Spila Mahler í dag og Pollapönk eftir viku Friðrika Benónýsdóttir skrifar 17. apríl 2014 13:30 Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur spilað allt frá háklassík til pönks í tuttugu ár. Við ætlum að flytja sinfóníu nr. 6 eftir Mahler, sem er risavaxið verk, og þetta verður í fyrsta sinn sem við náum hundrað manns á svið,“ segir Dagbjört Brynja Harðardóttir, framkvæmdastjóri SN. „Við erum í samstarfi við Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistarskólann á Akureyri og fleiri tónlistarskóla. Guðmundur Óli Gunnarsson, aðalstjórnandi SN, stjórnar og þetta verður stórviðburður.“ Áður en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands varð til var til Kammerhljómsveit Akureyrar, sem stofnuð var af kennurum Tónlistarskólans á Akureyri. „En svo stækkaði hljómsveitin og metnaðurinn varð meiri, sem varð þess valdandi að fyrir tuttugu árum var nafninu breytt í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ útskýrir Dagbjört Brynja. „Síðan hefur hljómsveitin vaxið og dafnað og eftir að við fengum menningarhúsið Hof hafa aðstæður hennar breyst mikið til hins betra.“ Hljómsveitin heldur tónleika um það bil einu sinni í mánuði og verkefnavalið er ansi breitt. „Sinfónían bregður sér í allra kvikinda líki,“ segir Dagbjört Brynja. „Í dag er það Mahler en eftir viku, á sumardaginn fyrsta, munum við spila pönk með Pollapönki í Hofi og þá verða með okkur 250 nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri. Þessi gjörólíku verkefni endurspegla vel hvað SN er orðin fjölhæf hljómsveit og að hún vílar ekki fyrir sér að stökkva úr einu hlutverki í annað.“ Tónleikarnir í Hofi í dag hefjast klukkan 16 og enn eru örfá sæti laus. Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Við ætlum að flytja sinfóníu nr. 6 eftir Mahler, sem er risavaxið verk, og þetta verður í fyrsta sinn sem við náum hundrað manns á svið,“ segir Dagbjört Brynja Harðardóttir, framkvæmdastjóri SN. „Við erum í samstarfi við Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistarskólann á Akureyri og fleiri tónlistarskóla. Guðmundur Óli Gunnarsson, aðalstjórnandi SN, stjórnar og þetta verður stórviðburður.“ Áður en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands varð til var til Kammerhljómsveit Akureyrar, sem stofnuð var af kennurum Tónlistarskólans á Akureyri. „En svo stækkaði hljómsveitin og metnaðurinn varð meiri, sem varð þess valdandi að fyrir tuttugu árum var nafninu breytt í Sinfóníuhljómsveit Norðurlands,“ útskýrir Dagbjört Brynja. „Síðan hefur hljómsveitin vaxið og dafnað og eftir að við fengum menningarhúsið Hof hafa aðstæður hennar breyst mikið til hins betra.“ Hljómsveitin heldur tónleika um það bil einu sinni í mánuði og verkefnavalið er ansi breitt. „Sinfónían bregður sér í allra kvikinda líki,“ segir Dagbjört Brynja. „Í dag er það Mahler en eftir viku, á sumardaginn fyrsta, munum við spila pönk með Pollapönki í Hofi og þá verða með okkur 250 nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri. Þessi gjörólíku verkefni endurspegla vel hvað SN er orðin fjölhæf hljómsveit og að hún vílar ekki fyrir sér að stökkva úr einu hlutverki í annað.“ Tónleikarnir í Hofi í dag hefjast klukkan 16 og enn eru örfá sæti laus.
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“