Það má alveg hlæja þótt það sé drama Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. mars 2014 12:00 Birgitta Birgisdóttir tekur Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur í karphúsið um borð í Ferjunni. Mynd: Grímur Bjarnason „Þetta er ótrúlega áhugavert verk,“ segir Birgitta Birgisdóttir, ein leikaranna í nýju verki Kristínar Marju Baldursdóttur sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld. „Þetta er fyrsta leikrit Kristínar Marju og dálítið ólíkt því sem hún hefur skrifað áður. Það eru mikil forréttindi að fá að takast á við nýtt íslenskt verk og við höfum þurft að vinna með ýmislegt sem ekki kemur til álita í verkum sem oft hafa verið sett upp áður. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna en rosalega krefjandi.“ Spurð hvort þetta sé gamanleikur eða drama dregur Birgitta við sig svarið en kemst svo að þeirri niðurstöðu að þetta sé hvort tveggja. „Við höfum reyndar fundið svolítið fyrir því að fólk viti ekki alveg hvort það megi hlæja, en þetta er mjög fyndið, bara eins og lífið er ef maður horfir þannig á það. Það sem kannski sjokkerar er hversu ofbeldisfullar konurnar eru hver við aðra, við viljum oft halda að konur beiti ekki ofbeldi, en við gerum það og það má alveg segja frá því.“ Verkið fjallar um fimm íslenskar konur og þrjá karla sem stödd eru erlendis og neyðast til að sigla saman heim til Íslands á ryðguðum dalli. Leikstjóri er Kristín Eysteinsdóttir, nýskipaður leikhússtjóri Borgarleikhússins. Vytautas Narbutas hannar leikmynd, Stefanía Adolfsdóttir búninga, Þórður Orri Pétursson lýsingu. Hallur Ingólfsson semur tónlist fyrir verkið. Menning Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þetta er ótrúlega áhugavert verk,“ segir Birgitta Birgisdóttir, ein leikaranna í nýju verki Kristínar Marju Baldursdóttur sem Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld. „Þetta er fyrsta leikrit Kristínar Marju og dálítið ólíkt því sem hún hefur skrifað áður. Það eru mikil forréttindi að fá að takast á við nýtt íslenskt verk og við höfum þurft að vinna með ýmislegt sem ekki kemur til álita í verkum sem oft hafa verið sett upp áður. Þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna en rosalega krefjandi.“ Spurð hvort þetta sé gamanleikur eða drama dregur Birgitta við sig svarið en kemst svo að þeirri niðurstöðu að þetta sé hvort tveggja. „Við höfum reyndar fundið svolítið fyrir því að fólk viti ekki alveg hvort það megi hlæja, en þetta er mjög fyndið, bara eins og lífið er ef maður horfir þannig á það. Það sem kannski sjokkerar er hversu ofbeldisfullar konurnar eru hver við aðra, við viljum oft halda að konur beiti ekki ofbeldi, en við gerum það og það má alveg segja frá því.“ Verkið fjallar um fimm íslenskar konur og þrjá karla sem stödd eru erlendis og neyðast til að sigla saman heim til Íslands á ryðguðum dalli. Leikstjóri er Kristín Eysteinsdóttir, nýskipaður leikhússtjóri Borgarleikhússins. Vytautas Narbutas hannar leikmynd, Stefanía Adolfsdóttir búninga, Þórður Orri Pétursson lýsingu. Hallur Ingólfsson semur tónlist fyrir verkið.
Menning Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“