Stjórnandinn í Berlín - kórinn í Borgarleikhúsinu Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. september 2013 10:00 Í vox feminae eru tæplega sextíu konur Margrét Pálmadóttir er kórstjóri Vox feminae, sem flytur tónlist í verkinu Hús Bernhörðu Alba í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fréttablaðið/GVA „Við munum í fyrsta skipti hitta tónskáld sýningarinnar Hús Bernhörðu Alba og æfa okkur saman, tónskáldið í Þýskalandi og við í Borgarleikhúsinu,“ segir Margrét Pálmadóttir, kórstjóri Vox feminae. Kórinn sér um tónlistarflutning í uppsetningu Borgarleikhússins á Húsi Bernhörðu Alba. Sýningin er í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Tónskáld sýningarinnar, Hildur Ingveldar- og Guðnadóttir, býr í Berlín. „Þetta er rosalega spennandi fyrir okkur, þetta hefur ekki verið möguleiki áður, að stilla upp heilum kór og hafa tónskáldið á skjá fyrir framan og stjórna,“ segir Margrét jafnframt. Í kvennakórnum Vox feminae eru 59 konur á öllum aldri. „Við erum margar sem tökum þátt í þessari uppfærslu. Við komum til með að skipta okkur upp í hópa, vera um það bil tuttugu á sviðinu hverju sinni,“ segir Margrét jafnframt. „Æfingin er opin öllum og við verðum á æfingasvæðinu í Borgarleikhúsinu klukkan sex í dag,“ útskýrir Margrét. Verkið um Bernhörðu Alba fjallar um það að aðalsöguhetjan fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim, ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum, föngnum í húsi sínu án samskipta við umheiminn. Menning Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Við munum í fyrsta skipti hitta tónskáld sýningarinnar Hús Bernhörðu Alba og æfa okkur saman, tónskáldið í Þýskalandi og við í Borgarleikhúsinu,“ segir Margrét Pálmadóttir, kórstjóri Vox feminae. Kórinn sér um tónlistarflutning í uppsetningu Borgarleikhússins á Húsi Bernhörðu Alba. Sýningin er í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Tónskáld sýningarinnar, Hildur Ingveldar- og Guðnadóttir, býr í Berlín. „Þetta er rosalega spennandi fyrir okkur, þetta hefur ekki verið möguleiki áður, að stilla upp heilum kór og hafa tónskáldið á skjá fyrir framan og stjórna,“ segir Margrét jafnframt. Í kvennakórnum Vox feminae eru 59 konur á öllum aldri. „Við erum margar sem tökum þátt í þessari uppfærslu. Við komum til með að skipta okkur upp í hópa, vera um það bil tuttugu á sviðinu hverju sinni,“ segir Margrét jafnframt. „Æfingin er opin öllum og við verðum á æfingasvæðinu í Borgarleikhúsinu klukkan sex í dag,“ útskýrir Margrét. Verkið um Bernhörðu Alba fjallar um það að aðalsöguhetjan fyrirskipar átta ára sorg vegna fráfalls eiginmanns síns og föður dætranna fimm. Hún heldur þeim, ásamt aldraðri móður og þjónustustúlkum, föngnum í húsi sínu án samskipta við umheiminn.
Menning Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“