„Bendir til þess að maður hafi verið að velja rétta fólkið í verkið“ Bjarki Ármannsson skrifar 31. janúar 2014 16:00 Þorbjörg Helga í hlutverki sínu. „Ég vissi nú svo sem alveg að myndin fengi tilnefningar, en fjöldinn kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Málmhaus. Tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár voru tilkynntar í gær og hlaut Málmhaus flestar tilnefningar, 16 talsins. „Þessu fylgir mikil gleði og stolt, bæði fyrir myndarinnar hönd og samstarfsfólks,“ segir Ragnar. Hann nefnir sérstaklega leikara myndarinnar í þessu sambandi en fimm þeirra hlutu tilnefningu fyrir frammistöðu sína, þeirra á meðal Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir aðalhlutverk. „Það bendir til þess að maður hafi verið að velja rétta fólkið í verkið.“Alls voru 108 verk send til tilnefningar í ár, sem er met. Ragnar segir þetta jákvætt en telur þó að fjöldi verkefna í kvikmyndaiðnaðinum gæti komið til með að dragast saman á næstu árum vegna niðurskurðar hins opinbera. „Mann grunar svolítið að þetta verði svona stór Edda og svo fari þetta minnkandi. Maður verður bara að vona það besta, að stjórnvöld sjái að sér og átti sig á mikilvægi þess að halda hér uppi öflugum kvikmyndaiðnaði.“ Edduverðlaunin verða veitt þann 22. febrúar og verður sýnt beint frá hátíðinni á Stöð 2. Ragnar er hóflega vongóður á gengi Málmhauss. „Það er svo mikið af frábærum verkefnum, myndir eins og Hross í Oss og XL sem eiga verðlaun skilið,“ segir hann. „Þetta verður mjög spennandi Edda í ár.“ Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég vissi nú svo sem alveg að myndin fengi tilnefningar, en fjöldinn kom mjög skemmtilega á óvart,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri kvikmyndarinnar Málmhaus. Tilnefningar til Edduverðlaunanna í ár voru tilkynntar í gær og hlaut Málmhaus flestar tilnefningar, 16 talsins. „Þessu fylgir mikil gleði og stolt, bæði fyrir myndarinnar hönd og samstarfsfólks,“ segir Ragnar. Hann nefnir sérstaklega leikara myndarinnar í þessu sambandi en fimm þeirra hlutu tilnefningu fyrir frammistöðu sína, þeirra á meðal Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir aðalhlutverk. „Það bendir til þess að maður hafi verið að velja rétta fólkið í verkið.“Alls voru 108 verk send til tilnefningar í ár, sem er met. Ragnar segir þetta jákvætt en telur þó að fjöldi verkefna í kvikmyndaiðnaðinum gæti komið til með að dragast saman á næstu árum vegna niðurskurðar hins opinbera. „Mann grunar svolítið að þetta verði svona stór Edda og svo fari þetta minnkandi. Maður verður bara að vona það besta, að stjórnvöld sjái að sér og átti sig á mikilvægi þess að halda hér uppi öflugum kvikmyndaiðnaði.“ Edduverðlaunin verða veitt þann 22. febrúar og verður sýnt beint frá hátíðinni á Stöð 2. Ragnar er hóflega vongóður á gengi Málmhauss. „Það er svo mikið af frábærum verkefnum, myndir eins og Hross í Oss og XL sem eiga verðlaun skilið,“ segir hann. „Þetta verður mjög spennandi Edda í ár.“
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“