Er eiginlega kjaftstopp 10. mars 2014 13:00 "Ég átti nú fyrr von á dauða mínum en þessu,“ segir bæjarlistamaðurinn Halldór Lárusson í Grindavík. Fréttablaðið/Anton „Ég átti nú fyrr von á dauða mínum en þessu. Þetta er mjög mikill heiður. Ég er eiginlega kjaftstopp en þykir afskaplega vænt um þetta. “ segir Halldór Lárusson, trommari og tónlistarkennari, um kjör hans sem bæjarlistamanns Grindavíkur 2014. Hann mun fá verðlaunin við setningu Menningarviku Grindavíkurbæjar á laugardaginn, 15. mars í Grindavíkurkirkju. Það verður í fyrsta skipti sem slík verðlaun verða afhent. Halldór hefur búið í Grindavík í átta og hálft ár og verið atkvæðamikill í tónlistarmenningu bæjarins. Hann kennir slagverk við tónlistarskólana í Grindavík, Garði og Sandgerði. Á síðastnefnda staðnum starfaði hann líka sem skólastjóri tímabundið. Hann stóð fyrir „opnu sviði“ á veitingastaðnum Bryggjunni alla föstudaga í júní og október á síðasta ári og þar gafst bæjarbúum og öðrum gestum kostur á að fara á svið og syngja eða spila með þekktum undirleikurum. Ég bið hann að segja mér nánar frá þeim skemmtilegheitum. „Bryggjan er lítið kaffihús alveg á bryggjunni í Grindavík og er með þeim flottari á landinu enda rekið af mikilli ástúð. Það er líka mikill menningarstaður því þar er mikið um djasstónleika og bókmenntakvöld. Síðasta ár var ég þar átta föstudagskvöld með góða tónlistarmenn með mér og bauð fólki að koma og syngja með okkur, spila eða gera hvað sem var. Það heppnaðist svona hrikalega vel. Það voru bæði heimamenn og gestir sem lögðu fram efni, sögðu jafnvel sögur.“ Halldór hefur leikið með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins svo sem Bubba Morthens og MX-21, Rúnari Júlíussyni, Bjartmari Guðlaugssyni, Júpíters, P.S. & co, Spilafíflum, Með nöktum ásamt mörgum fleirum. Hann bjó í Hollandi um árabil og starfaði þar með ýmsu tónlistarfólki, þar á meðal Afríkuböndunum Lanyi og King Taky and Afro Roots, Seydouba Soumah, hollensku pönkhljómsveitinni The Harries og mörgum fleirum. Trommuviðgerðir og trommusmíði eru meðal viðfangsefna Halldórs. Þá er hann upphafsmaður trommusýningarinnar Trommarinn sem haldin hefur verið árlega frá 2009. Hann starfar nú að upptökum með hollensku hljómsveitinni Beesandus, tekur trommuleikinn upp í hljóðveri hér heima og sendir síðan út. Einnig vinnur hann að kennslubók fyrir unga trommuleikara og hefur nýlega hafið tökur á heimildarmynd um íslenska trommuleikara. Þess má geta að Halldór mun koma fram á tónleikum með Halli Ingólfssyni og félögum í Kaldalóni í Hörpu næsta fimmtudag, 13. mars. Þar flytja þeir efni af nýútkominni sólóplötu Halls – Öræfi. „Ég var að aðstoða Hall við gerð sólóplötunnar seint á síðasta ári,“ segir Halldór, „og það er með allra skemmtilegustu verkefnum sem ég hef tekið þátt í.“ Menning Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég átti nú fyrr von á dauða mínum en þessu. Þetta er mjög mikill heiður. Ég er eiginlega kjaftstopp en þykir afskaplega vænt um þetta. “ segir Halldór Lárusson, trommari og tónlistarkennari, um kjör hans sem bæjarlistamanns Grindavíkur 2014. Hann mun fá verðlaunin við setningu Menningarviku Grindavíkurbæjar á laugardaginn, 15. mars í Grindavíkurkirkju. Það verður í fyrsta skipti sem slík verðlaun verða afhent. Halldór hefur búið í Grindavík í átta og hálft ár og verið atkvæðamikill í tónlistarmenningu bæjarins. Hann kennir slagverk við tónlistarskólana í Grindavík, Garði og Sandgerði. Á síðastnefnda staðnum starfaði hann líka sem skólastjóri tímabundið. Hann stóð fyrir „opnu sviði“ á veitingastaðnum Bryggjunni alla föstudaga í júní og október á síðasta ári og þar gafst bæjarbúum og öðrum gestum kostur á að fara á svið og syngja eða spila með þekktum undirleikurum. Ég bið hann að segja mér nánar frá þeim skemmtilegheitum. „Bryggjan er lítið kaffihús alveg á bryggjunni í Grindavík og er með þeim flottari á landinu enda rekið af mikilli ástúð. Það er líka mikill menningarstaður því þar er mikið um djasstónleika og bókmenntakvöld. Síðasta ár var ég þar átta föstudagskvöld með góða tónlistarmenn með mér og bauð fólki að koma og syngja með okkur, spila eða gera hvað sem var. Það heppnaðist svona hrikalega vel. Það voru bæði heimamenn og gestir sem lögðu fram efni, sögðu jafnvel sögur.“ Halldór hefur leikið með mörgum helstu tónlistarmönnum landsins svo sem Bubba Morthens og MX-21, Rúnari Júlíussyni, Bjartmari Guðlaugssyni, Júpíters, P.S. & co, Spilafíflum, Með nöktum ásamt mörgum fleirum. Hann bjó í Hollandi um árabil og starfaði þar með ýmsu tónlistarfólki, þar á meðal Afríkuböndunum Lanyi og King Taky and Afro Roots, Seydouba Soumah, hollensku pönkhljómsveitinni The Harries og mörgum fleirum. Trommuviðgerðir og trommusmíði eru meðal viðfangsefna Halldórs. Þá er hann upphafsmaður trommusýningarinnar Trommarinn sem haldin hefur verið árlega frá 2009. Hann starfar nú að upptökum með hollensku hljómsveitinni Beesandus, tekur trommuleikinn upp í hljóðveri hér heima og sendir síðan út. Einnig vinnur hann að kennslubók fyrir unga trommuleikara og hefur nýlega hafið tökur á heimildarmynd um íslenska trommuleikara. Þess má geta að Halldór mun koma fram á tónleikum með Halli Ingólfssyni og félögum í Kaldalóni í Hörpu næsta fimmtudag, 13. mars. Þar flytja þeir efni af nýútkominni sólóplötu Halls – Öræfi. „Ég var að aðstoða Hall við gerð sólóplötunnar seint á síðasta ári,“ segir Halldór, „og það er með allra skemmtilegustu verkefnum sem ég hef tekið þátt í.“
Menning Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“