á kortið og þá hafi legið beint við að fara í heimabæinn til þess. „Ég reyndar bý ekki hér heldur í Reykjavík þar sem ég vinn á veturna,“ segir hann. „En Hetja er byggð á sögu Bárðar Snæfellsáss og þegar ég fór að setja hana upp fékk ég leyfi til að nota frystiklefann hér í gamla frystihúsinu sem ég á núna. Eftir þá sýningu fór boltinn að rúlla og ég fékk þá hugmynd að það gæti verið gaman að gera meira með þetta hús og reyna að auka menningarflóruna á Snæfellsnesi. Svo kom að því að ég þurfti að taka ákvörðun um það hvort ég ætlaði að halda áfram að vera bara með eina sýningu á ári, eða hvort ég vildi fara lengra með þetta verkefni og það varð sem sagt niðurstaðan að starfrækja hér menningarmiðstöð og atvinnuleikhús.“ Húsnæðið er 600 m2 og inniheldur aðstöðu fyrir farfuglaheimili, rúmgóðan almenning og þrjá sýningarsali, þar á meðal tónleikasal sem getur tekið 4-500 áhorfendur. Kári er mjög spenntur fyrir verkefninu og vinnur myrkranna á milli til að koma húsinu í það stand sem þarf til að fá öll tilskilin leyfi fyrir reksturinn. „Ég er bara á haus hérna við að setja upp öryggisbúnað, smíða og brjóta niður veggi og allt sem því fylgir. Ég var að vinna hérna í fiski þegar ég var fjórtán ára en ég verð að segja að það er ólíkt skemmtilegra að vinna hérna núna.“
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“