Ei ríkur Eiríkur ljóðsins Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 4. október 2013 11:00 Hnefi eða vitstola orð BÆKUR: Hnefi eða vitstola orð. Eiríkur Örn Norðdahl.Mál og menning Ljóðabókin Hnefi eða vitstola orð eftir Eirík Örn Norðdahl minnir mig einhverra hluta vegna á Dag Sigurðarson heitinn. Hver er staða ljóðsins? var eitt sinn spurt. Er ekki búið að skipa Sigurð Pálsson í hana? á Dagur að hafa spurt á móti. Og orti í tilefni Dags ljóðsins: Dagur, Dagur, Dagur ljóðsins. Maður veltir nefnilega fyrir sér stöðu ljóðsins þegar maður hendist um í Hnefa og vitstola orðum – hver er hún á tímum internets og sms-skilaboða? Bókin hefst á formála: Kreppusonnettu: „IMF! IMF! IMF!“ alllengi og svo tekur við OMG! OMG! OMG!“ í næstu línu. Fjórtán línur. Eins og Sonnettan segir til um. Og, hvar var ljóðið í hruninu? Það virðist hafa verið í útlöndum. Eiríkur Örn segir svo frá á baksíðu að hann hafi setið í útlöndum og ort ljóðin meðan Ísland brann. Hann endurhlóð fréttasíður í von um nýjar og betri byltingar.Allt bara bing búiðBara bara búmm eftirBara búmm, bara búmmBara bara búmm. Þarna er reiði og örvinglan. Uppsetningin er í stíl við það, ljóðlínurnar hlaupa út undan sér og jafnvel ráðvilltar um síðurnar. Og orðin eru ekki öll þar sem þau eru séð og heyrð.Syrgið meðÞið eygiðekki neitt. Orðaleikir. Þeir heppnast ekkert alltaf en þegar vel til tekst, þá tekst vel til. Talsvert betri finnst mér knappari ljóðin en þau þegar ljóðmælandinn setur á miklar ræður, þegar setningarnar hrúgast upp í belg og biðu og í endurtekningu. Þá virðist sem ljóðið sé að molast á öld offlæðis (óþarfa) upplýsinga. Eiga ekki ljóðin að hlaupa í aðra átt og neita að taka þátt í slíku? En, það má lengi fletta í þessari bók, hún er í handhægu broti og ekki rýr í roðinu. Þetta er sjötta ljóðabók Eiríks Arnar sem einnig hefur gefið út fjórar skáldsögur og skemmst náttúrlega að minnast stórvirkisins Illsku sem kom út í fyrra en fyrir þá bók hreppti Eiríkur Íslensku bókmenntaverðlaunin. Já, vel á minnst: Staða ljóðsins? Í Hnefa og vitstola orðum má fylgjast með gengisfimleikum Seðlabankans frá því seint árið 2007 og fram á sumar 2013 efst á hverri opnu bókarinnar en eftir því sem krónan rýrnar þeim mun meira vex máttur orðanna. Gaman að segja frá því. Fyrirfram hefði ég ekki gefið mikið fyrir stöðu ljóðsins nú eftir hrun og á tímum internets þegar orðin flæða um allt. En, Eiríki Erni tekst hið illmögulega að rífa gengi ljóða upp í kolli þess sem hér skrifar. Eiríkur, Ei ríkur, Eiríkur ljóðsins. Nokkuð vel af sér vikið. Nei annars, verulega vel af sér vikið.Niðurstaða: Eiríkur Örn vinnur vel fyrir rithöfundalaunum sínum; hann rífur upp gengi ljóðsins um leið og hann fylgist með krónunni verða að engu. Bráðskemmtileg ljóðabók. Gagnrýni Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
BÆKUR: Hnefi eða vitstola orð. Eiríkur Örn Norðdahl.Mál og menning Ljóðabókin Hnefi eða vitstola orð eftir Eirík Örn Norðdahl minnir mig einhverra hluta vegna á Dag Sigurðarson heitinn. Hver er staða ljóðsins? var eitt sinn spurt. Er ekki búið að skipa Sigurð Pálsson í hana? á Dagur að hafa spurt á móti. Og orti í tilefni Dags ljóðsins: Dagur, Dagur, Dagur ljóðsins. Maður veltir nefnilega fyrir sér stöðu ljóðsins þegar maður hendist um í Hnefa og vitstola orðum – hver er hún á tímum internets og sms-skilaboða? Bókin hefst á formála: Kreppusonnettu: „IMF! IMF! IMF!“ alllengi og svo tekur við OMG! OMG! OMG!“ í næstu línu. Fjórtán línur. Eins og Sonnettan segir til um. Og, hvar var ljóðið í hruninu? Það virðist hafa verið í útlöndum. Eiríkur Örn segir svo frá á baksíðu að hann hafi setið í útlöndum og ort ljóðin meðan Ísland brann. Hann endurhlóð fréttasíður í von um nýjar og betri byltingar.Allt bara bing búiðBara bara búmm eftirBara búmm, bara búmmBara bara búmm. Þarna er reiði og örvinglan. Uppsetningin er í stíl við það, ljóðlínurnar hlaupa út undan sér og jafnvel ráðvilltar um síðurnar. Og orðin eru ekki öll þar sem þau eru séð og heyrð.Syrgið meðÞið eygiðekki neitt. Orðaleikir. Þeir heppnast ekkert alltaf en þegar vel til tekst, þá tekst vel til. Talsvert betri finnst mér knappari ljóðin en þau þegar ljóðmælandinn setur á miklar ræður, þegar setningarnar hrúgast upp í belg og biðu og í endurtekningu. Þá virðist sem ljóðið sé að molast á öld offlæðis (óþarfa) upplýsinga. Eiga ekki ljóðin að hlaupa í aðra átt og neita að taka þátt í slíku? En, það má lengi fletta í þessari bók, hún er í handhægu broti og ekki rýr í roðinu. Þetta er sjötta ljóðabók Eiríks Arnar sem einnig hefur gefið út fjórar skáldsögur og skemmst náttúrlega að minnast stórvirkisins Illsku sem kom út í fyrra en fyrir þá bók hreppti Eiríkur Íslensku bókmenntaverðlaunin. Já, vel á minnst: Staða ljóðsins? Í Hnefa og vitstola orðum má fylgjast með gengisfimleikum Seðlabankans frá því seint árið 2007 og fram á sumar 2013 efst á hverri opnu bókarinnar en eftir því sem krónan rýrnar þeim mun meira vex máttur orðanna. Gaman að segja frá því. Fyrirfram hefði ég ekki gefið mikið fyrir stöðu ljóðsins nú eftir hrun og á tímum internets þegar orðin flæða um allt. En, Eiríki Erni tekst hið illmögulega að rífa gengi ljóða upp í kolli þess sem hér skrifar. Eiríkur, Ei ríkur, Eiríkur ljóðsins. Nokkuð vel af sér vikið. Nei annars, verulega vel af sér vikið.Niðurstaða: Eiríkur Örn vinnur vel fyrir rithöfundalaunum sínum; hann rífur upp gengi ljóðsins um leið og hann fylgist með krónunni verða að engu. Bráðskemmtileg ljóðabók.
Gagnrýni Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira