Heilinn í Himmler heitir Heydrich Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 15:00 "Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans,“ segir Sigurður Pálsson skáld um þýðingarvinnuna. Fréttablaðið/GVA Sagan HHhH er fyrsta bók hins franska Laurent Binet en fyrir hana fékk hann Prix Goncourt, helstu bókmenntaverðlaun Frakka. Sigurður Pálsson skáld hefur þýtt hana. "Þetta er ansi merkileg bók. Hún bregður nýju og spennandi ljósi á ýmis atriði síðari heimsstyrjaldarinnar, meðal annars þátt Reinhards Heydrich, yfirmanns Gestapo, leyniþjónustu nasista. Hann er algerlega í miðju þessa verks,“ segir Sigurður um bókina HHhH eftir Laurent Binet sem er nýlega komin út hjá Forlaginu. Þó um fyrsta verk höfundarins sé að ræða segir Sigurður bókina afrakstur fimmtán ára vinnu hans. „Binet varð nánast heltekinn af þessu viðfangsefni og viðurkennir að hafa verið orðinn hálf óþolandi í sambúð, því hann tengir sjálfan sig, tilfinningar og viðbrögð mjög persónulega inn í söguna og í bókinni fylgjumst við með höfundi vera að skrifa það verk sem við erum að lesa.“ Annað sem er nýtt í efnistökum Binets er hversu sögulega hárnákvæmur hann er, að sögn Sigurðar. „Binet þolir ekki frásagnir og kvikmyndir með uppdiktuðum samtölum. Hefur ímugust á slíku. Bókin er algerlega byggð á sögulegum staðreyndum en birtir þó ný sjónarhorn. Maður hélt að maður vissi eitthvað um uppgang nasismans og stríðið en var ekki meðvitaður um lykilmanninn Reinhard Heydrich. Það er stórfurðulegt. Þegar hugsað er um helstu foringja nasista koma strax upp nöfn Hitlers og Himmlers, Görings og Göbbels, jú og Eichmann. En Heydrich var miklu greindari en þeir allir til samans og ekki jafn geðveikur og Hitler. Himmler var brútal fábjáni og þaðan kemur HHhH – það þýðir Heilinn í Himmler heitir Heydrich. Því Heydrich var Himmlers hægri hönd.“ Sigurður segir höfundinn fylgja mótun Reinhards Heydrich gegnum hans bernsku- og unglingsár sem útskýri ýmislegt í fari hans en þó ekki svarthol grimmdarinnar og þætti hans í uppgangi nasismans og stríðinu. „Heydrich var köngulóin í vef nasistanna. Hann var gáfaður, óheyrilega skipulagður og skilvirkur. Hann er höfundur „endanlegu lausnarinnar á gyðingavandamálinu“ eins og það var kallað, stjórnaði fundinum fræga þegar það mál var afgreitt á einum og hálfum tíma og niðurstaðan var: „Við myrðum þá alla.“ Hann er höfundur þeirrar niðurstöðu. Jafnvel Hitler fékk gæsahúð.“ Hvernig var svo að takast á við að þýða HHhH? „Það var spennandi verkefni. Stíllinn er knappur en þó með skemmtilegu svingi. Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans. Fyrstu 30 síðurnar veit ég alltaf að eru ónýtar en hef ekki áhyggjur af því vegna þess að þegar ég er búinn að þýða verkið þá byrja ég aftur og klára fyrstu 30 síðurnar. Það er ekki tilbúið fyrr.“ Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Sagan HHhH er fyrsta bók hins franska Laurent Binet en fyrir hana fékk hann Prix Goncourt, helstu bókmenntaverðlaun Frakka. Sigurður Pálsson skáld hefur þýtt hana. "Þetta er ansi merkileg bók. Hún bregður nýju og spennandi ljósi á ýmis atriði síðari heimsstyrjaldarinnar, meðal annars þátt Reinhards Heydrich, yfirmanns Gestapo, leyniþjónustu nasista. Hann er algerlega í miðju þessa verks,“ segir Sigurður um bókina HHhH eftir Laurent Binet sem er nýlega komin út hjá Forlaginu. Þó um fyrsta verk höfundarins sé að ræða segir Sigurður bókina afrakstur fimmtán ára vinnu hans. „Binet varð nánast heltekinn af þessu viðfangsefni og viðurkennir að hafa verið orðinn hálf óþolandi í sambúð, því hann tengir sjálfan sig, tilfinningar og viðbrögð mjög persónulega inn í söguna og í bókinni fylgjumst við með höfundi vera að skrifa það verk sem við erum að lesa.“ Annað sem er nýtt í efnistökum Binets er hversu sögulega hárnákvæmur hann er, að sögn Sigurðar. „Binet þolir ekki frásagnir og kvikmyndir með uppdiktuðum samtölum. Hefur ímugust á slíku. Bókin er algerlega byggð á sögulegum staðreyndum en birtir þó ný sjónarhorn. Maður hélt að maður vissi eitthvað um uppgang nasismans og stríðið en var ekki meðvitaður um lykilmanninn Reinhard Heydrich. Það er stórfurðulegt. Þegar hugsað er um helstu foringja nasista koma strax upp nöfn Hitlers og Himmlers, Görings og Göbbels, jú og Eichmann. En Heydrich var miklu greindari en þeir allir til samans og ekki jafn geðveikur og Hitler. Himmler var brútal fábjáni og þaðan kemur HHhH – það þýðir Heilinn í Himmler heitir Heydrich. Því Heydrich var Himmlers hægri hönd.“ Sigurður segir höfundinn fylgja mótun Reinhards Heydrich gegnum hans bernsku- og unglingsár sem útskýri ýmislegt í fari hans en þó ekki svarthol grimmdarinnar og þætti hans í uppgangi nasismans og stríðinu. „Heydrich var köngulóin í vef nasistanna. Hann var gáfaður, óheyrilega skipulagður og skilvirkur. Hann er höfundur „endanlegu lausnarinnar á gyðingavandamálinu“ eins og það var kallað, stjórnaði fundinum fræga þegar það mál var afgreitt á einum og hálfum tíma og niðurstaðan var: „Við myrðum þá alla.“ Hann er höfundur þeirrar niðurstöðu. Jafnvel Hitler fékk gæsahúð.“ Hvernig var svo að takast á við að þýða HHhH? „Það var spennandi verkefni. Stíllinn er knappur en þó með skemmtilegu svingi. Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans. Fyrstu 30 síðurnar veit ég alltaf að eru ónýtar en hef ekki áhyggjur af því vegna þess að þegar ég er búinn að þýða verkið þá byrja ég aftur og klára fyrstu 30 síðurnar. Það er ekki tilbúið fyrr.“
Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“