Skilaboðin úr Trékyllisvík Árni Páll Árnason skrifar 22. október 2013 09:14 Um þarsíðustu helgi var haldið Fjórðungsþing Vestfirðinga í Trékyllisvík á Ströndum. Þar var samþykkt ályktun um að harma þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slá aðildarviðræðum við Evrópusambandið á frest. Þingið skoraði á ríkisstjórnina að klára viðræðurnar og bera samning undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Gríðarleg vinna hafi verið lögð í undirbúning verkefna sem miða að því að bæta samkeppnishæfni svæða, en eru nú í uppnámi vegna óvissu um áframhald IPA-verkefna. „Byggðastefna ESB miðar að því að aðstoða hvert svæði við að nýta getu sína til fullnustu með því að bæta samkeppnishæfni og efla atvinnulíf,“ segir í ályktuninni. „Það er gert með verulegu fjármagni og aðferðafræði sem gæti nýst okkur Íslendingum afar vel.“ Á Vestfjörðum hefur undanfarin ár verið lögð mikil vinna í að skilgreina leiðir til að byggja upp atvinnulíf og treysta byggð. Grunnurinn sem heimamenn vilja byggja á er hreinleiki svæðisins, ósnortin náttúra og vitund um mikilvægi umhverfisverndar. Í slíku felast sóknarfæri í ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi. En veruleikinn er erfiður. Of háir vextir og lélegur aðgangur að fé til uppbyggingar. Aðild að ESB myndi leysa þann vanda fyrir Vestfirðinga, eins og aðra í hinum dreifðu byggðum. Og án aðgangs að erlendum mörkuðum mun störfum tæpast fjölga í landbúnaði. Landbúnaðurinn hefur gríðarlega vaxtarmöguleika, en þarf að losna úr álögum einangrunar og fákeppni í afurðaþróun. Aðild að ESB myndi skapa okkur ný tækifæri til að fjölga störfum í landbúnaði. Skilaboðin úr Trékyllisvík eru skýr: Hagsmunir landsbyggðanna felast í því að lokið verði við samninga um aðild að ESB. Spurningin er hvort ríkisstjórnin hlusti. Hún hefur nú þegar orðið sér til minnkunar með því að telja sig vita betur hverjir eru hagsmunir verkalýðshreyfingar og atvinnulífs en Alþýðusambandið, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Ætlar hún núna að segja okkur að hún þekki betur hagsmuni landsbyggðanna en fundur Vestfirðinga í Trékyllisvík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um þarsíðustu helgi var haldið Fjórðungsþing Vestfirðinga í Trékyllisvík á Ströndum. Þar var samþykkt ályktun um að harma þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að slá aðildarviðræðum við Evrópusambandið á frest. Þingið skoraði á ríkisstjórnina að klára viðræðurnar og bera samning undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Gríðarleg vinna hafi verið lögð í undirbúning verkefna sem miða að því að bæta samkeppnishæfni svæða, en eru nú í uppnámi vegna óvissu um áframhald IPA-verkefna. „Byggðastefna ESB miðar að því að aðstoða hvert svæði við að nýta getu sína til fullnustu með því að bæta samkeppnishæfni og efla atvinnulíf,“ segir í ályktuninni. „Það er gert með verulegu fjármagni og aðferðafræði sem gæti nýst okkur Íslendingum afar vel.“ Á Vestfjörðum hefur undanfarin ár verið lögð mikil vinna í að skilgreina leiðir til að byggja upp atvinnulíf og treysta byggð. Grunnurinn sem heimamenn vilja byggja á er hreinleiki svæðisins, ósnortin náttúra og vitund um mikilvægi umhverfisverndar. Í slíku felast sóknarfæri í ferðaþjónustu, landbúnaði og sjávarútvegi. En veruleikinn er erfiður. Of háir vextir og lélegur aðgangur að fé til uppbyggingar. Aðild að ESB myndi leysa þann vanda fyrir Vestfirðinga, eins og aðra í hinum dreifðu byggðum. Og án aðgangs að erlendum mörkuðum mun störfum tæpast fjölga í landbúnaði. Landbúnaðurinn hefur gríðarlega vaxtarmöguleika, en þarf að losna úr álögum einangrunar og fákeppni í afurðaþróun. Aðild að ESB myndi skapa okkur ný tækifæri til að fjölga störfum í landbúnaði. Skilaboðin úr Trékyllisvík eru skýr: Hagsmunir landsbyggðanna felast í því að lokið verði við samninga um aðild að ESB. Spurningin er hvort ríkisstjórnin hlusti. Hún hefur nú þegar orðið sér til minnkunar með því að telja sig vita betur hverjir eru hagsmunir verkalýðshreyfingar og atvinnulífs en Alþýðusambandið, Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð. Ætlar hún núna að segja okkur að hún þekki betur hagsmuni landsbyggðanna en fundur Vestfirðinga í Trékyllisvík?
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun