Tónleikar til heiðurs Britten hundrað ára Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2013 14:00 "Tónleikarnir snúast dálítið um samstarf þeirra tveggja, Brittens og ljóðskáldsins W.H. Audens, en Auden kom tvívegis til Íslands og heillaðist af landinu,“ segir Hlín. Fréttablaðið/Arnþór „Það eru hundrað ár frá því Britten fæddist og okkur langar að minnast hans með viðeigandi hætti,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona sem heldur tónleika á föstudagskvöld í Hannesarholti á Grundarstíg 10 ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Efnisskráin endurspeglar sérstaklega samstarf Benjamíns Britten og ljóðskáldsins Wystans Hugh Auden, meðal annars með ljóðaflokkunum On this Island og Cabaret Songs. Hlín kveðst hafa kynnst tónlist Brittens snemma á sínum ferli. „Það vildi þannig til að tvö fyrstu hlutverkin sem ég söng í óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg á sínum tíma voru í óperum eftir Britten. Ég fékk að syngja álf í Draumi á Jónsmessunótt og síðan söng ég Miss Jessel í uppfærslu á Turn of the Screw. Þetta voru mín fyrstu kynni af Britten og mér féll strax vel við hann. Hann er svo mikið 20. aldar tónskáld að því leyti að hann setti tónlist sína alltaf í samhengi við tíðarandann. Sum af tónverkum hans bera þess merki að hann var ungur maður eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann var alla tíð mikill friðarsinni.“ Í desember í fyrra bauð tónleikahaldari í Hamborg Hlín að syngja á tónleikum helguðum Britten áður en afmælisárið byrjaði og hún fékk undirleikara þar á staðnum. Þá einbeitti hún sér að tónlist Brittens við ljóð W.H. Audens. „Tónleikarnir hétu Eyjarskeggjar við arineldinn, með vísun til þess að ég er eyjarskeggi og Britten og Auden voru báðir Bretar. Á tónleikunum í Hamborg var ég með verk eftir Jórunni Viðar og Tryggva M. Baldvinsson í farteskinu, til að kynna eyjuna okkar.“ Á föstudagskvöldið verður hreint Britten-prógramm, að sögn Hlínar. „Við Gerrit Schuil byrjum klukkan 21 á afmælisdaginn sjálfan og gefum fólki þannig nægan tíma til að klára vinnudaginn og borða áður en það kemur, eða að fá sér að borða í Hannesarholti. Svo endurtökum við tónleikana á sunnudaginn, 24. nóvember, klukkan ellefu árdegis.“ Menning Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Það eru hundrað ár frá því Britten fæddist og okkur langar að minnast hans með viðeigandi hætti,“ segir Hlín Pétursdóttir Behrens sópransöngkona sem heldur tónleika á föstudagskvöld í Hannesarholti á Grundarstíg 10 ásamt Gerrit Schuil píanóleikara. Efnisskráin endurspeglar sérstaklega samstarf Benjamíns Britten og ljóðskáldsins Wystans Hugh Auden, meðal annars með ljóðaflokkunum On this Island og Cabaret Songs. Hlín kveðst hafa kynnst tónlist Brittens snemma á sínum ferli. „Það vildi þannig til að tvö fyrstu hlutverkin sem ég söng í óperudeild tónlistarháskólans í Hamborg á sínum tíma voru í óperum eftir Britten. Ég fékk að syngja álf í Draumi á Jónsmessunótt og síðan söng ég Miss Jessel í uppfærslu á Turn of the Screw. Þetta voru mín fyrstu kynni af Britten og mér féll strax vel við hann. Hann er svo mikið 20. aldar tónskáld að því leyti að hann setti tónlist sína alltaf í samhengi við tíðarandann. Sum af tónverkum hans bera þess merki að hann var ungur maður eftir fyrri heimsstyrjöldina. Hann var alla tíð mikill friðarsinni.“ Í desember í fyrra bauð tónleikahaldari í Hamborg Hlín að syngja á tónleikum helguðum Britten áður en afmælisárið byrjaði og hún fékk undirleikara þar á staðnum. Þá einbeitti hún sér að tónlist Brittens við ljóð W.H. Audens. „Tónleikarnir hétu Eyjarskeggjar við arineldinn, með vísun til þess að ég er eyjarskeggi og Britten og Auden voru báðir Bretar. Á tónleikunum í Hamborg var ég með verk eftir Jórunni Viðar og Tryggva M. Baldvinsson í farteskinu, til að kynna eyjuna okkar.“ Á föstudagskvöldið verður hreint Britten-prógramm, að sögn Hlínar. „Við Gerrit Schuil byrjum klukkan 21 á afmælisdaginn sjálfan og gefum fólki þannig nægan tíma til að klára vinnudaginn og borða áður en það kemur, eða að fá sér að borða í Hannesarholti. Svo endurtökum við tónleikana á sunnudaginn, 24. nóvember, klukkan ellefu árdegis.“
Menning Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“