Væri heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends ef Airwaves væri ekki Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2014 15:46 „Mér finnst alltaf gaman að sjá hvernig bærinn lifnar við á nokkuð daufum tíma ársins,“ segir tónlistarmaðurinn Egill Ólafur Thorarensen, um Iceland Airwaves-hátiðina sem hófst á miðvikudaginn. Blaðamaður Vísis hitti hann ásamt Friðriki Ólafssyni á Slippbarnum í gær en þeir standa sjálfir að tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór síðasta sumar og mun einnig verða í Laugardalnum næsta sumar. „Þetta er ótrúlegur vettvangur fyrir íslenskar hljómsveitir til að kynna sig. Þetta er fyrir mitt leyti besta hátíðin fyrir íslenska listamenn til að koma sér á framfæri,“ segir Egill og þá bætir Friðrik við: „Þú finnur alltaf eitthvað nýtt og sniðugt á þessari hátíð.“ Strákarnir segja að þetta sé árlegur viðburður fyrir þá báða og missa þeir helst ekki af hátíðinni en Friðrik er búsettur erlendis. Egill hefur sjálfur spilað á Airwaves og þá aðallega með hljómsveitinni Quarashi.vísir/sáp„Það er svo gaman að spila á þessari hátíð. Ég man þegar ég fór síðast á svið og leit yfir salinn og gerði mér grein fyrir því að þetta voru mestmegnis erlendir gestir. Að spila fyrir sal sem er sjötíu prósent útlendingar sem eru komnir alla leið hingað til að hlusta á þig er ótrúlega gaman. Ég veit ekki hvað maður væri að gera ef þessi hátíð væri ekki, kannski heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends.“ Secret Solstice hátíðin fór fram í Laugardalnum í sumar og stefna þeir félagar á það að gera enn betur næsta sumar. „Við fengum góðar ráðleggingar frá þeim sem standa að tónlistarviðburðum hér á landi og hér á landi eru allir bara svo miklir vinir og tilbúnir að hjálpa. Það vantaði bara einhverja hátíð hinumegin við árið.“ Airwaves Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
„Mér finnst alltaf gaman að sjá hvernig bærinn lifnar við á nokkuð daufum tíma ársins,“ segir tónlistarmaðurinn Egill Ólafur Thorarensen, um Iceland Airwaves-hátiðina sem hófst á miðvikudaginn. Blaðamaður Vísis hitti hann ásamt Friðriki Ólafssyni á Slippbarnum í gær en þeir standa sjálfir að tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fram fór síðasta sumar og mun einnig verða í Laugardalnum næsta sumar. „Þetta er ótrúlegur vettvangur fyrir íslenskar hljómsveitir til að kynna sig. Þetta er fyrir mitt leyti besta hátíðin fyrir íslenska listamenn til að koma sér á framfæri,“ segir Egill og þá bætir Friðrik við: „Þú finnur alltaf eitthvað nýtt og sniðugt á þessari hátíð.“ Strákarnir segja að þetta sé árlegur viðburður fyrir þá báða og missa þeir helst ekki af hátíðinni en Friðrik er búsettur erlendis. Egill hefur sjálfur spilað á Airwaves og þá aðallega með hljómsveitinni Quarashi.vísir/sáp„Það er svo gaman að spila á þessari hátíð. Ég man þegar ég fór síðast á svið og leit yfir salinn og gerði mér grein fyrir því að þetta voru mestmegnis erlendir gestir. Að spila fyrir sal sem er sjötíu prósent útlendingar sem eru komnir alla leið hingað til að hlusta á þig er ótrúlega gaman. Ég veit ekki hvað maður væri að gera ef þessi hátíð væri ekki, kannski heima hjá sér að skera osta og horfa á Friends.“ Secret Solstice hátíðin fór fram í Laugardalnum í sumar og stefna þeir félagar á það að gera enn betur næsta sumar. „Við fengum góðar ráðleggingar frá þeim sem standa að tónlistarviðburðum hér á landi og hér á landi eru allir bara svo miklir vinir og tilbúnir að hjálpa. Það vantaði bara einhverja hátíð hinumegin við árið.“
Airwaves Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira