Sveitalubbar í New York Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. mars 2014 11:00 Leikstjórinn Eyþór Jóvinsson er að vonum stoltur af framgangi kvikmyndarinnar Skers. Stuttmyndinni Skeri eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vestan, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörnum og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stoltur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafélag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðamann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrifaði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvikmyndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skipaður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, tökumaður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerðar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs. Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Stuttmyndinni Skeri eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríðarleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vestan, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörnum og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stoltur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafélag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnarfirðinum og fjallar um ferðamann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmyndafélagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrifaði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvikmyndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stuttmynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimildarmyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skipaður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, tökumaður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerðar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs.
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“