Alicja Kwade sýnir í i8 Ólöf Skaftadóttir skrifar 31. október 2013 13:00 Alicja hefur mikinn áhuga á spurningum eðlisfræðinnar. mynd/stefán Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlutum, úr nánasta umhverfi eða keyptir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðarefnum. Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlisfræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að meðhöndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veruleikanum þar sem viðteknum venjum og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlislæga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacobsen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Póllandi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnaðarefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efniviðarins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. desember. Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Í dag opnar hin pólska Alicja Kwade sýninguna Fastastjörnur og önnur skilyrði í gallerí i8 í Tryggvagötu. Sýningin samanstendur af skúlptúrum og innsetningum, en Alicja hefur hlotið fjölda viðurkenninga á undanförnum árum fyrir verk sín. Alicja spilar saman fundnum hlutum, úr nánasta umhverfi eða keyptir á Ebay, og hinum ýmsu iðnaðarefnum. Verkin búa yfir formrænum eiginleikum höggmyndalistarinnar og eiga sér rætur í naumhyggju. Hún hefur áhuga á vísindalegum fyrirbærum og vangaveltum. „Ég er ekki vísindamaður, heldur listamaður – en ég hef gríðarlega mikinn áhuga á sumum þeim spurningum sem eðlisfræðin spyr og hvernig er reynt að svara þeim. Ætli ég hafi ekki mestan áhuga á því sem enginn, ekki einu sinni eðlisfræðilögmál, geta úskýrt,“ segir Alicja. En verk hennar leitast við að meðhöndla hluti, ferla og hugmyndir með aðferðum sem gjarnan ganga á hólm við lögmál eðlisfræðinnar. Hún leitar þannig einfaldra leiða til að komast að skilningi á veruleikanum þar sem viðteknum venjum og efniviði er raðað upp á nýtt. „Ég leyfi mér líka að draga í efa menningarleg stigveldi og gildi með því að gefa hlutunum óhefðbundin hlutverk og með því að rýna í eðlislæga eiginleika efniviðar þeirra,“ segir Alicja jafnframt. „Hefðbundin menningarhlutverk og nytjahlutverk eru eitthvað sem mannkynið bjó til einfaldlega því það hentaði,“ útskýrir hún. Alicja Kwade hlaut Robert Jacobsen Prize árið 2010 og Piepenbrock Prize fyrir skúlptúra árið 2008. Hún er fædd árið 1979 í Katowice í Póllandi en býr nú og starfar í Berlín. Eitt verkanna sem verða til sýnis heitir Þungavigt ljóssins. Í verkinu er ílöngum hlutum úr ýmsum iðnaðarefnum – svo sem bronsi, kopar og viði - vandlega stillt upp við hliðina á plötum úr stáli og spegilgleri. Þar sem hver eining innsetningarinnar er beygð í níutíu gráður niður eftir vegg og fram á gólf umbreytast venjubundnir eiginleikar efniviðarins; efni sem alla jafna eru hörð verða mjúk eða fljótandi og virðast renna á þokkafullt niður vegginn og út á gólfið. Sýningin stendur yfir til 14. desember.
Menning Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“