Tölvuleikur sem kennir ungum börnum forritun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. desember 2013 07:00 Vignir Örn Guðmundsson segir markmiðið vera að búa til leikjaseríu þar sem börnin læra að tjá forritun í gegnum alls kyns tómstundaleiki. Mynd / Valli „Markmiðið með leiknum er að efla og örva rökfræðilega hugsun sem börn á fyrstu árum grunnskólans þurfa til að fá betri skilning á gildum forritunar,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games. Um er að ræða fótboltaleik fyrir spjaldtölvur þar sem forritunarmáli er varpað í tungumál sem ung börn skilja. Vignir veit ekki til þess að slíkur leikur hafi verið hannaður fyrir svo ung börn. „Það eru til leikir fyrir eldri krakka þar sem forritunarmál er notað. Við notum tungumál sem börnin eiga gott með að tjá sig á. Í þessu tilfelli tökum við fótboltann og brjótum upp í smærri verkefni sem barnið leysir, eins og forritun snýst um. Svona viljum við örva skipulagða hugsun sem barnið getur tekið með sér í sitt daglega líf.“ Markmið Radiant Games er að búa til leikjaseríu sem eykur forritunarkunnáttu barna. Fótboltaleikurinn er aðeins fyrsti leikurinn. „Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á fótbolta er að það er stærsta íþróttin hjá bæði stelpum og strákum. En þetta er bara eitt dæmi um hvernig hægt er að tjá forritun. Til dæmis væri hægt að hanna dansleik þar sem barnið þarf að búa til dansrútínu á móti dansfélaga.“ Fyrirtækið ætlar einnig að búa til stoðkerfi fyrir kennara og aðstandendur. „Þannig er hægt að fylgjast með framvindu barnsins í leiknum. Ef barnið skilur ekki eitthvert verkefni þá er hægt að aðstoða það og hjálpa því að komast yfir hindrunina.“ Vignir Örn segir mikilvægt að kenna börnum undirstöðuatriði forritunar. „Upplýsingatæknikennslan í grunnskóla felst meira í að nota hugbúnað en að kenna gildin til að skapa eigin hugbúnað. Það er skortur á forriturum á vinnumarkaði og því mikilvægt að efla grunninn fyrir fagið.“Leikurinn CodeBallFótboltaleikurinn CodeBall Í leiknum þarf barnið að skilgreina hvernig persónur í leiknum eiga að hreyfa sig. Í stað þess að skrifa flókinn kóða eru skipanir gefnar með spurningum og verkfærum. Verkfærin fær barnið úr verkfærakistu neðst á skjánum og býr þannig til sitt eigið forrit. Svo notar barnið einfaldar spurningar til að búa til aðgerð. Til dæmis: „Er ég með boltann? Og ef ég er með boltann þá ætla ég að skjóta á markið.“ Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
„Markmiðið með leiknum er að efla og örva rökfræðilega hugsun sem börn á fyrstu árum grunnskólans þurfa til að fá betri skilning á gildum forritunar,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, meistaranemi í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games. Um er að ræða fótboltaleik fyrir spjaldtölvur þar sem forritunarmáli er varpað í tungumál sem ung börn skilja. Vignir veit ekki til þess að slíkur leikur hafi verið hannaður fyrir svo ung börn. „Það eru til leikir fyrir eldri krakka þar sem forritunarmál er notað. Við notum tungumál sem börnin eiga gott með að tjá sig á. Í þessu tilfelli tökum við fótboltann og brjótum upp í smærri verkefni sem barnið leysir, eins og forritun snýst um. Svona viljum við örva skipulagða hugsun sem barnið getur tekið með sér í sitt daglega líf.“ Markmið Radiant Games er að búa til leikjaseríu sem eykur forritunarkunnáttu barna. Fótboltaleikurinn er aðeins fyrsti leikurinn. „Ástæðan fyrir því að við byrjuðum á fótbolta er að það er stærsta íþróttin hjá bæði stelpum og strákum. En þetta er bara eitt dæmi um hvernig hægt er að tjá forritun. Til dæmis væri hægt að hanna dansleik þar sem barnið þarf að búa til dansrútínu á móti dansfélaga.“ Fyrirtækið ætlar einnig að búa til stoðkerfi fyrir kennara og aðstandendur. „Þannig er hægt að fylgjast með framvindu barnsins í leiknum. Ef barnið skilur ekki eitthvert verkefni þá er hægt að aðstoða það og hjálpa því að komast yfir hindrunina.“ Vignir Örn segir mikilvægt að kenna börnum undirstöðuatriði forritunar. „Upplýsingatæknikennslan í grunnskóla felst meira í að nota hugbúnað en að kenna gildin til að skapa eigin hugbúnað. Það er skortur á forriturum á vinnumarkaði og því mikilvægt að efla grunninn fyrir fagið.“Leikurinn CodeBallFótboltaleikurinn CodeBall Í leiknum þarf barnið að skilgreina hvernig persónur í leiknum eiga að hreyfa sig. Í stað þess að skrifa flókinn kóða eru skipanir gefnar með spurningum og verkfærum. Verkfærin fær barnið úr verkfærakistu neðst á skjánum og býr þannig til sitt eigið forrit. Svo notar barnið einfaldar spurningar til að búa til aðgerð. Til dæmis: „Er ég með boltann? Og ef ég er með boltann þá ætla ég að skjóta á markið.“
Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira