Nýr forstjóri WHO í Afríku skipaður í vikunni Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2014 23:33 Margaret Chan, framkvæmdastjóri WHO, tilkynnti um ákvörðun stofnunarinnar í dag. Vísir/AFP Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mun í vikunni skipa nýjan svæðisstjóra yfir Afríku. Stofnunin hefur þegar viðurkennt að viðbrögðin við ebólufaraldrinum í vesturhluta álfunnar hafi engan veginn verið nógu góð og margir segja það löngu tímabært að skipt sé um stjóra.Útibúið í Afríku þykir það vanmáttugasta af öllum sex útibúum WHO. Í skýrslu sem stofnunin vann innanhúss, en fréttastofan AP hefur undir höndum, kemur fram að stofnunin kennir starfsfólki sínu í Afríku um að ekki hafi rétt verið tekið á ebólufaraldrinum í byrjun. Stór hluti starfsfólksins á svæðinu er sagður skipaður á pólitískum forsendum og gert er grein fyrir mörgum kvörtunum yfir starfi þeirra. Hver sá sem verður valinn sem nýr svæðisstjóri WHO í Afríku mun sennilega ekki hafa mikil völd í baráttunni gegn ebólu þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nú tekið að sér að reyna að halda faraldrinum í skefjum. Hann gæti hinsvegar tryggt að svipað klúður eigi sér ekki aftur stað í náinni framtíð. Dr. Luis Sambo er fráfarandi forstjóri WHO í Afríku. Hann hafnaði því að breytinga væri þörf þegar hann tók við starfinu árið 2005 þrátt fyrir að sérfræðingar segi útibúið hafa á sér slæmt orðspor fyrir spillingu og ógagnsæi. Hann hafði yfirumsjón með viðbragðsaðgerðum gegn ebólu. Í ræðu sinni í dag lét Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, það vera að gagnrýna stjórnartíð Sambo og þakkaði honum í staðinn fyrir starf hans í þágu stofnunarinnar og velferðar Afríkubúa. Ebóla Tengdar fréttir Ebóla greind í sjötta landi Afríku Malí er sjötta ríki Vestur-Afríku þar sem upp kemur tilfelli ebólusmits eftir að veiran greindist í dag í smábarni sem nýverið kom til landsins. 24. október 2014 23:15 Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35 Fyrsta ebólutilfellið komið upp í Malí Tveggja ára stúlka greindist með veiruna, sem er nýkomin til landsins frá Gíneu. 24. október 2014 08:24 Kanada lokar á ferðamenn frá Vestur-Afríku Í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Kanada segir að þeirra helsta markmið sé að vernda íbúa Kanada. 31. október 2014 22:32 Grunur um ebólusmit í New York Starfsfólk á spítala í New York rannsakar nú hvort læknir í borginni sé smitaður af Ebólu. Þetta kemur fram í frétt hjá Sky News. 23. október 2014 19:50 Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Stjórnendur samtakanna ræða hvort hætta þurfi verkefnum í ebóluhrjáðum löndum. 31. október 2014 07:00 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01 Nígería laus við ebólu Síðasta ebólutilfelli í landinu var uppgötvað þann 5. september. 20. október 2014 07:44 WHO ræðir hertari ferðatakmarkanir Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mun koma saman til að ræða frekari viðbrögð vegna ebólufaraldursins. 22. október 2014 14:16 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) mun í vikunni skipa nýjan svæðisstjóra yfir Afríku. Stofnunin hefur þegar viðurkennt að viðbrögðin við ebólufaraldrinum í vesturhluta álfunnar hafi engan veginn verið nógu góð og margir segja það löngu tímabært að skipt sé um stjóra.Útibúið í Afríku þykir það vanmáttugasta af öllum sex útibúum WHO. Í skýrslu sem stofnunin vann innanhúss, en fréttastofan AP hefur undir höndum, kemur fram að stofnunin kennir starfsfólki sínu í Afríku um að ekki hafi rétt verið tekið á ebólufaraldrinum í byrjun. Stór hluti starfsfólksins á svæðinu er sagður skipaður á pólitískum forsendum og gert er grein fyrir mörgum kvörtunum yfir starfi þeirra. Hver sá sem verður valinn sem nýr svæðisstjóri WHO í Afríku mun sennilega ekki hafa mikil völd í baráttunni gegn ebólu þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa nú tekið að sér að reyna að halda faraldrinum í skefjum. Hann gæti hinsvegar tryggt að svipað klúður eigi sér ekki aftur stað í náinni framtíð. Dr. Luis Sambo er fráfarandi forstjóri WHO í Afríku. Hann hafnaði því að breytinga væri þörf þegar hann tók við starfinu árið 2005 þrátt fyrir að sérfræðingar segi útibúið hafa á sér slæmt orðspor fyrir spillingu og ógagnsæi. Hann hafði yfirumsjón með viðbragðsaðgerðum gegn ebólu. Í ræðu sinni í dag lét Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, það vera að gagnrýna stjórnartíð Sambo og þakkaði honum í staðinn fyrir starf hans í þágu stofnunarinnar og velferðar Afríkubúa.
Ebóla Tengdar fréttir Ebóla greind í sjötta landi Afríku Malí er sjötta ríki Vestur-Afríku þar sem upp kemur tilfelli ebólusmits eftir að veiran greindist í dag í smábarni sem nýverið kom til landsins. 24. október 2014 23:15 Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35 Fyrsta ebólutilfellið komið upp í Malí Tveggja ára stúlka greindist með veiruna, sem er nýkomin til landsins frá Gíneu. 24. október 2014 08:24 Kanada lokar á ferðamenn frá Vestur-Afríku Í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Kanada segir að þeirra helsta markmið sé að vernda íbúa Kanada. 31. október 2014 22:32 Grunur um ebólusmit í New York Starfsfólk á spítala í New York rannsakar nú hvort læknir í borginni sé smitaður af Ebólu. Þetta kemur fram í frétt hjá Sky News. 23. október 2014 19:50 Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Stjórnendur samtakanna ræða hvort hætta þurfi verkefnum í ebóluhrjáðum löndum. 31. október 2014 07:00 Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00 1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01 Nígería laus við ebólu Síðasta ebólutilfelli í landinu var uppgötvað þann 5. september. 20. október 2014 07:44 WHO ræðir hertari ferðatakmarkanir Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mun koma saman til að ræða frekari viðbrögð vegna ebólufaraldursins. 22. október 2014 14:16 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Ebóla greind í sjötta landi Afríku Malí er sjötta ríki Vestur-Afríku þar sem upp kemur tilfelli ebólusmits eftir að veiran greindist í dag í smábarni sem nýverið kom til landsins. 24. október 2014 23:15
Ebóla gæti rústað efnahag Vestur-Afríkuríkja Alþjóðabankinn telur mögulegt að takmarka kostnað faraldursins, takist að hrinda alþjóðlegri viðbragðsáætlun í framkvæmd. 17. september 2014 16:35
Fyrsta ebólutilfellið komið upp í Malí Tveggja ára stúlka greindist með veiruna, sem er nýkomin til landsins frá Gíneu. 24. október 2014 08:24
Kanada lokar á ferðamenn frá Vestur-Afríku Í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra Kanada segir að þeirra helsta markmið sé að vernda íbúa Kanada. 31. október 2014 22:32
Grunur um ebólusmit í New York Starfsfólk á spítala í New York rannsakar nú hvort læknir í borginni sé smitaður af Ebólu. Þetta kemur fram í frétt hjá Sky News. 23. október 2014 19:50
Krafa um sóttkví hefur áhrif á Lækna án landamæra Stjórnendur samtakanna ræða hvort hætta þurfi verkefnum í ebóluhrjáðum löndum. 31. október 2014 07:00
Baráttan gegn ebólu að tapast Samtökin Læknar án landamæra segja að heimsbyggðin sé að tapa í baráttunni gegn ebóluveirunni. 3. september 2014 07:00
1.900 hafa nú látist úr ebóluveiru í Vestur-Afríku Talsmenn hjárlparsamtakanna Lækna án landamæra hafa varað við að þörf sé á alþjóðlegri hernaðaríhlutun til að mögulegt sé að ná tökum á útbreiðslunni. 3. september 2014 22:01
Nígería laus við ebólu Síðasta ebólutilfelli í landinu var uppgötvað þann 5. september. 20. október 2014 07:44
WHO ræðir hertari ferðatakmarkanir Neyðarnefnd Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar mun koma saman til að ræða frekari viðbrögð vegna ebólufaraldursins. 22. október 2014 14:16