Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir Friðrika Benónýsdóttir skrifar 20. mars 2014 11:30 "Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi,“ segir Ragnar Kjartansson. Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir nefnist sýning sem opnuð verður í Kling og Bang galleríi á laugardaginn klukkan 17. Þar sýna Emma Heiðarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Loji Höskuldsson, Margrét Helga Sesseljudóttir og Sigurður Ámundason ný verk. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir og það var hún sem valdi verkin á sýninguna. „Ég lét tilfinninguna algjörlega ráða valinu,“ segir hún. „Ég hef þekkt til þessara listamanna og fylgst með verkum þeirra í nokkur ár og þau gera alltaf eitthvað sem snertir mig mjög mikið. Þótt þau vinni ólík verk á ólíkan hátt og í ólíka miðla þá er í þeim öllum einhver neisti sem fær mann til þess að hugsa og skynja á nýjan hátt.“ Allir listamennirnir eru tiltölulega nýútskrifaðir úr myndlistarnámi en Anna Hrund segir þau öll hafa sterk höfundareinkenni. Á sýningunni kennir ýmissa grasa og verkin eru afar ólík. „Þar eru performans, innsetning, skúlptúrar og veggverk, allt verk sem eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu og taka flest mið af rýminu í Kling & Bang,“ segir Anna Hrund. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fylgir sýningunni úr hlaði með nokkrum orðum í sýningarskrá og segir þar meðal annars: „Á þessum tímum vonleysis, máttleysis og laskaðrar réttlætiskenndar sjáum við verk sem vinna með fagurfæði á einhvern dularfullan hátt. Rýmiskennd, innri ólgu, endalausan einmanaleika og þrá. Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi. Kynslóðin í tóminu.“ Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Lystisemdir, Efasemdir, Heimsendir nefnist sýning sem opnuð verður í Kling og Bang galleríi á laugardaginn klukkan 17. Þar sýna Emma Heiðarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Loji Höskuldsson, Margrét Helga Sesseljudóttir og Sigurður Ámundason ný verk. Sýningarstjóri er Anna Hrund Másdóttir og það var hún sem valdi verkin á sýninguna. „Ég lét tilfinninguna algjörlega ráða valinu,“ segir hún. „Ég hef þekkt til þessara listamanna og fylgst með verkum þeirra í nokkur ár og þau gera alltaf eitthvað sem snertir mig mjög mikið. Þótt þau vinni ólík verk á ólíkan hátt og í ólíka miðla þá er í þeim öllum einhver neisti sem fær mann til þess að hugsa og skynja á nýjan hátt.“ Allir listamennirnir eru tiltölulega nýútskrifaðir úr myndlistarnámi en Anna Hrund segir þau öll hafa sterk höfundareinkenni. Á sýningunni kennir ýmissa grasa og verkin eru afar ólík. „Þar eru performans, innsetning, skúlptúrar og veggverk, allt verk sem eru sérstaklega unnin fyrir þessa sýningu og taka flest mið af rýminu í Kling & Bang,“ segir Anna Hrund. Ragnar Kjartansson myndlistarmaður fylgir sýningunni úr hlaði með nokkrum orðum í sýningarskrá og segir þar meðal annars: „Á þessum tímum vonleysis, máttleysis og laskaðrar réttlætiskenndar sjáum við verk sem vinna með fagurfæði á einhvern dularfullan hátt. Rýmiskennd, innri ólgu, endalausan einmanaleika og þrá. Þessir listamenn skapa verk sem fylla okkur samtímis af von og vonleysi. Kynslóðin í tóminu.“
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“