Hefur ekki reynt sambönd á eigin skinni Kjartan Guðmundsson skrifar 19. október 2013 09:00 Saumur var upphaflega útskriftarverkefni Ríkharðs Hjartars úr LHÍ en verður nú flutt í Borgarleikhúsinu. Fréttablaðið/GVA „Nú verður maður að gangast við því að vera listamaður,“ segir leikstjórinn Ríkharður Hjartar Magnússon sem frumsýnir sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, Saum eftir Anthony Neilson, í Borgarleikhúsinu. Ríkharður Hjartar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands í vor og var Saumur upphaflega útskriftarverkefni hans úr skólanum. Þá var verkið sýnt í Tjarnarbíói, í fyrsta sinn á Íslandi, en hefur nú ratað á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu. „Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sá verkið í Tjarnarbíói og lét mig vita strax í kjölfarið að hann vildi sýna það í Borgarleikhúsinu. Hann þurfti ekki að eyða mikilli orku í að sannfæra mig því ég var auðvitað kampakátur, en ég get ekki neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart. Það er auðvitað frábært að byrja í atvinnuleikhúsi á þennan hátt,“ segir Ríkharður Hjartar. Leikararnir í Saumi eru þeir sömu og tóku þátt í útskriftarsýningu Ríkharðs Hjartars, þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórinn þýðir einnig verkið. „Verkið fjallar um par sem er í stormasömu sambandi sem er fullt af ást og væntumþykju en á móti vantar mikið upp á hæfileikann til að grafa það sem liðið er og fyrirgefa. Parið stendur frammi fyrir því að ákveða hvort það vilji eignast barn eða ekki og um leið að ákveða hvort það vilji vera saman eða sundur. Það er óhætt að segja að verkið sé dramatískt en það er líka mikið hlegið á sýningunni,“ segir leikstjórinn. Sjálfur hefur Ríkharður Hjartar aldrei verið í ástarsambandi og því ekki reynt þær flækjur sem stundum fylgja slíkum samböndum á eigin skinni. „Hins vegar hafa komið til mín menn og faðmað mig eftir að þeir hafa séð sýninguna og sagt að þetta hafi verið nákvæmlega eins í þeirra erfiðu samböndum. Auk þess fjallar verkið jafn mikið um ástarsambönd og samskipti milli fólks almennt, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda,“ segir Ríkharður Hjartar. Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Nú verður maður að gangast við því að vera listamaður,“ segir leikstjórinn Ríkharður Hjartar Magnússon sem frumsýnir sitt fyrsta leikstjórnarverkefni, Saum eftir Anthony Neilson, í Borgarleikhúsinu. Ríkharður Hjartar útskrifaðist úr Fræðum og framkvæmd við Listaháskóla Íslands í vor og var Saumur upphaflega útskriftarverkefni hans úr skólanum. Þá var verkið sýnt í Tjarnarbíói, í fyrsta sinn á Íslandi, en hefur nú ratað á Litla sviðið í Borgarleikhúsinu. „Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, sá verkið í Tjarnarbíói og lét mig vita strax í kjölfarið að hann vildi sýna það í Borgarleikhúsinu. Hann þurfti ekki að eyða mikilli orku í að sannfæra mig því ég var auðvitað kampakátur, en ég get ekki neitað því að þetta kom mér nokkuð á óvart. Það er auðvitað frábært að byrja í atvinnuleikhúsi á þennan hátt,“ segir Ríkharður Hjartar. Leikararnir í Saumi eru þeir sömu og tóku þátt í útskriftarsýningu Ríkharðs Hjartars, þau Hjörtur Jóhann Jónsson og Vala Kristín Eiríksdóttir. Leikstjórinn þýðir einnig verkið. „Verkið fjallar um par sem er í stormasömu sambandi sem er fullt af ást og væntumþykju en á móti vantar mikið upp á hæfileikann til að grafa það sem liðið er og fyrirgefa. Parið stendur frammi fyrir því að ákveða hvort það vilji eignast barn eða ekki og um leið að ákveða hvort það vilji vera saman eða sundur. Það er óhætt að segja að verkið sé dramatískt en það er líka mikið hlegið á sýningunni,“ segir leikstjórinn. Sjálfur hefur Ríkharður Hjartar aldrei verið í ástarsambandi og því ekki reynt þær flækjur sem stundum fylgja slíkum samböndum á eigin skinni. „Hins vegar hafa komið til mín menn og faðmað mig eftir að þeir hafa séð sýninguna og sagt að þetta hafi verið nákvæmlega eins í þeirra erfiðu samböndum. Auk þess fjallar verkið jafn mikið um ástarsambönd og samskipti milli fólks almennt, hvort sem það eru vinnufélagar, vinir eða fjölskylda,“ segir Ríkharður Hjartar.
Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“