Grillmatur og cachaça í Brasilíu Freyr Bjarnason skrifar 25. september 2013 08:00 Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl hefur verið á ferð og flugi að undanförnu. fréttablaðið/gva „Ég hef verið að ferðast óvenjumikið síðustu vikur. Þetta vindur alltaf meira og meira upp á sig,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur verið á bókmenntaferðalagi erlendis síðan í lok júlí. Nýlega lauk hann vikudvöl sinni í Brasilíu. Þar áður ferðaðist hann til Svíþjóðar, Finnlands og Póllands. „Þetta var mjög gaman. Ég var aðallega í smábænum Tiradentes á tónlistar-, leiklistar- og bókmenntahátíð sem heitir Artes Vertentes. Þarna var nóg af grillmat, sætindum og cachaça,“ segir Eiríkur Örn, spurður út í Brasilíuförina en cachaça er vinsælt áfengi þar í landi. Rithöfundurinn hefur verið að vinna mikið með „performans“-ljóðlist og hljóðaljóðlist og kemst þess vegna upp með að lesa á íslensku á bókmenntahátíðunum þrátt fyrir að fólkið skilji ekki tungumálið. Eiríkur Örn er núna kominn til Freiburg í Þýskalandi þar sem hann tekur þátt í skandinavískri hátíð. Að henni lokinni kemur hann heim en fer svo aftur á flakk um Wales, London, Kraká, Varsjá, Osló og Bonn, þar sem hann vinnur með listamönnum sem kalla sig Bonn Fringe Ensemble. Verðlaunabók Eiríks Arnar, Illska, kemur út í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð á næsta ári. Ný ljóðabók hans, Hnefi eða vitstola orð, kemur út hérlendis á næstunni. Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Ég hef verið að ferðast óvenjumikið síðustu vikur. Þetta vindur alltaf meira og meira upp á sig,“ segir rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl, sem hefur verið á bókmenntaferðalagi erlendis síðan í lok júlí. Nýlega lauk hann vikudvöl sinni í Brasilíu. Þar áður ferðaðist hann til Svíþjóðar, Finnlands og Póllands. „Þetta var mjög gaman. Ég var aðallega í smábænum Tiradentes á tónlistar-, leiklistar- og bókmenntahátíð sem heitir Artes Vertentes. Þarna var nóg af grillmat, sætindum og cachaça,“ segir Eiríkur Örn, spurður út í Brasilíuförina en cachaça er vinsælt áfengi þar í landi. Rithöfundurinn hefur verið að vinna mikið með „performans“-ljóðlist og hljóðaljóðlist og kemst þess vegna upp með að lesa á íslensku á bókmenntahátíðunum þrátt fyrir að fólkið skilji ekki tungumálið. Eiríkur Örn er núna kominn til Freiburg í Þýskalandi þar sem hann tekur þátt í skandinavískri hátíð. Að henni lokinni kemur hann heim en fer svo aftur á flakk um Wales, London, Kraká, Varsjá, Osló og Bonn, þar sem hann vinnur með listamönnum sem kalla sig Bonn Fringe Ensemble. Verðlaunabók Eiríks Arnar, Illska, kemur út í Frakklandi, Þýskalandi og Svíþjóð á næsta ári. Ný ljóðabók hans, Hnefi eða vitstola orð, kemur út hérlendis á næstunni.
Menning Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“