Töff heild og tælandi söngur Freyr Bjarnason skrifar 31. október 2013 08:30 Komdu til mín svarta systir er fjórða plata Mammút. Komdu til mín svarta systir Mammút Record Records Tónlist Þessarar þriðju plötu indírokksveitarinnar Mammút hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda eru fimm ár liðin síðan Karkari kom út við góðar undirtektir. Níu lög eru á gripnum, þar á meðal Salt og Blóðberg sem hafa verið spiluð töluvert í útvarpi. Það verður að segjast eins og er að Mammút hefur nýtt þessi fimm ár vel því Komdu til mín svarta systir er virkilega vel heppnuð plata. Í umslaginu segir að hún sé tileinkuð fyrrverandi og núverandi elskhugum hljómsveitarmeðlima og skín það í gegn í vel sömdum textum Katrínu Mogensen, þar sem undirtónninn er kynferðislegur og söngur hennar að sama skapi bæði tælandi og fagur. „Bleyttu upp í tungunni minni, áður en hún þornar,“ syngur hún í hinu kraftmikla lokalagi Tungan og lagið Blóðberg hefst á setningunni: „Villi þér sýn, ég klæði mig úr kjólnum á meðan sólin gyllir hrygginn minn“. Bestu lög plötunnar eru fyrrnefnd Tungan og Salt, sem er eitt af lögum ársins. Blóðberg og Ströndin hljóma einnig einkar vel. Platan er annars passlega löng og heildarsvipurinn er töff. Tvímælalaust ein af plötum ársins. Niðurstaða: Eftir fimm ára bið sendir Mammút frá sér eina af plötum ársins. Gagnrýni Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Komdu til mín svarta systir Mammút Record Records Tónlist Þessarar þriðju plötu indírokksveitarinnar Mammút hefur verið beðið með töluverðri eftirvæntingu enda eru fimm ár liðin síðan Karkari kom út við góðar undirtektir. Níu lög eru á gripnum, þar á meðal Salt og Blóðberg sem hafa verið spiluð töluvert í útvarpi. Það verður að segjast eins og er að Mammút hefur nýtt þessi fimm ár vel því Komdu til mín svarta systir er virkilega vel heppnuð plata. Í umslaginu segir að hún sé tileinkuð fyrrverandi og núverandi elskhugum hljómsveitarmeðlima og skín það í gegn í vel sömdum textum Katrínu Mogensen, þar sem undirtónninn er kynferðislegur og söngur hennar að sama skapi bæði tælandi og fagur. „Bleyttu upp í tungunni minni, áður en hún þornar,“ syngur hún í hinu kraftmikla lokalagi Tungan og lagið Blóðberg hefst á setningunni: „Villi þér sýn, ég klæði mig úr kjólnum á meðan sólin gyllir hrygginn minn“. Bestu lög plötunnar eru fyrrnefnd Tungan og Salt, sem er eitt af lögum ársins. Blóðberg og Ströndin hljóma einnig einkar vel. Platan er annars passlega löng og heildarsvipurinn er töff. Tvímælalaust ein af plötum ársins. Niðurstaða: Eftir fimm ára bið sendir Mammút frá sér eina af plötum ársins.
Gagnrýni Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira