Skreytir til að gleðja Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. desember 2014 20:45 „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna. vísir/pjetur Fagurblár litur umlykur eitt mest skreytta hús í Reykjavík. Húsið er staðsett við Dragaveg 5 í Laugardal og skipta ljósaperurnar þúsundum. Birna Sigmundsdóttir byrjaði að setja upp ljósin í lok októbermánaðar og er skreytingunum hvergi nærri lokið því þegar tekur aftur að birta þá skiptir hún jólaskrautinu út fyrir fallegar styttur sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Skreytingarnar sér hún alfarið um sjálf.Garðurinn er skreyttur hátt í fimm hundruð styttum á sumrin.vísir/gvaDreymir um meira skraut „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna í samtali við Vísi. „En draumur minn er að ná mér í meira skraut og það er enn einn dagur til stefnu, hver veit hvað gerist,“ bætir hún við. Húsið hefur vakið mikla athygli og að sögn Birnu er traffíkin stöðug. Það þykir henni vænt um og slekkur hún ljósin inni hjá sér til að trufla ekki gesti og gangandi. „Það sem gleður mig mest er að sjá þegar börnin og fólkið sem býr þarna í kring koma að skoða. Það er ofboðslega mikið komið og skoðað, fólkið á elliheimilum í kring og rútuferðir meira að segja. Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða,“ segir hún glöð í bragði.„Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða.“vísir/sunna karenBirna býr á neðri hæð hússins og par á þeirri efri. Hún segir parið taka vel í skreytingarnar og gáfu þau henni góðfúslegt leyfi til að skreyta húsið allt. Birna segir vinnuna sem fylgi skreytingunum afar mikla, en að hún sé vel þess virði. „Þetta er ofboðslega mikil vinna. Það þarf að passa hvað maður er að kaupa og þetta þarf að vera gott, ekkert drasl og að allt komi út sem fallegast. Líka þannig að börn megi koma við þetta og það er þannig hjá mér. Það mega allir snerta á öllu.“ Úr jólahúsi í álfaland Aðspurð hver kostnaðurinn sé sem fylgi skreytingunum, skellir hún uppúr og segist helst ekkert vilja ræða það. „Við skulum ekkert tala um kostnaðinn. En ég er dugleg að kaupa á útsölum og kaupi allar mínar seríur þá. Svo næ ég alltaf að safna meiru og meiru, þó svo það sé alltaf eitthvað sem eyðileggist.“Birna segir fjölmarga hafa skilið eftir styttur handa henni í garðinu.vísir/gvaJólaskrautið verður uppi í skammdeginu og taka svo við fallegar álfastyttur. Stytturnar eru 500 talsins og eru af öllum stærðum og gerðum; álfar, hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gosbrunnar. Hún líkir garðinum við ævintýraland en þegar hún flutti í Laugardalinn fyrir þremur árum síðan var hann í algjörri órækt. „Ég rækta til dæmis rósir en á sumrin er garðurinn eitt blómahaf,“ segir hún og hvetur alla sem eiga leið hjá til að koma og skoða, á hvaða tíma dags og árstíma sem er.Veist þú um fleiri falleg jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is Jólafréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Fagurblár litur umlykur eitt mest skreytta hús í Reykjavík. Húsið er staðsett við Dragaveg 5 í Laugardal og skipta ljósaperurnar þúsundum. Birna Sigmundsdóttir byrjaði að setja upp ljósin í lok októbermánaðar og er skreytingunum hvergi nærri lokið því þegar tekur aftur að birta þá skiptir hún jólaskrautinu út fyrir fallegar styttur sem hún hefur sankað að sér í gegnum árin. Skreytingarnar sér hún alfarið um sjálf.Garðurinn er skreyttur hátt í fimm hundruð styttum á sumrin.vísir/gvaDreymir um meira skraut „Þetta er svo yndislegt og gaman. Það er svo mikið myrkur úti og við þurfum ljós í hjarta okkar,“ segir Birna í samtali við Vísi. „En draumur minn er að ná mér í meira skraut og það er enn einn dagur til stefnu, hver veit hvað gerist,“ bætir hún við. Húsið hefur vakið mikla athygli og að sögn Birnu er traffíkin stöðug. Það þykir henni vænt um og slekkur hún ljósin inni hjá sér til að trufla ekki gesti og gangandi. „Það sem gleður mig mest er að sjá þegar börnin og fólkið sem býr þarna í kring koma að skoða. Það er ofboðslega mikið komið og skoðað, fólkið á elliheimilum í kring og rútuferðir meira að segja. Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða,“ segir hún glöð í bragði.„Rútur eru farnar að koma og stoppa og fólki leyft að skoða.“vísir/sunna karenBirna býr á neðri hæð hússins og par á þeirri efri. Hún segir parið taka vel í skreytingarnar og gáfu þau henni góðfúslegt leyfi til að skreyta húsið allt. Birna segir vinnuna sem fylgi skreytingunum afar mikla, en að hún sé vel þess virði. „Þetta er ofboðslega mikil vinna. Það þarf að passa hvað maður er að kaupa og þetta þarf að vera gott, ekkert drasl og að allt komi út sem fallegast. Líka þannig að börn megi koma við þetta og það er þannig hjá mér. Það mega allir snerta á öllu.“ Úr jólahúsi í álfaland Aðspurð hver kostnaðurinn sé sem fylgi skreytingunum, skellir hún uppúr og segist helst ekkert vilja ræða það. „Við skulum ekkert tala um kostnaðinn. En ég er dugleg að kaupa á útsölum og kaupi allar mínar seríur þá. Svo næ ég alltaf að safna meiru og meiru, þó svo það sé alltaf eitthvað sem eyðileggist.“Birna segir fjölmarga hafa skilið eftir styttur handa henni í garðinu.vísir/gvaJólaskrautið verður uppi í skammdeginu og taka svo við fallegar álfastyttur. Stytturnar eru 500 talsins og eru af öllum stærðum og gerðum; álfar, hús, tröll, kýr, endur, litlar brýr og gosbrunnar. Hún líkir garðinum við ævintýraland en þegar hún flutti í Laugardalinn fyrir þremur árum síðan var hann í algjörri órækt. „Ég rækta til dæmis rósir en á sumrin er garðurinn eitt blómahaf,“ segir hún og hvetur alla sem eiga leið hjá til að koma og skoða, á hvaða tíma dags og árstíma sem er.Veist þú um fleiri falleg jólahús? Endilega sendu okkur myndir á netfangið ritstjorn@visir.is
Jólafréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira