Ætluðu að ná sér niðri á skólameistara Friðrika Benónýsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 13:00 Fræbbblarnir 1981 "…og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Mynd: FH Hin goðsagnakennda hljómsveit Fræbbblarnir fagnar 35 ára afmæli sínu annað kvöld. „Afmælið sjálft er reyndar á mánudaginn, 25. nóvember, en þar sem mánudagar henta illa til partíhalds ákváðum við að halda upp á þetta á föstudaginn í staðinn,“ segir Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, sem spiluðu í fyrsta sinn fyrir þrjátíu og fimm árum á menningarhátíð Menntaskólans í Kópavogi, Myrkramessu. „Þessi menningarhátíð MK var svona aðallega kórsöngur og ljóðalestur, allt hámenningarlegt,“ útskýrir Valgarður. „Einn okkar hafði lent upp á kant við skólameistarann og við ákváðum að krassa partíið með smálátum og gera grín að skólameistara til að ná okkur niðri á honum. Það gekk nú ekki átakalaust að fá að spila þarna, en okkur tókst að þjösna því í gegn að við fengjum að koma fram.“Valgarður GuðjónssonMarkmiðið var ekki að hljómsveitin héldi áfram eftir þá uppákomu en örlögin gripu í taumana og hún er í fullu fjöri enn í dag. „Það komu tveir strákar sem voru að gera sjónvarpsþætti um menntaskólalíf og vildu fá okkur í sjónvarpið,“ útskýrir Valgarður. „Þá náttúrulega urðum við að halda okkur gangandi fram yfir upptökur á þættinum og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Fræbbblarnir hafa gengið í gegnum alls konar breytingar á ferlinum, en upphaflegir meðlimir eru margir „komnir aftur heim" og er liðsskipan nánast sú sama í dag og hún var á Myrkramessunni um árið. Þorsteinn Hallgrímsson spilaði á bassa, Valgarður Guðjónsson söng og til aðstoðar við undirbúning voru þeir Arnór Snorrason og Ríkharður H. Friðriksson. Arnór og Ríkharður gengu báðir fljótlega til liðs við hljómsveitina. Þeir eru allir meðlimir í dag auk þess sem Guðmundur Gunnarsson trommar, Helgi Briem spilar á bassa og Iðunn Magnúsdóttir syngur. Í tilefni af afmælinu verður opið hús, frítt inn og „gamaldags“ partí á Gamla Gauknum annað kvöld. Fræbbblarnir spila rétt um fimmtíu lög, nýtt efni, lög af „Viltu nammi væna?“ og „Bjór“, öll lögin frá Myrkramessunni og talsvert af annarra hljómsveita efni, lög sem mótuðu hljómsveitina á sínum tíma, að sögn Valgarðs. Gleðin hefst klukkan 23 og stendur fram eftir nóttu. Menning Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hin goðsagnakennda hljómsveit Fræbbblarnir fagnar 35 ára afmæli sínu annað kvöld. „Afmælið sjálft er reyndar á mánudaginn, 25. nóvember, en þar sem mánudagar henta illa til partíhalds ákváðum við að halda upp á þetta á föstudaginn í staðinn,“ segir Valgarður Guðjónsson, söngvari Fræbbblanna, sem spiluðu í fyrsta sinn fyrir þrjátíu og fimm árum á menningarhátíð Menntaskólans í Kópavogi, Myrkramessu. „Þessi menningarhátíð MK var svona aðallega kórsöngur og ljóðalestur, allt hámenningarlegt,“ útskýrir Valgarður. „Einn okkar hafði lent upp á kant við skólameistarann og við ákváðum að krassa partíið með smálátum og gera grín að skólameistara til að ná okkur niðri á honum. Það gekk nú ekki átakalaust að fá að spila þarna, en okkur tókst að þjösna því í gegn að við fengjum að koma fram.“Valgarður GuðjónssonMarkmiðið var ekki að hljómsveitin héldi áfram eftir þá uppákomu en örlögin gripu í taumana og hún er í fullu fjöri enn í dag. „Það komu tveir strákar sem voru að gera sjónvarpsþætti um menntaskólalíf og vildu fá okkur í sjónvarpið,“ útskýrir Valgarður. „Þá náttúrulega urðum við að halda okkur gangandi fram yfir upptökur á þættinum og svo fannst okkur þetta bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram.“ Fræbbblarnir hafa gengið í gegnum alls konar breytingar á ferlinum, en upphaflegir meðlimir eru margir „komnir aftur heim" og er liðsskipan nánast sú sama í dag og hún var á Myrkramessunni um árið. Þorsteinn Hallgrímsson spilaði á bassa, Valgarður Guðjónsson söng og til aðstoðar við undirbúning voru þeir Arnór Snorrason og Ríkharður H. Friðriksson. Arnór og Ríkharður gengu báðir fljótlega til liðs við hljómsveitina. Þeir eru allir meðlimir í dag auk þess sem Guðmundur Gunnarsson trommar, Helgi Briem spilar á bassa og Iðunn Magnúsdóttir syngur. Í tilefni af afmælinu verður opið hús, frítt inn og „gamaldags“ partí á Gamla Gauknum annað kvöld. Fræbbblarnir spila rétt um fimmtíu lög, nýtt efni, lög af „Viltu nammi væna?“ og „Bjór“, öll lögin frá Myrkramessunni og talsvert af annarra hljómsveita efni, lög sem mótuðu hljómsveitina á sínum tíma, að sögn Valgarðs. Gleðin hefst klukkan 23 og stendur fram eftir nóttu.
Menning Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“